Utanríkisráðherra mun aldrei samþykkja ríkisábyrgð á bankainnistæður Heimir Már Pétursson skrifar 15. október 2019 21:15 Utanríkisráðherra leggst gegn því að gerð Evrópusambandsins um ríkisábyrgð á innistæður í bönkum verði tekin upp hér á landi og hann muni aldrei standa að því á meðan hann gegni embætti utanríkisráðherra. Bankar muni fara á hausinn í framtíðinni og með því að samþykkja ríkisábyrgð sé Icesave vörnin farin. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mælti fyrir tveimur skýrslum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) á Alþingi í dag, annars vegar skýrslu starfshóps sem þrettán þingmenn óskuðu eftir og síðan skýrslu um framkvæmd samningsins undanfarið ár. Hann sagði þátttöku einstakra ráðuneyta og stofnana við tillögumótun innan EES samstarfsins hafa verið eflda þannig að Íslendingar kæmu að málum á frumstigi þeirra. En hann nefndi einnig mál sem verið hafi í mótun hjá Evrópusambandinu allt frá 2014 sem hann myndi aldrei samþiggja sem væri upptaka ríkisábygðar á innistæður í bönkum. Hann hafi fyrst andmælt þessu árið 2014. „Nægir að nefna að Icesavemál framtíðarinnar munu tapast verði slíkt ákvæði tekið upp í íslensk lög. Og það er alveg sama hversu góð kerfi Evrópusambandið eða aðrir finna upp; bankar munu fara á hausinn,“ sagði utanríkisráðherra. Kerfið sem var í gildi fyrir bankahrunið hafi átt að koma í veg fyrir slík áföll. „Ég ætla að lýsa því hér yfir að ég mun sem utanríkisráðherra Íslands aldrei standa að því að Ísland samþykki í sameiginlegu EES nefndinni eða á vettvangi EES samstarfsins upptöku og innleiðingu þessarar löggjafar með þeim hætti að hún feli í sér ríkisábyrgð á bankainnistæður. Aldrei,“ sagði Guðlaugur Þór. Þingmenn flestra flokka lýstu ánægju með skýrslurnar sem utanríkisráðherra mælti fyrir en ítrekuðu að íslensk stjórnvöld stæðu betur vaktina við mótun mála innan EES samstarfsins. Þó mátti skynja efasemdir hjá Ólafi Íslifssyni sem var fyrstu flutningsmaður á beiðni um gerð skýrslu um kosti og galla EES samstarfsins, meðal annars út af orkupakkamálinu þar sem skýrsla um stöðu mála hefði mátt koma fram fyrr. „Þess vegna fagna ég þeirri umræðu sem er hér um það að við beitum okkur í þessu ferli öllu saman á fyrri stigum en okkur auðnaðist að gera í orkupakkamálinu,“ sagði Ólafur. Alþingi Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Utanríkisráðherra leggst gegn því að gerð Evrópusambandsins um ríkisábyrgð á innistæður í bönkum verði tekin upp hér á landi og hann muni aldrei standa að því á meðan hann gegni embætti utanríkisráðherra. Bankar muni fara á hausinn í framtíðinni og með því að samþykkja ríkisábyrgð sé Icesave vörnin farin. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mælti fyrir tveimur skýrslum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) á Alþingi í dag, annars vegar skýrslu starfshóps sem þrettán þingmenn óskuðu eftir og síðan skýrslu um framkvæmd samningsins undanfarið ár. Hann sagði þátttöku einstakra ráðuneyta og stofnana við tillögumótun innan EES samstarfsins hafa verið eflda þannig að Íslendingar kæmu að málum á frumstigi þeirra. En hann nefndi einnig mál sem verið hafi í mótun hjá Evrópusambandinu allt frá 2014 sem hann myndi aldrei samþiggja sem væri upptaka ríkisábygðar á innistæður í bönkum. Hann hafi fyrst andmælt þessu árið 2014. „Nægir að nefna að Icesavemál framtíðarinnar munu tapast verði slíkt ákvæði tekið upp í íslensk lög. Og það er alveg sama hversu góð kerfi Evrópusambandið eða aðrir finna upp; bankar munu fara á hausinn,“ sagði utanríkisráðherra. Kerfið sem var í gildi fyrir bankahrunið hafi átt að koma í veg fyrir slík áföll. „Ég ætla að lýsa því hér yfir að ég mun sem utanríkisráðherra Íslands aldrei standa að því að Ísland samþykki í sameiginlegu EES nefndinni eða á vettvangi EES samstarfsins upptöku og innleiðingu þessarar löggjafar með þeim hætti að hún feli í sér ríkisábyrgð á bankainnistæður. Aldrei,“ sagði Guðlaugur Þór. Þingmenn flestra flokka lýstu ánægju með skýrslurnar sem utanríkisráðherra mælti fyrir en ítrekuðu að íslensk stjórnvöld stæðu betur vaktina við mótun mála innan EES samstarfsins. Þó mátti skynja efasemdir hjá Ólafi Íslifssyni sem var fyrstu flutningsmaður á beiðni um gerð skýrslu um kosti og galla EES samstarfsins, meðal annars út af orkupakkamálinu þar sem skýrsla um stöðu mála hefði mátt koma fram fyrr. „Þess vegna fagna ég þeirri umræðu sem er hér um það að við beitum okkur í þessu ferli öllu saman á fyrri stigum en okkur auðnaðist að gera í orkupakkamálinu,“ sagði Ólafur.
Alþingi Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira