Sætið undir Solskjær orðið ansi heitt Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. október 2019 17:15 Ole Gunnar Solskjær reynir að lesa yfir miðjumanninum Andreas Pereira í Newcastle í gær.. Nordicphotos/Getty Annað árið í röð gæti það orðið banabiti knattspyrnustjóra Manchester United að tapa fyrir Liverpool, ef Ole Gunnar Solskjær verður þá treyst fyrir því að stýra liði Manchester United áfram eftir hörmungar undanfarinna vikna. Liðið tapaði fyrir Newcastle um helgina sem þýðir að Manchester United er fimmtán stigum á eftir toppliði Liverpool þegar átta umferðir eru búnar og virðist ekki geta keypt sér útisigur. Síðasti útisigur félagsins í keppnisleik kom í byrjun mars þegar United vann 3-1 sigur á PSG en síðan þá hefur liðið leikið ellefu leiki á útivelli og tapað sjö þeirra. Er það lengsta bið félagsins eftir sigri á útivelli í þrjá áratugi. Ekki er árangurinn á heimavelli mikið betri því í síðustu 22 leikjum hefur Manchester United aðeins unnið fimm leiki. Er þetta versta byrjun Manchester United í deildinni í 29 ár og er félagið aðeins tveimur stigum frá fallsæti. Solskjær skrifaði undir samning og tók við liðinu til frambúðar stuttu eftir að hafa stýrt því til sigurs í mögnuðum leik gegn PSG í Meistaradeild Evrópu enda var byr í seglum Solskjærs. Hann bætti fjölmörg met yfir flesta sigurleiki nýráðins knattspyrnustjóra félagsins og í fyrstu tólf leikjunum var uppskera Manchester United 32 stig, fimm stigum meira en næsta lið náði. Eftir sigurinn í París fór að halla undan fæti og féll liðið úr leik í bikarnum og Meistaradeild Evrópu á næstu hindrun. Á sama tíma hrundi gengi liðsins í deildinni þar sem Manchester United fékk aðeins ellefu stig úr síðustu tíu leikjunum og hefur það gengi haldið áfram inn í nýtt tímabil. Stórsigur á Chelsea í fyrstu umferð skyggði á vandræðin á bak við tjöldin á Old Trafford. Félagið seldi frá sér tvo sóknarsinnaða leikmenn og setti það á herðar Marcus Rashford að sjá um markaskorun félagsins sem og táningsins Masons Greenwood. Varnarleikur liðsins hefur batnað með komu nýrra manna í varnarlínuna en sóknarleikur liðsins er fyrirsjáanlegur, staður og einfaldlega slakur. Solskjær tók við keflinu af Jose Mourinho rétt fyrir jól eftir neyðarlegt tap Manchester United. Ef Solskjær verður treyst fyrir verkefninu þegar Liverpool kemur í heimsókn gæti það orðið síðasta tækifæri hans. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Fleiri fréttir Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Annað árið í röð gæti það orðið banabiti knattspyrnustjóra Manchester United að tapa fyrir Liverpool, ef Ole Gunnar Solskjær verður þá treyst fyrir því að stýra liði Manchester United áfram eftir hörmungar undanfarinna vikna. Liðið tapaði fyrir Newcastle um helgina sem þýðir að Manchester United er fimmtán stigum á eftir toppliði Liverpool þegar átta umferðir eru búnar og virðist ekki geta keypt sér útisigur. Síðasti útisigur félagsins í keppnisleik kom í byrjun mars þegar United vann 3-1 sigur á PSG en síðan þá hefur liðið leikið ellefu leiki á útivelli og tapað sjö þeirra. Er það lengsta bið félagsins eftir sigri á útivelli í þrjá áratugi. Ekki er árangurinn á heimavelli mikið betri því í síðustu 22 leikjum hefur Manchester United aðeins unnið fimm leiki. Er þetta versta byrjun Manchester United í deildinni í 29 ár og er félagið aðeins tveimur stigum frá fallsæti. Solskjær skrifaði undir samning og tók við liðinu til frambúðar stuttu eftir að hafa stýrt því til sigurs í mögnuðum leik gegn PSG í Meistaradeild Evrópu enda var byr í seglum Solskjærs. Hann bætti fjölmörg met yfir flesta sigurleiki nýráðins knattspyrnustjóra félagsins og í fyrstu tólf leikjunum var uppskera Manchester United 32 stig, fimm stigum meira en næsta lið náði. Eftir sigurinn í París fór að halla undan fæti og féll liðið úr leik í bikarnum og Meistaradeild Evrópu á næstu hindrun. Á sama tíma hrundi gengi liðsins í deildinni þar sem Manchester United fékk aðeins ellefu stig úr síðustu tíu leikjunum og hefur það gengi haldið áfram inn í nýtt tímabil. Stórsigur á Chelsea í fyrstu umferð skyggði á vandræðin á bak við tjöldin á Old Trafford. Félagið seldi frá sér tvo sóknarsinnaða leikmenn og setti það á herðar Marcus Rashford að sjá um markaskorun félagsins sem og táningsins Masons Greenwood. Varnarleikur liðsins hefur batnað með komu nýrra manna í varnarlínuna en sóknarleikur liðsins er fyrirsjáanlegur, staður og einfaldlega slakur. Solskjær tók við keflinu af Jose Mourinho rétt fyrir jól eftir neyðarlegt tap Manchester United. Ef Solskjær verður treyst fyrir verkefninu þegar Liverpool kemur í heimsókn gæti það orðið síðasta tækifæri hans.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Fleiri fréttir Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn