Óskar Örn aðeins misst af einum deildarleik eftir þrítugsafmælið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. október 2019 15:00 Óskar Örn var valinn besti leikmaður Pepsi Max-deildar karla á lokahófi Pepsi Max-deildanna á sunnudaginn var. vísir/bára Óskar Örn Hauksson, fyrirliði Íslandsmeistara KR og besti leikmaður Pepsi Max-deildar karla 2019, hefur ekki misst af leik í efstu deild í rúm fjögur ár. Óskar hefur leikið 99 leiki í röð í efstu deild, þar af 91 í byrjunarliði. Njarðvíkingurinn hefur leikið alla 22 deildarleiki KR undanfarin fjögur ár. Frá því hann varð þrítugur 22. ágúst 2014 hefur hann aðeins misst af einum deildarleik. Það heyrir til undantekninga ef Óskar er tekinn af velli. Á undanförnum fjórum tímabilum hefur hann leikið 7798 mínútur af þeim 7920 mínútum sem í boði hafa verið.Óskar Örn hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með KR.vísir/daníelÓskar missti síðast af leik í efstu deild þann 12. júlí 2015. Hann sat þá allan tímann á varamannabekknum þegar KR vann 0-3 útisigur á Víkingi R. Síðasti leikur Óskars í efstu deild þar sem hann var ekki í byrjunarliðinu en kom inn á sem varamaður var 13. september 2015 þegar KR og ÍA gerðu markalaust jafntefli á Akranesi. Óskar missti af hálfu sumrinu 2011 vegna meiðsla og síðustu leikjunum árið eftir þegar hann var lánaður til Sandnes Ulf í Noregi. Síðan þá hefur hann varla misst af leik með KR. Undanfarin sjö tímabil hefur Óskar aðeins misst af þremur deildarleikjum og leikið 151 leik af 154 mögulegum í efstu deild.Óskar Örn hefur ekki misst af heimaleik með KR síðan í júlí 2014.vísir/báraÓskar er nú sá leikmaður í efstu deild sem hefur leikið flesta leiki í röð (99). Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson kemur næstur með 81 leik. KA-maðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson hefur leikið 66 leiki í röð, eða alla leiki KA síðan liðið komst aftur upp í efstu deild fyrir þremur árum. Birkir Kristinsson á metið yfir flesta leiki í röð í efstu deild, eða 198. Gunnar Oddsson er sá útileikmaður sem hefur náð flestum leikjum í röð (186). Óskar hefur alls leikið 309 leiki í efstu deild. Aðeins Birkir hefur leikið fleiri (321). Ef Óskar helst heill og heldur áfram að spila alla leiki ætti hann slá leikjametið í efstu deild um mitt næsta sumar. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Óskar Örn sá næstelsti sem hefur verið valinn bestur Óskar Örn Hauksson, hinn 35 ára fyrirliði KR, var valinn besti leikmaður Pepsi Max-deildar karla. 1. október 2019 14:00 Elín Metta og Óskar Örn best | Finnur og Hlín efnilegust Lokahóf Pepsi Max-deildanna fór fram í Gamla Bíói í kvöld. 29. september 2019 20:56 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira
Óskar Örn Hauksson, fyrirliði Íslandsmeistara KR og besti leikmaður Pepsi Max-deildar karla 2019, hefur ekki misst af leik í efstu deild í rúm fjögur ár. Óskar hefur leikið 99 leiki í röð í efstu deild, þar af 91 í byrjunarliði. Njarðvíkingurinn hefur leikið alla 22 deildarleiki KR undanfarin fjögur ár. Frá því hann varð þrítugur 22. ágúst 2014 hefur hann aðeins misst af einum deildarleik. Það heyrir til undantekninga ef Óskar er tekinn af velli. Á undanförnum fjórum tímabilum hefur hann leikið 7798 mínútur af þeim 7920 mínútum sem í boði hafa verið.Óskar Örn hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með KR.vísir/daníelÓskar missti síðast af leik í efstu deild þann 12. júlí 2015. Hann sat þá allan tímann á varamannabekknum þegar KR vann 0-3 útisigur á Víkingi R. Síðasti leikur Óskars í efstu deild þar sem hann var ekki í byrjunarliðinu en kom inn á sem varamaður var 13. september 2015 þegar KR og ÍA gerðu markalaust jafntefli á Akranesi. Óskar missti af hálfu sumrinu 2011 vegna meiðsla og síðustu leikjunum árið eftir þegar hann var lánaður til Sandnes Ulf í Noregi. Síðan þá hefur hann varla misst af leik með KR. Undanfarin sjö tímabil hefur Óskar aðeins misst af þremur deildarleikjum og leikið 151 leik af 154 mögulegum í efstu deild.Óskar Örn hefur ekki misst af heimaleik með KR síðan í júlí 2014.vísir/báraÓskar er nú sá leikmaður í efstu deild sem hefur leikið flesta leiki í röð (99). Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson kemur næstur með 81 leik. KA-maðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson hefur leikið 66 leiki í röð, eða alla leiki KA síðan liðið komst aftur upp í efstu deild fyrir þremur árum. Birkir Kristinsson á metið yfir flesta leiki í röð í efstu deild, eða 198. Gunnar Oddsson er sá útileikmaður sem hefur náð flestum leikjum í röð (186). Óskar hefur alls leikið 309 leiki í efstu deild. Aðeins Birkir hefur leikið fleiri (321). Ef Óskar helst heill og heldur áfram að spila alla leiki ætti hann slá leikjametið í efstu deild um mitt næsta sumar.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Óskar Örn sá næstelsti sem hefur verið valinn bestur Óskar Örn Hauksson, hinn 35 ára fyrirliði KR, var valinn besti leikmaður Pepsi Max-deildar karla. 1. október 2019 14:00 Elín Metta og Óskar Örn best | Finnur og Hlín efnilegust Lokahóf Pepsi Max-deildanna fór fram í Gamla Bíói í kvöld. 29. september 2019 20:56 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira
Óskar Örn sá næstelsti sem hefur verið valinn bestur Óskar Örn Hauksson, hinn 35 ára fyrirliði KR, var valinn besti leikmaður Pepsi Max-deildar karla. 1. október 2019 14:00
Elín Metta og Óskar Örn best | Finnur og Hlín efnilegust Lokahóf Pepsi Max-deildanna fór fram í Gamla Bíói í kvöld. 29. september 2019 20:56