Stendur loksins undir væntingum Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. október 2019 11:00 Traore fagnar. Alex Livesey/Getty Images) Adama Traore minnti heldur betur á sig um helgina þegar hann skoraði bæði mörk Úlfanna í 2-0 sigri á Manchester City á Etihad-vellinum. Traore reyndist varnarmönnum Manchester City afar erfiður með styrk sínum og hraða og voru Úlfarnir búnir að hóta marki þegar Traore braut ísinn skömmu fyrir leikslok. Með mörkunum tveimur hefur Traore þegar skorað meira en í 66 leikjum á þremur tímabilum á undan þessu. Úlfarnir eru farnir að sýna sitt rétta andlit og eru nú búnir að vinna þrjá leiki í röð í öllum keppnum með heimsókn til Tyrklands síðasta fimmtudag og eru farnir að þokast upp töfluna á meðan Manchester City er að missa Liverpool fram úr sér á toppi deildarinnar. Eftir átta umferðir er forskot Liverpool átta stig enda hefur Manchester City þegar tapað átta stigum á tímabilinu eftir að hafa aðeins tapað sextán stigum allt síðasta tímabil. Fram undan er landsleikjahlé. Að landsleikjahlénu loknu eru fimm umferðir sem gætu átt eftir að skipta heilmiklu máli í vor þegar Liverpool og City mætast á Anfield ásamt því að Liverpool mætir Tottenham og Manchester United á meðan Manchester City mætir Chelsea.MANCHESTER, ENGLAND - OCTOBER 06: Adama Traore of Wolverhampton Wanderers celebrates after scoring hisGekk illa að festa rætur Traore er fæddur og uppalinn í Katalóníu þar sem hann kom upp úr hinni margrómuðu unglingaakademíu Barcelona, La Masia. Traore vakti ungur athygli, sautján ára var hann kominn í varalið Barcelona og því fylgdi eldskírn með aðalliði Barcelona rúmum mánuði síðar sem varamaður fyrir Neymar í deildinni og þremur dögum síðar fékk Traore fyrstu mínútur sínar í Meistaradeildinni. Það reyndust síðustu mínútur hans með aðalliði Barcelona það árið en ári síðar skoraði Traore fyrsta mark sitt fyrir aðallið Barcelona í spænska bikarnum. Ljóst var að það yrði afar erfitt fyrir Traore að brjóta sér leið inn í aðalliðið enda Barcelona með hið ógnarlega sóknarþríeyki Lionel Messi, Neymar og Luis Suárez á þeim tíma. Kaus Traore því að yfirgefa Barcelona nítján ára gamall og koma til Englands þar sem Aston Villa varð fyrir valinu. Börsungar höfðu þó það miklar mætur á Traore að þeir kröfðust þess að hafa klásúlu um endurkaup (e. buy back clause) í samningi Traore. Honum tókst hvorki að standa undir væntingum hjá Aston Villa né Middlesbrough sem keypti Traore einu ári síðar og olli miklum vonbrigðum í ensku úrvalsdeildinni. Hraði og styrkur var til staðar en Traore tókst aldrei að nýta sér líkamlega burði sína á vellinum. Tvö ár í röð féll Traore úr ensku úrvalsdeildinni, með Aston Villa og Middlesbrough, en þegar komið var í Championship-deildina tókst honum loksins að sýna sitt rétta andlit og var hann einn af bestu leikmönnum deildarinnar með Middlesbrough. Það leiddi til þess að Wolves keypti Traore síðasta sumar fyrir átján milljónir punda. Fyrsta tímabil Traore með Úlfunum gekk illa og byrjaði hann aðeins átta leiki þegar Úlfarnir lentu í sjöunda sæti. Á síðasta tímabili fékk Traore aldrei að leika heilar 90 mínútur – í þeim átta leikjum sem hann byrjaði var hann tekinn af velli – en eftir heilt undirbúningstímabil með þjálfarateymi Úlfanna hefur Traore byrjað leiktímabilið mun betur. Hann hefur byrjað fimm leiki af átta og sýndi um helgina hversu hættulegt vopn hann getur verið í sóknarleik Úlfanna. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Adama Traore minnti heldur betur á sig um helgina þegar hann skoraði bæði mörk Úlfanna í 2-0 sigri á Manchester City á Etihad-vellinum. Traore reyndist varnarmönnum Manchester City afar erfiður með styrk sínum og hraða og voru Úlfarnir búnir að hóta marki þegar Traore braut ísinn skömmu fyrir leikslok. Með mörkunum tveimur hefur Traore þegar skorað meira en í 66 leikjum á þremur tímabilum á undan þessu. Úlfarnir eru farnir að sýna sitt rétta andlit og eru nú búnir að vinna þrjá leiki í röð í öllum keppnum með heimsókn til Tyrklands síðasta fimmtudag og eru farnir að þokast upp töfluna á meðan Manchester City er að missa Liverpool fram úr sér á toppi deildarinnar. Eftir átta umferðir er forskot Liverpool átta stig enda hefur Manchester City þegar tapað átta stigum á tímabilinu eftir að hafa aðeins tapað sextán stigum allt síðasta tímabil. Fram undan er landsleikjahlé. Að landsleikjahlénu loknu eru fimm umferðir sem gætu átt eftir að skipta heilmiklu máli í vor þegar Liverpool og City mætast á Anfield ásamt því að Liverpool mætir Tottenham og Manchester United á meðan Manchester City mætir Chelsea.MANCHESTER, ENGLAND - OCTOBER 06: Adama Traore of Wolverhampton Wanderers celebrates after scoring hisGekk illa að festa rætur Traore er fæddur og uppalinn í Katalóníu þar sem hann kom upp úr hinni margrómuðu unglingaakademíu Barcelona, La Masia. Traore vakti ungur athygli, sautján ára var hann kominn í varalið Barcelona og því fylgdi eldskírn með aðalliði Barcelona rúmum mánuði síðar sem varamaður fyrir Neymar í deildinni og þremur dögum síðar fékk Traore fyrstu mínútur sínar í Meistaradeildinni. Það reyndust síðustu mínútur hans með aðalliði Barcelona það árið en ári síðar skoraði Traore fyrsta mark sitt fyrir aðallið Barcelona í spænska bikarnum. Ljóst var að það yrði afar erfitt fyrir Traore að brjóta sér leið inn í aðalliðið enda Barcelona með hið ógnarlega sóknarþríeyki Lionel Messi, Neymar og Luis Suárez á þeim tíma. Kaus Traore því að yfirgefa Barcelona nítján ára gamall og koma til Englands þar sem Aston Villa varð fyrir valinu. Börsungar höfðu þó það miklar mætur á Traore að þeir kröfðust þess að hafa klásúlu um endurkaup (e. buy back clause) í samningi Traore. Honum tókst hvorki að standa undir væntingum hjá Aston Villa né Middlesbrough sem keypti Traore einu ári síðar og olli miklum vonbrigðum í ensku úrvalsdeildinni. Hraði og styrkur var til staðar en Traore tókst aldrei að nýta sér líkamlega burði sína á vellinum. Tvö ár í röð féll Traore úr ensku úrvalsdeildinni, með Aston Villa og Middlesbrough, en þegar komið var í Championship-deildina tókst honum loksins að sýna sitt rétta andlit og var hann einn af bestu leikmönnum deildarinnar með Middlesbrough. Það leiddi til þess að Wolves keypti Traore síðasta sumar fyrir átján milljónir punda. Fyrsta tímabil Traore með Úlfunum gekk illa og byrjaði hann aðeins átta leiki þegar Úlfarnir lentu í sjöunda sæti. Á síðasta tímabili fékk Traore aldrei að leika heilar 90 mínútur – í þeim átta leikjum sem hann byrjaði var hann tekinn af velli – en eftir heilt undirbúningstímabil með þjálfarateymi Úlfanna hefur Traore byrjað leiktímabilið mun betur. Hann hefur byrjað fimm leiki af átta og sýndi um helgina hversu hættulegt vopn hann getur verið í sóknarleik Úlfanna.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira