Enn í basli með að finna lóðir undir smáhýsi fyrir heimilislausa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. október 2019 17:50 Heiða Björg Hilmarsdóttir er formaður velferðarráðs Reykjavíkur. fréttablaðið/Ernir Enn hefur ekki verið fundin staðsetning fyrir öll þau 25 smáhýsi sem koma á upp fyrir heimilislausa. Hátt í áttatíu manns bíða eftir úrræði hjá borginni. Nýtt neyðarskýli fyrir unga fíkla og heimili fyrir konur með tvíþættan vanda verða tekin í notkun á næstu vikum. Fyrstu 20 smáhýsin eru væntanleg til landsins fyrir áramót. Nokkuð hefur verið deilt um staðsetningu þeirra en til stendur að nokkrum þeirra verði komið fyrir við Héðinsgötu.Sjá einnig: Ekki stendur til að finna aðra staðsetningu fyrir smáhýsi fyrir heimilislausa „Það eru tæplega 80 sem eru að bíða eftir úrræði núna og þessi tuttugu smáhýsi munu mæta hluta af þeim hópi,“ sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs Reykjavíkur, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Það er í farvegi að reyna að finna staðsetningu fyrir þau. Það hefur gengið verr en við bjuggumst við en það er í fullri vinnslu núna, það er verið að leita um alla borg,“ segir Heiða. Ýmsar staðsetningar koma til greina þótt ekkert sé í hendi ennþá. „Við höfum verið að skoða uppi á Höfða, í Gufunesi, úti á Granda og Sæbraut, allt þar á milli. Og allir sem hafa góða tillögu að staðsetningu eða vilja lána okkur lóð tímabundið mega bara hafa samband við borgina því að við þurfum virkilega að koma þessum húsum niður því að það er fólk sem að vantar heimili.“ Við Grandagarð eru framkvæmdir í fullum gangi við að innrétta nýtt neyðarskýli fyrir unga fíkla. Til stendur að taka rýmið í notkun í þessum mánuði en þegar eru komin rúm, dýnur og borðbúnaður í húsnæðið þar sem pláss verður fyrir fimmtán til tuttugu unga karlmenn sem ekki hafa í önnur hús að venda. „Síðan erum við að opna núna líka í Vesturbænum úrræði fyrir tvígreindar konur, úrræði sem að við höfum beðið lengi eftir,“ segir Heiða. Þar verður pláss fyrir sex konur. Heiða segir líklegt að nokkrir tugir til viðbótar við þá áttatíu sem þegar hafi óskað eftir úrræði séu heimilislausir. Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Sjá meira
Enn hefur ekki verið fundin staðsetning fyrir öll þau 25 smáhýsi sem koma á upp fyrir heimilislausa. Hátt í áttatíu manns bíða eftir úrræði hjá borginni. Nýtt neyðarskýli fyrir unga fíkla og heimili fyrir konur með tvíþættan vanda verða tekin í notkun á næstu vikum. Fyrstu 20 smáhýsin eru væntanleg til landsins fyrir áramót. Nokkuð hefur verið deilt um staðsetningu þeirra en til stendur að nokkrum þeirra verði komið fyrir við Héðinsgötu.Sjá einnig: Ekki stendur til að finna aðra staðsetningu fyrir smáhýsi fyrir heimilislausa „Það eru tæplega 80 sem eru að bíða eftir úrræði núna og þessi tuttugu smáhýsi munu mæta hluta af þeim hópi,“ sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs Reykjavíkur, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Það er í farvegi að reyna að finna staðsetningu fyrir þau. Það hefur gengið verr en við bjuggumst við en það er í fullri vinnslu núna, það er verið að leita um alla borg,“ segir Heiða. Ýmsar staðsetningar koma til greina þótt ekkert sé í hendi ennþá. „Við höfum verið að skoða uppi á Höfða, í Gufunesi, úti á Granda og Sæbraut, allt þar á milli. Og allir sem hafa góða tillögu að staðsetningu eða vilja lána okkur lóð tímabundið mega bara hafa samband við borgina því að við þurfum virkilega að koma þessum húsum niður því að það er fólk sem að vantar heimili.“ Við Grandagarð eru framkvæmdir í fullum gangi við að innrétta nýtt neyðarskýli fyrir unga fíkla. Til stendur að taka rýmið í notkun í þessum mánuði en þegar eru komin rúm, dýnur og borðbúnaður í húsnæðið þar sem pláss verður fyrir fimmtán til tuttugu unga karlmenn sem ekki hafa í önnur hús að venda. „Síðan erum við að opna núna líka í Vesturbænum úrræði fyrir tvígreindar konur, úrræði sem að við höfum beðið lengi eftir,“ segir Heiða. Þar verður pláss fyrir sex konur. Heiða segir líklegt að nokkrir tugir til viðbótar við þá áttatíu sem þegar hafi óskað eftir úrræði séu heimilislausir.
Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Sjá meira