Kolfinna fær alltaf góð ráð frá frænkunni sem hefur unnið keppnina Stefán Árni Pálsson skrifar 9. október 2019 15:30 Kolfinna mætti í Brennsluna í morgun. „Ég fór bara að gráta,“ segir Kolfinna Mist Austfjörð í Brennslunni á FM957 í morgun þegar hún fékk þær fréttir að hún væri að fara taka þátt í fegurðarsamkeppninni Miss World en í gær var tilkynnt hvaða kona myndi koma fram fyrir Íslands hönd í London núna í desember. Linda Pétursdóttir umboðsaðili Miss World á Íslandi valdi Kolfinnu en þær eru frænkur. Kolfinna Mist er fædd og uppalin á Akureyri og er 23 ára gömul. Kolfinna er tónlistarkona, syngur og spilar á gítar. Kolfinna tók einnig þátt í Miss Universe Iceland í lok ágúst. „Þú færð að vera úti í heimi á risasviði sem fulltrúi landsins þíns. Þetta verður bara geðveikt og ég er mjög spennt.“ Eins og áður segir fer keppnin fram í London. „Þetta hefur verið áður í Kína og á rosalega framandi stöðum en ég er búin að fara til London svona fimm hundruð sinnum en ég elska London,“ segir Kolfinna og bætir við að það sé gott að tímamismunurinn sé lítill og að fjölskyldan geti nokkuð auðveldlega komið út og stutt við bakið á henni. „Það eru miklu fleiri af mínum vinum og fjölskyldu að íhuga að koma. Miss World er þannig keppni að það er lögð mest áhersla á góðgerðarverkefni og það þurfa allar stelpurnar að koma fram með einhver góðgerðaverkefni. Ég er búin að vinna í mínu í næstum því ár núna og það heitir Now Not Later. Það er til að hjálpa aðstandendum krabbameinssjúklinga en kærastinn minn er með heilaæxli og það var þannig sem það kom til.“ Magnús kærasti Kolfinnu þurfti að fara í heilaskurðaðgerð og síðan í 12 mánaða lyfjameðferð og því stendur málefnið henni nærri.Getur vonandi komið út í nokkra daga „Hann langar að koma með mér út nokkrum dögum fyrr og vera aðeins með mér fyrir keppni. Svo þegar allar stelpurnar tékka sig inn á hótelið þá erum við bara eign Miss World og eru alveg á þeirra ábyrgð. Því er ekkert vinsælt að maður fái margar heimsóknir.“ „Hún er sú sem er að undirbúa mig fyrir þetta og ég fæ að spyrja hana um hvað sem er. Hún var klukkan fjögur í nótt í Kanada að senda mér fullt fyrir viðtal,“ segir Kolfinna um frænku sína Lindu P sem vann þessa keppni eftirminnilega á sínum tíma. Hún segist finna fyrir pressu. „Við eigum þrjá sigurvegara í þessari keppni svo það er töluverð pressa. Við erum held ég númer þrjú í heiminum yfir þeir þjóðir sem hafa unnið þetta oftast. Svo þarf ég að tala á sviði sem mér finnst ekkert mega þægilegt enn þá,“ segir Kolfinna sem þarf einnig að taka þátt í hæfileikakeppni en hún mun þá taka upp gítarinn og spila fyrir salinn og sjónvarpsáhorfendur. Hér að neðan má hlusta á viðtalið. Brennslan Tengdar fréttir Kolfinna Mist Austfjörð verður fulltrúi Íslands í Miss World Linda Pétursdóttir umboðsaðili Miss World á Íslandi hefur valið þátttakanda sem keppir fyrir Íslands hönd í Miss World. 8. október 2019 09:13 Svona var Miss Universe Iceland valin Birta Abiba stóð uppi sem sigurvegari. 1. september 2019 22:35 Fer eiginlega aldrei hjá sér Kolfinna Austfjörð tekur þátt í Miss Universe Iceland 2019. Kolfinna er frá Akureyri og er nýlega flutt heim frá Noregi þar sem hún hefur búið undanfarin ár. 15. ágúst 2019 13:30 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Sjá meira
„Ég fór bara að gráta,“ segir Kolfinna Mist Austfjörð í Brennslunni á FM957 í morgun þegar hún fékk þær fréttir að hún væri að fara taka þátt í fegurðarsamkeppninni Miss World en í gær var tilkynnt hvaða kona myndi koma fram fyrir Íslands hönd í London núna í desember. Linda Pétursdóttir umboðsaðili Miss World á Íslandi valdi Kolfinnu en þær eru frænkur. Kolfinna Mist er fædd og uppalin á Akureyri og er 23 ára gömul. Kolfinna er tónlistarkona, syngur og spilar á gítar. Kolfinna tók einnig þátt í Miss Universe Iceland í lok ágúst. „Þú færð að vera úti í heimi á risasviði sem fulltrúi landsins þíns. Þetta verður bara geðveikt og ég er mjög spennt.“ Eins og áður segir fer keppnin fram í London. „Þetta hefur verið áður í Kína og á rosalega framandi stöðum en ég er búin að fara til London svona fimm hundruð sinnum en ég elska London,“ segir Kolfinna og bætir við að það sé gott að tímamismunurinn sé lítill og að fjölskyldan geti nokkuð auðveldlega komið út og stutt við bakið á henni. „Það eru miklu fleiri af mínum vinum og fjölskyldu að íhuga að koma. Miss World er þannig keppni að það er lögð mest áhersla á góðgerðarverkefni og það þurfa allar stelpurnar að koma fram með einhver góðgerðaverkefni. Ég er búin að vinna í mínu í næstum því ár núna og það heitir Now Not Later. Það er til að hjálpa aðstandendum krabbameinssjúklinga en kærastinn minn er með heilaæxli og það var þannig sem það kom til.“ Magnús kærasti Kolfinnu þurfti að fara í heilaskurðaðgerð og síðan í 12 mánaða lyfjameðferð og því stendur málefnið henni nærri.Getur vonandi komið út í nokkra daga „Hann langar að koma með mér út nokkrum dögum fyrr og vera aðeins með mér fyrir keppni. Svo þegar allar stelpurnar tékka sig inn á hótelið þá erum við bara eign Miss World og eru alveg á þeirra ábyrgð. Því er ekkert vinsælt að maður fái margar heimsóknir.“ „Hún er sú sem er að undirbúa mig fyrir þetta og ég fæ að spyrja hana um hvað sem er. Hún var klukkan fjögur í nótt í Kanada að senda mér fullt fyrir viðtal,“ segir Kolfinna um frænku sína Lindu P sem vann þessa keppni eftirminnilega á sínum tíma. Hún segist finna fyrir pressu. „Við eigum þrjá sigurvegara í þessari keppni svo það er töluverð pressa. Við erum held ég númer þrjú í heiminum yfir þeir þjóðir sem hafa unnið þetta oftast. Svo þarf ég að tala á sviði sem mér finnst ekkert mega þægilegt enn þá,“ segir Kolfinna sem þarf einnig að taka þátt í hæfileikakeppni en hún mun þá taka upp gítarinn og spila fyrir salinn og sjónvarpsáhorfendur. Hér að neðan má hlusta á viðtalið.
Brennslan Tengdar fréttir Kolfinna Mist Austfjörð verður fulltrúi Íslands í Miss World Linda Pétursdóttir umboðsaðili Miss World á Íslandi hefur valið þátttakanda sem keppir fyrir Íslands hönd í Miss World. 8. október 2019 09:13 Svona var Miss Universe Iceland valin Birta Abiba stóð uppi sem sigurvegari. 1. september 2019 22:35 Fer eiginlega aldrei hjá sér Kolfinna Austfjörð tekur þátt í Miss Universe Iceland 2019. Kolfinna er frá Akureyri og er nýlega flutt heim frá Noregi þar sem hún hefur búið undanfarin ár. 15. ágúst 2019 13:30 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Sjá meira
Kolfinna Mist Austfjörð verður fulltrúi Íslands í Miss World Linda Pétursdóttir umboðsaðili Miss World á Íslandi hefur valið þátttakanda sem keppir fyrir Íslands hönd í Miss World. 8. október 2019 09:13
Fer eiginlega aldrei hjá sér Kolfinna Austfjörð tekur þátt í Miss Universe Iceland 2019. Kolfinna er frá Akureyri og er nýlega flutt heim frá Noregi þar sem hún hefur búið undanfarin ár. 15. ágúst 2019 13:30