Hafa rannsakað þrjátíu og eitt lyfjatengt dauðsfall á árinu: „Alltof algengt hjá fólki milli tvítugs og þrítugs“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. október 2019 19:00 Grunur leikur á að níu einstaklingar undir þrjátíu ára aldri hafi látist á þessu ári af völdum lyfjaeitrunar. Sá yngsti var tvítugur. Embætti landlæknis hefur rannsakað þrjátíu og eitt lyfjatengt dauðsfall á árinu. Þrjátíu og níu manns dóu vegna lyfjaeitrunar í fyrra, fleiri en nokkru sinni fyrr á einu ári. Embætti landlæknis hefur því fylgst grannt með þróuninni í ár. „Við erum að fylgjast náið með þessu núna og fram í ágúst höfum við haft þrjátíu og eitt andlát til skoðunar,“ segir Ólafur B. Einarsson, yfirmaður lyfjateymis embættis landlæknis. Dánarmeinaskrá eigi þó eftir að staðfesta að lyfin hafi valdið andlátunum. „Það eru níu af þessum þrjátíu og einum sem eru undir þrítugu,“ segir Ólafur. Sá yngsti hafi verið tvítugur. „Því miður er þessi aldur frá tvítugu og upp í þrítugt alltof algengt.“ Flestir létu lífið vegna morfínskyldra lyfja eða ópíóíða en það eru sterk verkjalyf, til dæmis Oxycontin. „Það er algengast að þetta sé einhvers konar kokteill hjá fólkinu. Það voru sautján af þessum þrjátíu og eina sem greindus með þrjú eða fleiri lyf og oft í bland við önnur efni. Við sjáum þessa yngri, að þeir hafa verið að taka ópíóíða, eins róandi lyf í bland við ólögleg efni. En þeir sem eru eldri, þá er meira ráðandi áfengi í bland við þunglyndislyf og róandi lyf,“ segir Ólafur og bætir við það geti verið stórhættulegt að blanda lyfjum. Þá segir Ólafur að í fæstum málunum hafi fólkið fengið ópíóíðunum ávísað. „Það fær þetta með einhverjum örðum leiðum.“ Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Aldrei fleiri lyfjatengd andlát Þrjátíu og níu manns dóu vegna lyfjaeitrunar í fyrra, fleiri en nokkru sinni fyrr á einu ári. Flestir létu lífið vegna morfínskyldra lyfja og eru vísbendingar um að meira sé flutt ólöglega til landsins nú en áður. Þróunin er stórhættuleg að mati lyfjateymis embættis landlæknis. 10. maí 2019 20:12 Dauðsföllum vegna lyfseðilsskyldra lyfja fækkað frá því í fyrra Dauðsföllum vegna ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja hefur fækkað um helming það sem af er ári miðað við sama tímabil í fyrra. 9. júní 2019 21:15 Hættuleg blanda slævandi lyfja og áfengis: "Fólk kastar upp í svefni og kafnar“ Embætti landlæknis hefur haft ellefu andlát til skoðunar á árinu þar sem fólk hefur látist eftir að hafa blandað saman áfengi og slævandi lyfjum. Yfirlæknir segir algengast að fólk kasti upp í svefni og kafni. 25. ágúst 2019 20:15 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
Grunur leikur á að níu einstaklingar undir þrjátíu ára aldri hafi látist á þessu ári af völdum lyfjaeitrunar. Sá yngsti var tvítugur. Embætti landlæknis hefur rannsakað þrjátíu og eitt lyfjatengt dauðsfall á árinu. Þrjátíu og níu manns dóu vegna lyfjaeitrunar í fyrra, fleiri en nokkru sinni fyrr á einu ári. Embætti landlæknis hefur því fylgst grannt með þróuninni í ár. „Við erum að fylgjast náið með þessu núna og fram í ágúst höfum við haft þrjátíu og eitt andlát til skoðunar,“ segir Ólafur B. Einarsson, yfirmaður lyfjateymis embættis landlæknis. Dánarmeinaskrá eigi þó eftir að staðfesta að lyfin hafi valdið andlátunum. „Það eru níu af þessum þrjátíu og einum sem eru undir þrítugu,“ segir Ólafur. Sá yngsti hafi verið tvítugur. „Því miður er þessi aldur frá tvítugu og upp í þrítugt alltof algengt.“ Flestir létu lífið vegna morfínskyldra lyfja eða ópíóíða en það eru sterk verkjalyf, til dæmis Oxycontin. „Það er algengast að þetta sé einhvers konar kokteill hjá fólkinu. Það voru sautján af þessum þrjátíu og eina sem greindus með þrjú eða fleiri lyf og oft í bland við önnur efni. Við sjáum þessa yngri, að þeir hafa verið að taka ópíóíða, eins róandi lyf í bland við ólögleg efni. En þeir sem eru eldri, þá er meira ráðandi áfengi í bland við þunglyndislyf og róandi lyf,“ segir Ólafur og bætir við það geti verið stórhættulegt að blanda lyfjum. Þá segir Ólafur að í fæstum málunum hafi fólkið fengið ópíóíðunum ávísað. „Það fær þetta með einhverjum örðum leiðum.“
Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Aldrei fleiri lyfjatengd andlát Þrjátíu og níu manns dóu vegna lyfjaeitrunar í fyrra, fleiri en nokkru sinni fyrr á einu ári. Flestir létu lífið vegna morfínskyldra lyfja og eru vísbendingar um að meira sé flutt ólöglega til landsins nú en áður. Þróunin er stórhættuleg að mati lyfjateymis embættis landlæknis. 10. maí 2019 20:12 Dauðsföllum vegna lyfseðilsskyldra lyfja fækkað frá því í fyrra Dauðsföllum vegna ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja hefur fækkað um helming það sem af er ári miðað við sama tímabil í fyrra. 9. júní 2019 21:15 Hættuleg blanda slævandi lyfja og áfengis: "Fólk kastar upp í svefni og kafnar“ Embætti landlæknis hefur haft ellefu andlát til skoðunar á árinu þar sem fólk hefur látist eftir að hafa blandað saman áfengi og slævandi lyfjum. Yfirlæknir segir algengast að fólk kasti upp í svefni og kafni. 25. ágúst 2019 20:15 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
Aldrei fleiri lyfjatengd andlát Þrjátíu og níu manns dóu vegna lyfjaeitrunar í fyrra, fleiri en nokkru sinni fyrr á einu ári. Flestir létu lífið vegna morfínskyldra lyfja og eru vísbendingar um að meira sé flutt ólöglega til landsins nú en áður. Þróunin er stórhættuleg að mati lyfjateymis embættis landlæknis. 10. maí 2019 20:12
Dauðsföllum vegna lyfseðilsskyldra lyfja fækkað frá því í fyrra Dauðsföllum vegna ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja hefur fækkað um helming það sem af er ári miðað við sama tímabil í fyrra. 9. júní 2019 21:15
Hættuleg blanda slævandi lyfja og áfengis: "Fólk kastar upp í svefni og kafnar“ Embætti landlæknis hefur haft ellefu andlát til skoðunar á árinu þar sem fólk hefur látist eftir að hafa blandað saman áfengi og slævandi lyfjum. Yfirlæknir segir algengast að fólk kasti upp í svefni og kafni. 25. ágúst 2019 20:15