Þjálfari Búlgara biður enska landsliðið afsökunar Arnar Geir Halldórsson skrifar 16. október 2019 10:00 Balakov ræðir við Sterling vísir/getty Krasimir Balakov, landsliðsþjálfari Búlgaríu, sendi frá sér yfirlýsingu í morgun í kjölfar leiksins gegn Englandi í undankeppni EM 2020 á dögunum. Þar biður hann meðal annars ensku landsliðsmennina afsökunar á hegðun stuðningsmanna Búlgara. „Ég fordæmi hvers kyns rasisma skilyrðislaust og lít á það sem óásættanlega hegðun í mannlegum samskiptum. Fordómar ættu að vera grafðir djúpt í okkar fortíð og enginn ætti nokkurn tímann að þurfa að upplifa kynþáttafordóma. Ég hef þjálfað mörg búlgörsk lið sem hafa haft leikmenn af ólíkum kynþáttum og hef aldrei dæmt menn eftir því.“ „Ummæli mín í aðdraganda leiksins, að Búlgarir ættu ekki í vandræðum með rasisma, voru byggð á því að þetta hefur ekki verið vandamál í búlgörsku úrvalsdeildinni. Stærstur hluti stuðningsmanna tekur ekki þátt í þessu og ég trúi því að svo hafi líka verið gegn Englandi,“ segir Balakov. Balakov hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir viðbrögð sín í viðtölum eftir leikinn en hann segir ummæli sín hafa verið tekin algjörlega úr samhengi. Hefur hann í kjölfarið mátt þola persónuárásir, meðal annars á samfélagsmiðlum. „Eitt þarf að vera algjörlega á hreinu að ég bið leikmenn enska landsliðsins innilegrar afsökunar. Á sama tíma vil ég koma því á framfæri að hatursfull ummæli í minn garð á samfélagsmiðlum verða ekki liðin. Orð mín eftir leikinn hafa verið tekin algjörlega úr samhengi og ég neyðist til að grípa til lagalegra úrræða ef þessum árásum linnir ekki,“ segir einnig í yfirlýsingu Balakov sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan. Búlgaría EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Segir að rasismi sé meira vandamál á Englandi en í Búlgaríu Krasimir Balakov, þjálfari búlgarska landsliðsins, er ekki ánægður með ummæli Gareth Southgate og segir að rasismi sé ekki vandamál í Búlgaríu. 14. október 2019 11:00 Þjálfari Búlgaríu skaut föstum skotum á stuðningsmenn Englands Krasimir Balakov, þjálfari Búlgaríu, lét gamminn geisa er hann ræddi við fjölmiðla eftir 6-0 tapið gegn Englandi í gærkvöldi. 15. október 2019 12:00 Þjálfari Búlgaríu kannast ekkert við rasíska söngva: „Ég heyrði ekkert“ Krasimir Balakov, þjálfari búlgarska landsliðsins, segist ekki hafa heyrt rasíska söngva á pöllunum er Búlgaría tapaði 6-0 fyrir Englandi í undankeppni EM. 15. október 2019 08:30 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Krasimir Balakov, landsliðsþjálfari Búlgaríu, sendi frá sér yfirlýsingu í morgun í kjölfar leiksins gegn Englandi í undankeppni EM 2020 á dögunum. Þar biður hann meðal annars ensku landsliðsmennina afsökunar á hegðun stuðningsmanna Búlgara. „Ég fordæmi hvers kyns rasisma skilyrðislaust og lít á það sem óásættanlega hegðun í mannlegum samskiptum. Fordómar ættu að vera grafðir djúpt í okkar fortíð og enginn ætti nokkurn tímann að þurfa að upplifa kynþáttafordóma. Ég hef þjálfað mörg búlgörsk lið sem hafa haft leikmenn af ólíkum kynþáttum og hef aldrei dæmt menn eftir því.“ „Ummæli mín í aðdraganda leiksins, að Búlgarir ættu ekki í vandræðum með rasisma, voru byggð á því að þetta hefur ekki verið vandamál í búlgörsku úrvalsdeildinni. Stærstur hluti stuðningsmanna tekur ekki þátt í þessu og ég trúi því að svo hafi líka verið gegn Englandi,“ segir Balakov. Balakov hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir viðbrögð sín í viðtölum eftir leikinn en hann segir ummæli sín hafa verið tekin algjörlega úr samhengi. Hefur hann í kjölfarið mátt þola persónuárásir, meðal annars á samfélagsmiðlum. „Eitt þarf að vera algjörlega á hreinu að ég bið leikmenn enska landsliðsins innilegrar afsökunar. Á sama tíma vil ég koma því á framfæri að hatursfull ummæli í minn garð á samfélagsmiðlum verða ekki liðin. Orð mín eftir leikinn hafa verið tekin algjörlega úr samhengi og ég neyðist til að grípa til lagalegra úrræða ef þessum árásum linnir ekki,“ segir einnig í yfirlýsingu Balakov sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan.
Búlgaría EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Segir að rasismi sé meira vandamál á Englandi en í Búlgaríu Krasimir Balakov, þjálfari búlgarska landsliðsins, er ekki ánægður með ummæli Gareth Southgate og segir að rasismi sé ekki vandamál í Búlgaríu. 14. október 2019 11:00 Þjálfari Búlgaríu skaut föstum skotum á stuðningsmenn Englands Krasimir Balakov, þjálfari Búlgaríu, lét gamminn geisa er hann ræddi við fjölmiðla eftir 6-0 tapið gegn Englandi í gærkvöldi. 15. október 2019 12:00 Þjálfari Búlgaríu kannast ekkert við rasíska söngva: „Ég heyrði ekkert“ Krasimir Balakov, þjálfari búlgarska landsliðsins, segist ekki hafa heyrt rasíska söngva á pöllunum er Búlgaría tapaði 6-0 fyrir Englandi í undankeppni EM. 15. október 2019 08:30 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Segir að rasismi sé meira vandamál á Englandi en í Búlgaríu Krasimir Balakov, þjálfari búlgarska landsliðsins, er ekki ánægður með ummæli Gareth Southgate og segir að rasismi sé ekki vandamál í Búlgaríu. 14. október 2019 11:00
Þjálfari Búlgaríu skaut föstum skotum á stuðningsmenn Englands Krasimir Balakov, þjálfari Búlgaríu, lét gamminn geisa er hann ræddi við fjölmiðla eftir 6-0 tapið gegn Englandi í gærkvöldi. 15. október 2019 12:00
Þjálfari Búlgaríu kannast ekkert við rasíska söngva: „Ég heyrði ekkert“ Krasimir Balakov, þjálfari búlgarska landsliðsins, segist ekki hafa heyrt rasíska söngva á pöllunum er Búlgaría tapaði 6-0 fyrir Englandi í undankeppni EM. 15. október 2019 08:30