Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. október 2019 13:15 Sumarhúsa-og landeigendur í Landsveit segja ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village sem tengist malasískum eigendum veita fráveitu vatni ólöglega frá hjóhýsum á jörðinni leyni. Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. Þá hafi fráveituvatni verið veitt þaðan án þess að leyfi sé fyrir því. Loks gerir hópurinn alvarlegar athugasemdir við að ferðaþjónustufyrirtækið hyggist reisa nokkur hundruð manna þorp á jörðinni sem er á vatnsverndarsvæði. Í sumar var kynnt skipulags-og matslýsing vegna aðalskipulagsbreytinga á jörðunum Leyni 2 og 3 í Rangárþingi ytra sem áður hét Stóri klofi. Þannig fyrirhugaði malasískt ferðaþjónustufyrirtæki sem kallast Iceland Igloo Village að byggja upp þorp fyrir nokkur hundruð gesti og þjónustu í kring. Ný skipulags og matslýsing hefur verið gerð fyrir svæðið eftir athugasemdir frá íbúum þar sem gert er ráð fyrir 360 manna byggð. Sumarhúsa-og landeigendur hafa frá upphafi gert athugasemdir við áformin þar sem byggðin sé á vatnsverndarsvæði og fæði vatnsból allrar sveitarinnar og vatnsból Hellu að auki.Ásgeir Kr. Ólafsson talsmaður sumar-og landeigenda í Landssveit segir hópinn hafa miklar áhyggjur af vatnsvernd á svæðinu eftir áform og framgöngu ferðaþjónustu fyrirtæki síðustu mánuði.Ásgeir Kr. Ólafsson talsmaður hópsins segir gert hafi verið athugasemdir vegna matslýsingu til deiliskipulags.Vatnsverndarsvæði í hættu „Þetta er náttúrulega mjög alvarlegt því þarna er verið að setja þéttbýli við friðsæla sveit og það sem er verst að þarna er verið að setja þéttbýli ofan á svæði sem heitir fjarrsvæði vatnsverndar. Vatnið sem rennur þarna undir hrauninu fer undir Minnivallarlækinn og berst í Vatnsból Hellu á 65 dögum,“ segir Ásgeir. Hann óttast að þetta geti verið tímaprengja og telur vatnsvernd eiga að njóta vafans. Málinu hefur verið komið til sveitarstjórnar og verður deiluskipulag kynnt í áframhaldinu. Ásgeir er svartsýnn á áframhaldið. „Vatnsverndin virðist ekki vera í forgangi hjá þessari sveitarstjórn ólíkt fyrri sveitarstjórn sem hafði hana í öndvegi,“ segir hann. Engin byggingar- eða rekstrarleyfi fyrir hjólhýsum Þá segir hann að í sumar hafi verið rekin fimmtán hjólhýsi á svæðinu án tilskilinna leyfa. „Það var byrjaða að grafa fyrir rotþró og lögnum í október í fyrra og við létum byggingafulltrúa vita. Aðveituvatni og fráveituvatni hefur hins vegar verið veitt til og frá þeim í allt sumar en um er að ræða hálsársbyggð. Þegar ég fór þarna um í gær sá ég að það var ennþá verið að gera það,“ segir Ásgeir. Hann segir að í leyfisveitingu hafi komið fram að hjólhýsin væru ekki tengd við fráveitu eða aðveitu enda þurfi byggingarleyfi fyrir slíkt sem sé ekki fyrir hendi. „Þannig að þarna er farið á skjön við lög og lögin brotin vísvitandi,“ segir Ásgeir. „Hjólhýsin eru ekki heldur með rekstrarleyfi þannig að þetta mál er allt í ólestri,“ segir hann að lokum. Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. Þá hafi fráveituvatni verið veitt þaðan án þess að leyfi sé fyrir því. Loks gerir hópurinn alvarlegar athugasemdir við að ferðaþjónustufyrirtækið hyggist reisa nokkur hundruð manna þorp á jörðinni sem er á vatnsverndarsvæði. Í sumar var kynnt skipulags-og matslýsing vegna aðalskipulagsbreytinga á jörðunum Leyni 2 og 3 í Rangárþingi ytra sem áður hét Stóri klofi. Þannig fyrirhugaði malasískt ferðaþjónustufyrirtæki sem kallast Iceland Igloo Village að byggja upp þorp fyrir nokkur hundruð gesti og þjónustu í kring. Ný skipulags og matslýsing hefur verið gerð fyrir svæðið eftir athugasemdir frá íbúum þar sem gert er ráð fyrir 360 manna byggð. Sumarhúsa-og landeigendur hafa frá upphafi gert athugasemdir við áformin þar sem byggðin sé á vatnsverndarsvæði og fæði vatnsból allrar sveitarinnar og vatnsból Hellu að auki.Ásgeir Kr. Ólafsson talsmaður sumar-og landeigenda í Landssveit segir hópinn hafa miklar áhyggjur af vatnsvernd á svæðinu eftir áform og framgöngu ferðaþjónustu fyrirtæki síðustu mánuði.Ásgeir Kr. Ólafsson talsmaður hópsins segir gert hafi verið athugasemdir vegna matslýsingu til deiliskipulags.Vatnsverndarsvæði í hættu „Þetta er náttúrulega mjög alvarlegt því þarna er verið að setja þéttbýli við friðsæla sveit og það sem er verst að þarna er verið að setja þéttbýli ofan á svæði sem heitir fjarrsvæði vatnsverndar. Vatnið sem rennur þarna undir hrauninu fer undir Minnivallarlækinn og berst í Vatnsból Hellu á 65 dögum,“ segir Ásgeir. Hann óttast að þetta geti verið tímaprengja og telur vatnsvernd eiga að njóta vafans. Málinu hefur verið komið til sveitarstjórnar og verður deiluskipulag kynnt í áframhaldinu. Ásgeir er svartsýnn á áframhaldið. „Vatnsverndin virðist ekki vera í forgangi hjá þessari sveitarstjórn ólíkt fyrri sveitarstjórn sem hafði hana í öndvegi,“ segir hann. Engin byggingar- eða rekstrarleyfi fyrir hjólhýsum Þá segir hann að í sumar hafi verið rekin fimmtán hjólhýsi á svæðinu án tilskilinna leyfa. „Það var byrjaða að grafa fyrir rotþró og lögnum í október í fyrra og við létum byggingafulltrúa vita. Aðveituvatni og fráveituvatni hefur hins vegar verið veitt til og frá þeim í allt sumar en um er að ræða hálsársbyggð. Þegar ég fór þarna um í gær sá ég að það var ennþá verið að gera það,“ segir Ásgeir. Hann segir að í leyfisveitingu hafi komið fram að hjólhýsin væru ekki tengd við fráveitu eða aðveitu enda þurfi byggingarleyfi fyrir slíkt sem sé ekki fyrir hendi. „Þannig að þarna er farið á skjön við lög og lögin brotin vísvitandi,“ segir Ásgeir. „Hjólhýsin eru ekki heldur með rekstrarleyfi þannig að þetta mál er allt í ólestri,“ segir hann að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira