Verður sjálfur ekki á hátíðinni í holdinu en mjög nálægur í andanum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 9. október 2019 08:45 Haraldur segir gjörninginn Þröng fela í sér þátttöku gesta. Fjölbreyttir gjörningar og leikhústengd verk af öllum toga eru á A! Gjörningahátíð sem opnuð verður á Akureyri á morgun, 10. október. Hún stendur fram á sunnudag. Þetta er alþjóðleg hátíð sem haldin er árlega, nú í fimmta sinn. Hátt í 2.000 gestir hafa sótt hana heim hverju sinni. Ókeypis er inn á alla viðburði hennar. Einn þeirra sem verk eiga á hátíðinni er Haraldur Jónsson myndlistarmaður, sem býr í borginni. Hann á ekki heimangengt og segir þetta verða í fyrsta skipti sem hann sé ekki viðstaddur opnun á eigin verkum. „Gjörningurinn minn nefnist Þröng. Ég treysti þeim fyrir norðan til að setja hann rétt upp og vona að hann komi vel út. Þó ég verði ekki sjálfur á hátíðinni í holdinu verð ég mjög nálægur í andanum.“ Fylgir samt ekki gjörningum alltaf eitthvað sem gerist á staðnum? „Jú, gjörningur fer fram í tíma og rúmi og inniheldur mjög gjarnan hreyfingu og einhvers konar stefnumót við áhorfendur. Grunnmunurinn á gjörningi og leiklist er að gjörningurinn skapar ástand en honum fylgir ekki frásaga, hann er meira í ætt við athöfn, eða ritúal.“ Haraldur segir um frumflutning að ræða á verkinu Þröng og það feli í sér þátttöku gesta. „Þröng er nokkurs konar afsprengi yfirlitssýningar minnar á Kjarvalsstöðum fyrir ári. Hún stóð í þrjá mánuði og ég var alltaf með gjörninga síðdegis á laugardögum. Það var mjög gaman og það má segja að fræi að þessum gjörningi hafi verið sáð þá. Verkin mín hafa samt, alveg frá upphafi, gjarnan haft einhverja umbreytingu í sér, þannig að Þröng er angi af þeirri stefnu.“ A! Gjörningahátíð er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Menningarhússins Hofs, Leikfélags Akureyrar, LÓKAL alþjóðlegrar leiklistarhátíðar, Gilfélagsins og Heim-vídeólistahátíðar. Samhliða A! fer vídeólistahátíðin Heim fram. Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Fjölbreyttir gjörningar og leikhústengd verk af öllum toga eru á A! Gjörningahátíð sem opnuð verður á Akureyri á morgun, 10. október. Hún stendur fram á sunnudag. Þetta er alþjóðleg hátíð sem haldin er árlega, nú í fimmta sinn. Hátt í 2.000 gestir hafa sótt hana heim hverju sinni. Ókeypis er inn á alla viðburði hennar. Einn þeirra sem verk eiga á hátíðinni er Haraldur Jónsson myndlistarmaður, sem býr í borginni. Hann á ekki heimangengt og segir þetta verða í fyrsta skipti sem hann sé ekki viðstaddur opnun á eigin verkum. „Gjörningurinn minn nefnist Þröng. Ég treysti þeim fyrir norðan til að setja hann rétt upp og vona að hann komi vel út. Þó ég verði ekki sjálfur á hátíðinni í holdinu verð ég mjög nálægur í andanum.“ Fylgir samt ekki gjörningum alltaf eitthvað sem gerist á staðnum? „Jú, gjörningur fer fram í tíma og rúmi og inniheldur mjög gjarnan hreyfingu og einhvers konar stefnumót við áhorfendur. Grunnmunurinn á gjörningi og leiklist er að gjörningurinn skapar ástand en honum fylgir ekki frásaga, hann er meira í ætt við athöfn, eða ritúal.“ Haraldur segir um frumflutning að ræða á verkinu Þröng og það feli í sér þátttöku gesta. „Þröng er nokkurs konar afsprengi yfirlitssýningar minnar á Kjarvalsstöðum fyrir ári. Hún stóð í þrjá mánuði og ég var alltaf með gjörninga síðdegis á laugardögum. Það var mjög gaman og það má segja að fræi að þessum gjörningi hafi verið sáð þá. Verkin mín hafa samt, alveg frá upphafi, gjarnan haft einhverja umbreytingu í sér, þannig að Þröng er angi af þeirri stefnu.“ A! Gjörningahátíð er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Menningarhússins Hofs, Leikfélags Akureyrar, LÓKAL alþjóðlegrar leiklistarhátíðar, Gilfélagsins og Heim-vídeólistahátíðar. Samhliða A! fer vídeólistahátíðin Heim fram.
Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira