„Verk að vinna að ná sátt um sáttmálann“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. október 2019 15:10 Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Fréttablaðið/Anton Brink „Það er verk að vinna að ná sátt um sáttmálann svo að hann standi undir nafni,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Þetta kom fram í máli Eyþórs í fyrri umræðu á fundi borgarstjórnar í dag um nýundirritað samkomulag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu til næstu fimmtán ára. Eyþór sagði þó ýmislegt ánægjulegt í samkomulaginu, meðal annars það að nú sé ekki lengur deilt um þann vanda sem sé til staðar og ekki sé lengur deilt um að setja þurfi fé í framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt samkomulaginu mun ríkið leggja til 45 milljarða og sveitarfélögin 15 en 60 milljarðar verða fjármagnaðir með öðrum hætti, svo sem með umferðar- og flýtigjöldum svokölluðum, sem ekki hafa verið útfærð. „Þessar tölur eru dálitið stórar því þær eru til 15 ára,“ sagði Eyþór. Það séu 3 milljarðar á ári frá ríkinu sem sé aðeins aukning um einn milljarð, úr tveimur í þrjá, frá það sem var. „Það var söguleg lægð,“ sagði Eyþór. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók fyrstur til máls um samkomulagið. Ítrekaði hann þar mikilvægi samkomulagsins sem hann sagði bæði vera í þágu umhverfissjónarmiða og bættra lífsgæða á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta samkomulag boðar nýja tíma,“ sagði borgarstjóri.Segir ekki skrýtið að fólk ruglist í rýminu Sá þáttur sem hefur þótt einna umdeildastur í samkomulaginu er fyrirhuguð innheimta veggjalda þótt ekki liggi fyrir í hvaða mynd hún verður. Samgönguráðherra hefur sagt að dregið verði úr öðrum gjöldum á móti, þannig verði ekki um aukna skattheimtu að ræða heldur einhvers konar tilfærslu. „Þegar við brjótum þetta niður þá eru þetta lykiltölurnar. Það er þess vegna það, sem er kannski ekki í samningnum, sem eru stærstu málin,“ sagði Eyþór. Þannig sé mörgum spurningum ósvarað varðandi veggjöldin þótt ýmsu hafi verið fleygt í þeirri umræðu. „Hafa verið rædd tafagjöld, flýtigjöld, umferðargjöld, mengunargjöld, vegagjöld og vegatollar,“ nefndi Eyþór sem dæmi yfir þau hugtök sem notuð hafi verið í þeirri umræðu. „Það er von að fólk verði ruglað í rýminu þegar svona mörg heiti og síðan eru útfærslurnar margar.“ „Við verðum að fá botn í þetta mál,“ bætti Eyþór við, þann botn sé ekki að finna í fyrirliggjandi nýundirrituðu samkomulagi. Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Það er verk að vinna að ná sátt um sáttmálann svo að hann standi undir nafni,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Þetta kom fram í máli Eyþórs í fyrri umræðu á fundi borgarstjórnar í dag um nýundirritað samkomulag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu til næstu fimmtán ára. Eyþór sagði þó ýmislegt ánægjulegt í samkomulaginu, meðal annars það að nú sé ekki lengur deilt um þann vanda sem sé til staðar og ekki sé lengur deilt um að setja þurfi fé í framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt samkomulaginu mun ríkið leggja til 45 milljarða og sveitarfélögin 15 en 60 milljarðar verða fjármagnaðir með öðrum hætti, svo sem með umferðar- og flýtigjöldum svokölluðum, sem ekki hafa verið útfærð. „Þessar tölur eru dálitið stórar því þær eru til 15 ára,“ sagði Eyþór. Það séu 3 milljarðar á ári frá ríkinu sem sé aðeins aukning um einn milljarð, úr tveimur í þrjá, frá það sem var. „Það var söguleg lægð,“ sagði Eyþór. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók fyrstur til máls um samkomulagið. Ítrekaði hann þar mikilvægi samkomulagsins sem hann sagði bæði vera í þágu umhverfissjónarmiða og bættra lífsgæða á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta samkomulag boðar nýja tíma,“ sagði borgarstjóri.Segir ekki skrýtið að fólk ruglist í rýminu Sá þáttur sem hefur þótt einna umdeildastur í samkomulaginu er fyrirhuguð innheimta veggjalda þótt ekki liggi fyrir í hvaða mynd hún verður. Samgönguráðherra hefur sagt að dregið verði úr öðrum gjöldum á móti, þannig verði ekki um aukna skattheimtu að ræða heldur einhvers konar tilfærslu. „Þegar við brjótum þetta niður þá eru þetta lykiltölurnar. Það er þess vegna það, sem er kannski ekki í samningnum, sem eru stærstu málin,“ sagði Eyþór. Þannig sé mörgum spurningum ósvarað varðandi veggjöldin þótt ýmsu hafi verið fleygt í þeirri umræðu. „Hafa verið rædd tafagjöld, flýtigjöld, umferðargjöld, mengunargjöld, vegagjöld og vegatollar,“ nefndi Eyþór sem dæmi yfir þau hugtök sem notuð hafi verið í þeirri umræðu. „Það er von að fólk verði ruglað í rýminu þegar svona mörg heiti og síðan eru útfærslurnar margar.“ „Við verðum að fá botn í þetta mál,“ bætti Eyþór við, þann botn sé ekki að finna í fyrirliggjandi nýundirrituðu samkomulagi.
Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira