Ekki spurning hvort heldur hvenær gjaldtaka myndi hefjast Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. október 2019 14:48 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir um tímamótasamkomulag að ræða. Vísir/Vilhelm Það var ekki spurning hvort heldur hvenær gjaldtaka myndi hefjast á höfuðborgarsvæðinu fyrir notkun á samgöngumannvirkjum. Þetta kom fram í máli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í annarri umræðu í borgarstjórn um samkomulag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum á höfuðborgarsvæðinu til næstu fimmtán ára. Dagur ítrekaði þá skoðun sína að um tímamótasamkomulag væri að ræða sem marki þáttaskil í samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Einna helst hefur verið deilt um fyrirhugaða gjaldtöku til að fjármagna hluta þeirrar uppbyggingar sem fyrirhuguð er en enn hefur ekki verið útfært með hvaða hætti þeirri gjaldtöku verður háttað. Það mun falla í hlut Alþingis og framkvæmdavaldsins að komast að niðurstöðu umframtíðarfyrirkomulag gjaldtöku í vegakerfinu, ekki aðeins á höfuðborgarsvæðinu heldur á landsvísu. Dagur segir að með samkomulaginu verði hægt að flýta framkvæmdum umtalsvert, gert sé ráð fyrir framkvæmdum á næstu fimmtán árum sem annars hefðu tekið 40 til 50 ár. „Ég er stoltur af því að þessum risastóra áfanga hafi verið náð,“ segir Dagur.Segir rándýra óvissuferð framundan Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur lýst harðri andstöðu sinni við samkomulagið. Á fundi borgarstjórnar í dag sakaði hún meirihluta borgarstjórnar um að hafa þegar brotið samkomulagið þar sem að í gær hafi verið auglýstur rammasamningur um stýringu umferðarljósa, nokkuð sem kveðið er á um í 5. grein samkomulagsins. „Hvers vegna er Reykjavíkurborg ein að fara af stað með rammasamning, ekki útboð, heldur rammasamning, daginn áður en stendur til að samþykkja samkomulagið í borgarstjórn?“ sagði Vigdís. Samkomulagið feli í sér rándýra óvissuferð á kostnað skattgreiðenda að hennar sögn. Borgarstjóri svaraði því til að sjálfur þekkti hann ekki innihald þess tiltekna rammasamkomulags sem Vigdís vísaði til. Hann hygðist afla upplýsinga um það. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, ætlar ekki að styðja samkomulagið milli ríkis og sveitarfélaga um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Vegtollar Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur Sjá meira
Það var ekki spurning hvort heldur hvenær gjaldtaka myndi hefjast á höfuðborgarsvæðinu fyrir notkun á samgöngumannvirkjum. Þetta kom fram í máli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í annarri umræðu í borgarstjórn um samkomulag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum á höfuðborgarsvæðinu til næstu fimmtán ára. Dagur ítrekaði þá skoðun sína að um tímamótasamkomulag væri að ræða sem marki þáttaskil í samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Einna helst hefur verið deilt um fyrirhugaða gjaldtöku til að fjármagna hluta þeirrar uppbyggingar sem fyrirhuguð er en enn hefur ekki verið útfært með hvaða hætti þeirri gjaldtöku verður háttað. Það mun falla í hlut Alþingis og framkvæmdavaldsins að komast að niðurstöðu umframtíðarfyrirkomulag gjaldtöku í vegakerfinu, ekki aðeins á höfuðborgarsvæðinu heldur á landsvísu. Dagur segir að með samkomulaginu verði hægt að flýta framkvæmdum umtalsvert, gert sé ráð fyrir framkvæmdum á næstu fimmtán árum sem annars hefðu tekið 40 til 50 ár. „Ég er stoltur af því að þessum risastóra áfanga hafi verið náð,“ segir Dagur.Segir rándýra óvissuferð framundan Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur lýst harðri andstöðu sinni við samkomulagið. Á fundi borgarstjórnar í dag sakaði hún meirihluta borgarstjórnar um að hafa þegar brotið samkomulagið þar sem að í gær hafi verið auglýstur rammasamningur um stýringu umferðarljósa, nokkuð sem kveðið er á um í 5. grein samkomulagsins. „Hvers vegna er Reykjavíkurborg ein að fara af stað með rammasamning, ekki útboð, heldur rammasamning, daginn áður en stendur til að samþykkja samkomulagið í borgarstjórn?“ sagði Vigdís. Samkomulagið feli í sér rándýra óvissuferð á kostnað skattgreiðenda að hennar sögn. Borgarstjóri svaraði því til að sjálfur þekkti hann ekki innihald þess tiltekna rammasamkomulags sem Vigdís vísaði til. Hann hygðist afla upplýsinga um það. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, ætlar ekki að styðja samkomulagið milli ríkis og sveitarfélaga um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm
Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Vegtollar Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur Sjá meira