Eigendur Domino's hyggjast yfirgefa Ísland Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. október 2019 11:01 Einn veitingastaða Domino's á Íslandi stendur við Skúlagötu. Vísir/vilhelm Domino‘s Pizza Group, breska félagið sem rekur Domino‘s á Íslandi, hyggst selja rekstur sinn í löndum utan Bretlands, þar á meðal á Íslandi. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri félagsins, þar sem segir að sala á Íslandi á þriðja ársfjórðungi hafi dregist saman um eitt prósent milli ára. Í uppgjörinu segir að reksturinn á erlendum mörkuðum hafi valdið vonbrigðum. Síðustu sex vikur hafi verið farið vandlega yfir stöðuna og framtíð rekstursins utan Bretlands. Í framhaldinu hafi verið ákveðið að Domino‘s Pizza Group sé ekki „besti eigandi þessara fyrirtækja“. Því hafi stjórn félagsins ákveðið að selja allan erlendan rekstur, alls á fjórum mörkuðum. Domino‘s Pizza Group rekur veitingastaði undir vörumerkjum Domino‘s í Bretlandi, Írlandi, Sviss, Liechtenstein, Íslandi, Noregi og í Svíþjóð. Sérstaklega er minnst á íslenska rekstur Domino‘s í uppgjörinu. Þar segir að sölutekjur Domino‘s hér á landi hafi dregist saman um eitt prósent milli ára, m.a. vegna fækkunar ferðamanna og almenns samdráttar á íslenskum mörkuðum. Þá sé stefnt að því að loka einum veitingastað Domino‘s Pizza Group á Íslandi á þriðja ársfjórðungi. Domino‘s Pizza Group keypti 51 prósent í Pizza-Pizza, sérleyfishafa Domino‘s á Íslandi, árið 2016. Í árslok 2017 keypti félagið 44,3 prósenta hlut til viðbótar og átti þá 95,3 prósent hlut í fyrirtækinu. Eftirstandandi hlutur, 4,7 prósent, var þá í eigu Birgis Arnar Birgissonar og Steinars Braga Sigurðssona, lykilstjórnenda Domino‘s á Íslandi, en þeir seldu hlut sinn í ágúst síðastliðnum. Samkvæmt upplýsingum frá Domino's mun rekstur veitingastaðanna hér á landi ganga áfram sinn vanagang. Engar breytingar séu fyrirsjáanlegar á rekstrinum vegna sölunnar.Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Markaðir Veitingastaðir Tengdar fréttir Engar áherslubreytingar fylgja nýjum eigendum Domino's Domino’s í Bretlandi (Domino’s Pizza Group, DPG) hefur eignast ráðandi hlut í Domino’s á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð. 27. júlí 2017 07:00 Sala Domino's á Íslandi minnkaði um nærri 5 prósent Sala Domino's á Íslandi minnkaði um 4,6 prósent á samanburðargrundvelli (e. like-for-like) á fyrstu þremur mánuðum ársins. 8. maí 2019 07:45 Domino's á Íslandi að fullu í hendur Bretanna Forsvarsmenn Domino's hér á landi hafa ákveðið að nýta sölurétt sinn á 4,7 prósent hluti í Pizza-Pizza, sem á og rekur Domino's hér á landi, til breska móðurfélagsins Domino's Pizza Group, 6. ágúst 2019 13:04 Kaupa nærri tíu prósent af öllum osti Birgir Örn Birgisson, forstjóri Domino's, starfaði erlendis frá 1997 til 2010 hjá hratt vaxandi fyrirtæki og var þar vanur "harkinu“. "Marga skorti reynsluna til að takast á við eftirmál hrunsins en segja má að ég hafði verið í sl 1. maí 2019 08:00 Mest lesið Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sjá meira
Domino‘s Pizza Group, breska félagið sem rekur Domino‘s á Íslandi, hyggst selja rekstur sinn í löndum utan Bretlands, þar á meðal á Íslandi. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri félagsins, þar sem segir að sala á Íslandi á þriðja ársfjórðungi hafi dregist saman um eitt prósent milli ára. Í uppgjörinu segir að reksturinn á erlendum mörkuðum hafi valdið vonbrigðum. Síðustu sex vikur hafi verið farið vandlega yfir stöðuna og framtíð rekstursins utan Bretlands. Í framhaldinu hafi verið ákveðið að Domino‘s Pizza Group sé ekki „besti eigandi þessara fyrirtækja“. Því hafi stjórn félagsins ákveðið að selja allan erlendan rekstur, alls á fjórum mörkuðum. Domino‘s Pizza Group rekur veitingastaði undir vörumerkjum Domino‘s í Bretlandi, Írlandi, Sviss, Liechtenstein, Íslandi, Noregi og í Svíþjóð. Sérstaklega er minnst á íslenska rekstur Domino‘s í uppgjörinu. Þar segir að sölutekjur Domino‘s hér á landi hafi dregist saman um eitt prósent milli ára, m.a. vegna fækkunar ferðamanna og almenns samdráttar á íslenskum mörkuðum. Þá sé stefnt að því að loka einum veitingastað Domino‘s Pizza Group á Íslandi á þriðja ársfjórðungi. Domino‘s Pizza Group keypti 51 prósent í Pizza-Pizza, sérleyfishafa Domino‘s á Íslandi, árið 2016. Í árslok 2017 keypti félagið 44,3 prósenta hlut til viðbótar og átti þá 95,3 prósent hlut í fyrirtækinu. Eftirstandandi hlutur, 4,7 prósent, var þá í eigu Birgis Arnar Birgissonar og Steinars Braga Sigurðssona, lykilstjórnenda Domino‘s á Íslandi, en þeir seldu hlut sinn í ágúst síðastliðnum. Samkvæmt upplýsingum frá Domino's mun rekstur veitingastaðanna hér á landi ganga áfram sinn vanagang. Engar breytingar séu fyrirsjáanlegar á rekstrinum vegna sölunnar.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Markaðir Veitingastaðir Tengdar fréttir Engar áherslubreytingar fylgja nýjum eigendum Domino's Domino’s í Bretlandi (Domino’s Pizza Group, DPG) hefur eignast ráðandi hlut í Domino’s á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð. 27. júlí 2017 07:00 Sala Domino's á Íslandi minnkaði um nærri 5 prósent Sala Domino's á Íslandi minnkaði um 4,6 prósent á samanburðargrundvelli (e. like-for-like) á fyrstu þremur mánuðum ársins. 8. maí 2019 07:45 Domino's á Íslandi að fullu í hendur Bretanna Forsvarsmenn Domino's hér á landi hafa ákveðið að nýta sölurétt sinn á 4,7 prósent hluti í Pizza-Pizza, sem á og rekur Domino's hér á landi, til breska móðurfélagsins Domino's Pizza Group, 6. ágúst 2019 13:04 Kaupa nærri tíu prósent af öllum osti Birgir Örn Birgisson, forstjóri Domino's, starfaði erlendis frá 1997 til 2010 hjá hratt vaxandi fyrirtæki og var þar vanur "harkinu“. "Marga skorti reynsluna til að takast á við eftirmál hrunsins en segja má að ég hafði verið í sl 1. maí 2019 08:00 Mest lesið Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sjá meira
Engar áherslubreytingar fylgja nýjum eigendum Domino's Domino’s í Bretlandi (Domino’s Pizza Group, DPG) hefur eignast ráðandi hlut í Domino’s á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð. 27. júlí 2017 07:00
Sala Domino's á Íslandi minnkaði um nærri 5 prósent Sala Domino's á Íslandi minnkaði um 4,6 prósent á samanburðargrundvelli (e. like-for-like) á fyrstu þremur mánuðum ársins. 8. maí 2019 07:45
Domino's á Íslandi að fullu í hendur Bretanna Forsvarsmenn Domino's hér á landi hafa ákveðið að nýta sölurétt sinn á 4,7 prósent hluti í Pizza-Pizza, sem á og rekur Domino's hér á landi, til breska móðurfélagsins Domino's Pizza Group, 6. ágúst 2019 13:04
Kaupa nærri tíu prósent af öllum osti Birgir Örn Birgisson, forstjóri Domino's, starfaði erlendis frá 1997 til 2010 hjá hratt vaxandi fyrirtæki og var þar vanur "harkinu“. "Marga skorti reynsluna til að takast á við eftirmál hrunsins en segja má að ég hafði verið í sl 1. maí 2019 08:00