Spánverjar jöfnuðu gegn Svíum í uppbótartíma | Lærisveinar Helga Kolviðs töpuðu stórt | Öll úrslit kvöldsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. október 2019 21:15 Helgi Kolviðsson á hliðarlínunni gegn Ítalíu í kvöld. Vísir/Getty Alls fóru níu leikir fram í undankeppni EM 2020 í kvöld. Spánn jafnaði metin gegn Svíþjóð í uppbótartíma, Noregur gerði jafntefli Rúmeníu, Ísrael heldur í vonina um sæti á EM eftir sigur á Lettlandi og Ítalía, sem er komið á EM, vann öruggan 5-0 sigur á Liechtenstein. Helgi Kolviðsson, fyrrum aðstoðarþjálfari íslenska A-landsliðsins, þjálfar nú Liechtenstein. D-riðillSviss er í ágætis málum eftir 2-0 sigur á Írum þökk sé mörkum Haris Seferovic og sjálfsmarki Shane Duffy. Írar eru enn á toppi riðilsins með 12 stig, líkt og Danmörk sem á leik til góða. Þar á eftir kemur Sviss með 11 stig en þeir eiga eftir Georgíu og Gíbraltar, sem sitja í tveimur neðstu sætunum, á meðan Írland og Danmörk eiga eftir að leika gegn hvort öðru. Í hinum leik D-riðils vann Georgía 3-2 sigur á Gíbraltar. F-riðill Í F-riðli voru þrjár Noðrðurlandaþjóðir í eldlínunni og Spánverjar tryggðu sér sæti á EM með marki í uppbótartíma. Færeyjar unnu 1-0 sigur á Möltu þökk sé marki Rogva Baldvinssonar. Alexander Sørloth Norðmönnum stig gegn Rúmenum á útivelli er hann jafnaði metin í uppbótartíma eftir að Alexandru Mitrita hafði komið Rúmenum yfir á 62. mínútu leiksins. Tíu mínútum áður hafði George Puscas misnotað vítaspyrnu. Lokatölur 1-1. Á Friends vellinum í Svíþjóð var líka dramatík en Marcus Berg kom Svíum yfir á 50. mínútu. Skömmu síðar þurfti David De Gea markvörður Spánverja að fara meiddur af velli. Það var svo varamaðurinn Rodrigo sem jafnaði metin í uppbótartíma. Staðan orðin 1-1 og þar við sat. Markið þýðir að Spánverjar eru öruggir með sæti sitt á EM 2020 þar sem Rúmenía og Svíþjóð eiga eftir að mætast innbyrðis og geta því ekki náð þeim að stigum. Spánn er með 20 stig eftir átta leiki, þar á eftir koma Svíar með 15 stig, Rúmenía með 14 og Norðmenn með 11. G-riðill Ísrael vann öruggan 3-1 sigur á Lettum og heldur í veika von um sæti á EM en liðið er með 11 stig í 5. sæti riðilsins, líkt og Norður-Makedónía og Slóvenía. J-riðill Finnland vann öruggan 3-0 sigur á Armenum fyrr í dag. Þá unnu Ítalir öruggan 5-0 sigur á Helga Kolviðssyni og lærisveinum hans í Liechtenstein. Andrea Belotti, framherji Torino, skoraði tvívegis og þá skoruðu þeir Federico Bernardeschi, Alessio Romagnoli og Stephan El Shaarawy eitt mark hver. Að lokum unnu Grikkir 2-1 sigur á Bosníu og Hersegóvínu. Ítalir eru öruggir með sæti á EM og þá eru Finnar í mjög góðum málum en þeir eru með 15 stig á meðan Armenía og Bosnía-Hersegóvína eru með 10 stig hvort. Rodrigo fagnar markinu sem kom Spáni á EM 2020.Vísir/Getty EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Finnar í góðum málum eftir öruggan sigur á Armenum Finnland vann Armeníu örugglega í undankeppni EM 2020. Lokatölur 3-0 og Finnar á komnir í 2. sæti J-riðils. 15. október 2019 18:28 Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti Fleiri fréttir „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Sjá meira
Alls fóru níu leikir fram í undankeppni EM 2020 í kvöld. Spánn jafnaði metin gegn Svíþjóð í uppbótartíma, Noregur gerði jafntefli Rúmeníu, Ísrael heldur í vonina um sæti á EM eftir sigur á Lettlandi og Ítalía, sem er komið á EM, vann öruggan 5-0 sigur á Liechtenstein. Helgi Kolviðsson, fyrrum aðstoðarþjálfari íslenska A-landsliðsins, þjálfar nú Liechtenstein. D-riðillSviss er í ágætis málum eftir 2-0 sigur á Írum þökk sé mörkum Haris Seferovic og sjálfsmarki Shane Duffy. Írar eru enn á toppi riðilsins með 12 stig, líkt og Danmörk sem á leik til góða. Þar á eftir kemur Sviss með 11 stig en þeir eiga eftir Georgíu og Gíbraltar, sem sitja í tveimur neðstu sætunum, á meðan Írland og Danmörk eiga eftir að leika gegn hvort öðru. Í hinum leik D-riðils vann Georgía 3-2 sigur á Gíbraltar. F-riðill Í F-riðli voru þrjár Noðrðurlandaþjóðir í eldlínunni og Spánverjar tryggðu sér sæti á EM með marki í uppbótartíma. Færeyjar unnu 1-0 sigur á Möltu þökk sé marki Rogva Baldvinssonar. Alexander Sørloth Norðmönnum stig gegn Rúmenum á útivelli er hann jafnaði metin í uppbótartíma eftir að Alexandru Mitrita hafði komið Rúmenum yfir á 62. mínútu leiksins. Tíu mínútum áður hafði George Puscas misnotað vítaspyrnu. Lokatölur 1-1. Á Friends vellinum í Svíþjóð var líka dramatík en Marcus Berg kom Svíum yfir á 50. mínútu. Skömmu síðar þurfti David De Gea markvörður Spánverja að fara meiddur af velli. Það var svo varamaðurinn Rodrigo sem jafnaði metin í uppbótartíma. Staðan orðin 1-1 og þar við sat. Markið þýðir að Spánverjar eru öruggir með sæti sitt á EM 2020 þar sem Rúmenía og Svíþjóð eiga eftir að mætast innbyrðis og geta því ekki náð þeim að stigum. Spánn er með 20 stig eftir átta leiki, þar á eftir koma Svíar með 15 stig, Rúmenía með 14 og Norðmenn með 11. G-riðill Ísrael vann öruggan 3-1 sigur á Lettum og heldur í veika von um sæti á EM en liðið er með 11 stig í 5. sæti riðilsins, líkt og Norður-Makedónía og Slóvenía. J-riðill Finnland vann öruggan 3-0 sigur á Armenum fyrr í dag. Þá unnu Ítalir öruggan 5-0 sigur á Helga Kolviðssyni og lærisveinum hans í Liechtenstein. Andrea Belotti, framherji Torino, skoraði tvívegis og þá skoruðu þeir Federico Bernardeschi, Alessio Romagnoli og Stephan El Shaarawy eitt mark hver. Að lokum unnu Grikkir 2-1 sigur á Bosníu og Hersegóvínu. Ítalir eru öruggir með sæti á EM og þá eru Finnar í mjög góðum málum en þeir eru með 15 stig á meðan Armenía og Bosnía-Hersegóvína eru með 10 stig hvort. Rodrigo fagnar markinu sem kom Spáni á EM 2020.Vísir/Getty
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Finnar í góðum málum eftir öruggan sigur á Armenum Finnland vann Armeníu örugglega í undankeppni EM 2020. Lokatölur 3-0 og Finnar á komnir í 2. sæti J-riðils. 15. október 2019 18:28 Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti Fleiri fréttir „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Sjá meira
Finnar í góðum málum eftir öruggan sigur á Armenum Finnland vann Armeníu örugglega í undankeppni EM 2020. Lokatölur 3-0 og Finnar á komnir í 2. sæti J-riðils. 15. október 2019 18:28