Ginger Baker látinn Sylvía Hall skrifar 6. október 2019 11:38 Baker á tónleikum árið 2016. Vísir/Getty Trommarinn Ginger Baker, sem gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Cream, er látinn 80 ára að aldri. Í færslu á Facebook-síðu hans kemur fram að hann hafi látist á „friðsælan hátt“ í morgun eftir alvarleg veikindi. Peter Edward „Ginger“ Baker var einn stofnenda hljómsveitarinnar Cream ásamt bassaleikaranum Jack Bruce og gítarleikaranum Eric Clapton. Allir sáu þeir um sönginn. Sveitin var stofnuð árið 1966 en áður höfðu þeir allir verið í vinsælum hljómsveitum. Þriðja plata sveitarinnar, Wheels of Fire, sem kom út árið 1968, var fyrsta tvöfalda platan sem náði platínusölu á heimsvísu. Sama ár og hljómsveitin gaf út Wheels of Fire hætti hún störfum og gaf í kjölfarið út sína síðustu plötu árið 1969. Sveitin kom svo stuttlega saman aftur árið 2005 sem endaði með ósköpum þegar Baker og Bruce lentu í útistöðum á miðjum tónleikum í New York. Baker hafði búið víða um heim, þar á meðal á Ítalíu, Bandaríkjunum, Nígeríu og Suður-Afríku. Árið 2008 var hann búsettur í Suður-Afríku og var svikinn af bankastarfsmanni sem hann hafði ráðið til starfa. Starfsmaðurinn hafði af honum hátt í fimm milljónir íslenskra króna. Þá hafði hann glímt við ýmis veikindi undanfarin ár. Í viðtali árið 2009 sagði Baker þjáningarnar vera hefnd guðs fyrir skapvonsku og ódæði fortíðarinnar og almættið ætlaði að halda honum á lífi með „eins mikinn sársauka og hann gæti“. „Ég var einu sinni illkvittinn. Ég eyðilagði upptökur vísvitandi með skapi mínu og reiddist við minnsta tilefni,“ sagði Baker í viðtali árið 1970. Andlát Bretland Tónlist Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Trommarinn Ginger Baker, sem gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Cream, er látinn 80 ára að aldri. Í færslu á Facebook-síðu hans kemur fram að hann hafi látist á „friðsælan hátt“ í morgun eftir alvarleg veikindi. Peter Edward „Ginger“ Baker var einn stofnenda hljómsveitarinnar Cream ásamt bassaleikaranum Jack Bruce og gítarleikaranum Eric Clapton. Allir sáu þeir um sönginn. Sveitin var stofnuð árið 1966 en áður höfðu þeir allir verið í vinsælum hljómsveitum. Þriðja plata sveitarinnar, Wheels of Fire, sem kom út árið 1968, var fyrsta tvöfalda platan sem náði platínusölu á heimsvísu. Sama ár og hljómsveitin gaf út Wheels of Fire hætti hún störfum og gaf í kjölfarið út sína síðustu plötu árið 1969. Sveitin kom svo stuttlega saman aftur árið 2005 sem endaði með ósköpum þegar Baker og Bruce lentu í útistöðum á miðjum tónleikum í New York. Baker hafði búið víða um heim, þar á meðal á Ítalíu, Bandaríkjunum, Nígeríu og Suður-Afríku. Árið 2008 var hann búsettur í Suður-Afríku og var svikinn af bankastarfsmanni sem hann hafði ráðið til starfa. Starfsmaðurinn hafði af honum hátt í fimm milljónir íslenskra króna. Þá hafði hann glímt við ýmis veikindi undanfarin ár. Í viðtali árið 2009 sagði Baker þjáningarnar vera hefnd guðs fyrir skapvonsku og ódæði fortíðarinnar og almættið ætlaði að halda honum á lífi með „eins mikinn sársauka og hann gæti“. „Ég var einu sinni illkvittinn. Ég eyðilagði upptökur vísvitandi með skapi mínu og reiddist við minnsta tilefni,“ sagði Baker í viðtali árið 1970.
Andlát Bretland Tónlist Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira