Hinn 18 ára gamli Tsang Chi-kin var skotinn af lögregluþjóni og er sagður í stöðugu ástandi eftir skurðaðgerð. Lögregluþjónninn skaut Tsang í þann mun er táningurinn sló til hans með, að virðist, einhverskonar járnröri.
AP fréttaveitan vitnar í tilkynningu frá lögreglunni þar sem fram kemur að málið gegn Tsang yrði flutt fyrir dómara í dag. Hann verður meðal sjö mótmælanda sem ákærðir eru fyrir óeirðir en þar að auki stendur hann frammi fyrir tveimur ákærum. Ekki er ljóst hvort Tsang verði færður fyrir dómara.
Hámarksrefsing fyrir óeirðir eru tíu ára fangelsisvist.
Þúsundir mótmæltu á götum Hong Kong í gær og kröfðust þess að lögreglan yrði dregin til ábyrgðar vegna skotárásarinnar en mótmælendur segja hana ekki hafa átt rétt á sér. Lítill hluti mótmælanda mun hafa kastað gassprengjum að lögreglu, sem svaraði með táragasi.