Mikil gasmengun fylgir hlaupi í Múlakvísl Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. október 2019 17:12 Mikil gasmengun fylgir hlaupi í Múlakvísl Vísir/Vilhelm Lítið hlaup er nú í gangi í Múlakvísl á Mýrdalssandi. Samkvæmt upplýsingum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra fylgir hlaupinu mikil gasmengun en það hefur ekki náð hámarki og gæti vaxið. Líkt og kom fram á Vísi fyrr í dag lekur jarðhitavatn í Múlakvísl og hefur rafleiðni hækkað jafnt og þétt síðustu tvo daga. „Rafleiðni hefur hækkað jafnt og þétt síðustu tvo daga í Múlakvísl og er nú um 260 míkróS/cm. Mikið vatn er í ánni miðað við árstíma en þó minna en hámarks sumarrennsli,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Hlaup af þessari stærðargráðu eru vel þekkt í Múlakvísl. Mikil gasmengun fylgir hinsvegar þessu hlaupi. Veðurstofan er með gasmæli við Láguhvola sem er um tveimur kílómetrum frá jökuljaðri Kötlujökuls. „Þar mældist í nótt hæsta gildi brennisteinsvetnis (H2S) um 20 ppm, sem er yfir heilsuverndarmörkum. Því er varhugavert að staldra við nálægt ánni eða vera nálægt upptökum hennar.“ Ef fólk finnur fyrir einkennum, svo sem sviða í nefi eða augum, á að yfirgefa svæðið strax. Miðað við fyrri hlaup í Múlakvísl og þau gögn sem liggja fyrir er líklegt að hlaupið standi yfir í einhverja daga til viðbótar. Veðurstofan, Almannavarnir og viðbragðsaðilar á svæðinu munu fylgjast náið með framvindu mála næstu sólarhringa. Nánar er hægt að fylgjast með hlaupinu á vef Veðurstofunnar. Mýrdalshreppur Veður Tengdar fréttir Jarðhitavatn lekur í Múlakvísl Rafleiðni hefur hækkað jafnt og þétt síðustu tvo daga. 1. október 2019 08:48 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Lítið hlaup er nú í gangi í Múlakvísl á Mýrdalssandi. Samkvæmt upplýsingum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra fylgir hlaupinu mikil gasmengun en það hefur ekki náð hámarki og gæti vaxið. Líkt og kom fram á Vísi fyrr í dag lekur jarðhitavatn í Múlakvísl og hefur rafleiðni hækkað jafnt og þétt síðustu tvo daga. „Rafleiðni hefur hækkað jafnt og þétt síðustu tvo daga í Múlakvísl og er nú um 260 míkróS/cm. Mikið vatn er í ánni miðað við árstíma en þó minna en hámarks sumarrennsli,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Hlaup af þessari stærðargráðu eru vel þekkt í Múlakvísl. Mikil gasmengun fylgir hinsvegar þessu hlaupi. Veðurstofan er með gasmæli við Láguhvola sem er um tveimur kílómetrum frá jökuljaðri Kötlujökuls. „Þar mældist í nótt hæsta gildi brennisteinsvetnis (H2S) um 20 ppm, sem er yfir heilsuverndarmörkum. Því er varhugavert að staldra við nálægt ánni eða vera nálægt upptökum hennar.“ Ef fólk finnur fyrir einkennum, svo sem sviða í nefi eða augum, á að yfirgefa svæðið strax. Miðað við fyrri hlaup í Múlakvísl og þau gögn sem liggja fyrir er líklegt að hlaupið standi yfir í einhverja daga til viðbótar. Veðurstofan, Almannavarnir og viðbragðsaðilar á svæðinu munu fylgjast náið með framvindu mála næstu sólarhringa. Nánar er hægt að fylgjast með hlaupinu á vef Veðurstofunnar.
Mýrdalshreppur Veður Tengdar fréttir Jarðhitavatn lekur í Múlakvísl Rafleiðni hefur hækkað jafnt og þétt síðustu tvo daga. 1. október 2019 08:48 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Jarðhitavatn lekur í Múlakvísl Rafleiðni hefur hækkað jafnt og þétt síðustu tvo daga. 1. október 2019 08:48