Elskar Reykjavíkurdætur en verður að halda áfram að segja brandarann Stefán Árni Pálsson skrifar 2. október 2019 15:30 Björn og Anna Svava mættu til Ómars á X-inu í morgun. „Ég held að það sé alltaf betra að tala og gera grín fyrst og fremst að sjálfum sér og það var það sem mig langaði að gera. Sú hugmynd kom bara strax og mig langaði alltaf bara að gera þetta með Önnu Svövu og engum öðrum,“ segir Björn Bragi Arnarsson sem vann lengi að nýrri uppistandssýningu sem hann stendur fyrir með Önnu Svövu um þessar mundir í Gamla Bíó. Nýja sýningin Björn Bragi Djöfulsson hefur slegið í gegn að undanförnu. Þar koma þau Björn Bragi og Anna Svava fram. Anna Svava vakti athygli á dögunum þegar Reykjavíkurdætur gagnrýndu hana fyrir uppistandið þar sem hún gerir grín að þeim í sínu upphitunaratriði. Eins og alþjóð þekkir káfaði Björn Bragi á ungri konu á djamminu í fyrra en atvikið náðist á myndaband og fór eins og eldur í sinu um landið. Bæði Björn og Anna Svava mættu í útvarpsþáttinn Ómar Úlfur á X-inu í dag og ræddu sýninguna en Björn Bragi langaði mest að taka sjálfan sig í geng eftir atburðina með því að koma fram. Hann segir að fólk hlæi alltaf mest að því sem það tengi við. Fyrst hafi átt að setja upp tvær sýningar en viðtökurnar voru það góðar að nú selst upp á hverja sýninguna á fætur annarri. Anna Svava segir að það hafi verið erfitt að vera krossfest fyrir brandara og vísar til gríns sem hún gerði að Reykjavíkurdætrum. „Mér fannst það mjög leiðinlegt. Ég er ekki eins og Bjössi, ég er ekki alltaf í blöðunum,“ segir Anna Svava og hlær.Reykjavíkurdætur þekkja það vel að koma fram á stórum tónlistarhátíðum erlendis.„Mér fannst það svo sérstaklega leiðinlegt því það var hægt að hringja í mig og ég hefði bara tekið þetta út. Svo var þetta orðið svo mikið mál að ég bara get ekki tekið þetta út núna. Mér finnst alltaf mjög óþægilegt að segja þennan brandara núna en ég verð einhvern veginn að gera það. Ég elska þessar stelpur og það hefur ekkert með það að gera,“ segir Anna. „Þessi þróun að einhver mæti og skrifar upp brandara í einhverja frétt, algjörlega samhengislaust, er alveg út í hött. Þannig er hægt að misskilja allt og þú ert ekki með neitt samhengi,“ segir Björn.Viðtalið má heyra hér að neðan.„Fólk hefur bara lesið fyrri hlutann á brandaranum og þegar fólk kemur á sýninguna er það bara óóó…. ég las í blaðinu að þetta væri bara um konur. Svo er ég líka að tala um karlmenn og úthúða þeim,“ segir Anna. „Allt listform á að vera pínu ögrandi, ekki bara grín. Þú vilt að þetta hreyfi við einhverjum tilfinningum og meðal annars láta ögra þér eitthvað,“ segir Björn. „Ég er karakterinn Anna þegar ég er með uppistand. Ég er alltaf að tala um hvað ég þoli ekki manninn minn í uppistandi og það er karakterinn minn, ekki endilega mín skoðun,“ segir Anna Svava.Björn Bragi ræddi málið sem setti þjóðfélagið á hliðina í Íslandi í dag á dögunum. Uppistand Tengdar fréttir Reykjavíkurdætur ósáttar við Önnu Svövu: „Ljótt og ömurlegt djók“ Þau Björn Bragi Arnarsson og Anna Svava fóru af stað með uppistandið Björn Bragi Djöfulsson á dögunum og hefur verið vel mætt á sýninguna. 18. september 2019 12:00 „Orðið ótrúlega langþreytt, fordómafullt og mesta bull sem ég hef heyrt“ „Ég hef ekki séð þetta uppistand en Lestin á Rás1 fjallaði um uppistandið og þar kom þetta fram. Fyrstu viðbrögðin mín voru svona sterk aðallega þar sem hún segir að það sé enga góða kvenrappara að finna á Íslandi.“ 18. september 2019 14:30 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira
„Ég held að það sé alltaf betra að tala og gera grín fyrst og fremst að sjálfum sér og það var það sem mig langaði að gera. Sú hugmynd kom bara strax og mig langaði alltaf bara að gera þetta með Önnu Svövu og engum öðrum,“ segir Björn Bragi Arnarsson sem vann lengi að nýrri uppistandssýningu sem hann stendur fyrir með Önnu Svövu um þessar mundir í Gamla Bíó. Nýja sýningin Björn Bragi Djöfulsson hefur slegið í gegn að undanförnu. Þar koma þau Björn Bragi og Anna Svava fram. Anna Svava vakti athygli á dögunum þegar Reykjavíkurdætur gagnrýndu hana fyrir uppistandið þar sem hún gerir grín að þeim í sínu upphitunaratriði. Eins og alþjóð þekkir káfaði Björn Bragi á ungri konu á djamminu í fyrra en atvikið náðist á myndaband og fór eins og eldur í sinu um landið. Bæði Björn og Anna Svava mættu í útvarpsþáttinn Ómar Úlfur á X-inu í dag og ræddu sýninguna en Björn Bragi langaði mest að taka sjálfan sig í geng eftir atburðina með því að koma fram. Hann segir að fólk hlæi alltaf mest að því sem það tengi við. Fyrst hafi átt að setja upp tvær sýningar en viðtökurnar voru það góðar að nú selst upp á hverja sýninguna á fætur annarri. Anna Svava segir að það hafi verið erfitt að vera krossfest fyrir brandara og vísar til gríns sem hún gerði að Reykjavíkurdætrum. „Mér fannst það mjög leiðinlegt. Ég er ekki eins og Bjössi, ég er ekki alltaf í blöðunum,“ segir Anna Svava og hlær.Reykjavíkurdætur þekkja það vel að koma fram á stórum tónlistarhátíðum erlendis.„Mér fannst það svo sérstaklega leiðinlegt því það var hægt að hringja í mig og ég hefði bara tekið þetta út. Svo var þetta orðið svo mikið mál að ég bara get ekki tekið þetta út núna. Mér finnst alltaf mjög óþægilegt að segja þennan brandara núna en ég verð einhvern veginn að gera það. Ég elska þessar stelpur og það hefur ekkert með það að gera,“ segir Anna. „Þessi þróun að einhver mæti og skrifar upp brandara í einhverja frétt, algjörlega samhengislaust, er alveg út í hött. Þannig er hægt að misskilja allt og þú ert ekki með neitt samhengi,“ segir Björn.Viðtalið má heyra hér að neðan.„Fólk hefur bara lesið fyrri hlutann á brandaranum og þegar fólk kemur á sýninguna er það bara óóó…. ég las í blaðinu að þetta væri bara um konur. Svo er ég líka að tala um karlmenn og úthúða þeim,“ segir Anna. „Allt listform á að vera pínu ögrandi, ekki bara grín. Þú vilt að þetta hreyfi við einhverjum tilfinningum og meðal annars láta ögra þér eitthvað,“ segir Björn. „Ég er karakterinn Anna þegar ég er með uppistand. Ég er alltaf að tala um hvað ég þoli ekki manninn minn í uppistandi og það er karakterinn minn, ekki endilega mín skoðun,“ segir Anna Svava.Björn Bragi ræddi málið sem setti þjóðfélagið á hliðina í Íslandi í dag á dögunum.
Uppistand Tengdar fréttir Reykjavíkurdætur ósáttar við Önnu Svövu: „Ljótt og ömurlegt djók“ Þau Björn Bragi Arnarsson og Anna Svava fóru af stað með uppistandið Björn Bragi Djöfulsson á dögunum og hefur verið vel mætt á sýninguna. 18. september 2019 12:00 „Orðið ótrúlega langþreytt, fordómafullt og mesta bull sem ég hef heyrt“ „Ég hef ekki séð þetta uppistand en Lestin á Rás1 fjallaði um uppistandið og þar kom þetta fram. Fyrstu viðbrögðin mín voru svona sterk aðallega þar sem hún segir að það sé enga góða kvenrappara að finna á Íslandi.“ 18. september 2019 14:30 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira
Reykjavíkurdætur ósáttar við Önnu Svövu: „Ljótt og ömurlegt djók“ Þau Björn Bragi Arnarsson og Anna Svava fóru af stað með uppistandið Björn Bragi Djöfulsson á dögunum og hefur verið vel mætt á sýninguna. 18. september 2019 12:00
„Orðið ótrúlega langþreytt, fordómafullt og mesta bull sem ég hef heyrt“ „Ég hef ekki séð þetta uppistand en Lestin á Rás1 fjallaði um uppistandið og þar kom þetta fram. Fyrstu viðbrögðin mín voru svona sterk aðallega þar sem hún segir að það sé enga góða kvenrappara að finna á Íslandi.“ 18. september 2019 14:30