Húsasmiðjan sektuð um 400 þúsund krónur fyrir „Tax Free“-auglýsingu Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. október 2019 11:29 Auglýsing Húsasmiðjunnar birtist í Fréttablaðinu í júní síðastliðnum. Visir/Anton Brink Neytendastofa hefur gert Húsasmiðjunni að greiða 400 þúsund króna sekt fyrir að auglýsa svokallaðan „Tax Free-afslátt“ en tilgreina ekki prósentuhlutfall afsláttarins. Taldi Neytendastofa auglýsinguna villandi gagnvart neytendum, að því er fram kemur í úrskurði stofnunarinnar í málinu. Auglýsingin birtist í Fréttablaðinu þann 19. júní síðastliðinn. Neytendastofa benti á í erindi til Húsasmiðjunnar vegna málsins að í auglýsingunni væri ekki tilgreint prósentuhlutfall afsláttarins og þannig gætu lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, auk reglna um útsölur, komið til álita á málinu. Í svari Húsasmiðjunnar sagði að afslátturinn hafi komið fram í nær öllum auglýsingum félagsins en fyrir mistök hafi auglýsingar verið birtar þar sem prósentuhlutfalls afsláttarins var ekki getið. Í úrskurði Neytendastofu í málinu kemur fram að með reglum um útsölur sé lögð skýr skylda á seljendur til að tilgreina prósentuhlutfall afsláttar, auk fyrra verðs þegar veittur er prósentuafsláttur af verði vöru. Ekki sé nóg að segja aðeins frá því að afslátturinn samsvari afnámi viðrisaukaskatts, þ.e. „tax free“. „Þvert á móti telur stofnunin Tax Free tilvísun án tilgreiningu prósentuafsláttar villandi gagnvart neytendum enda bera ekki allar vörur og þjónusta sömu prósentu virðisaukaskatts. Þar að auki geta breytingar orðið á prósentuhlutföllum auk þess sem Neytendastofa telur ekki unnt að gera kröfu um að neytendur veiti sérstaka athygli hver afreikniprósenta virðisaukaskatts er á hverjum tíma fyrir hvert skattþrep,“ segir í úrskurði Neytendastofu. Þannig telji Neytendastofa rétt að leggja 400 þúsund króna stjórnvaldssekt á Húsasmiðjuna. Sektina skuli greiða í ríkissjóð eigi síðar en þremur mánuðum frá dagsetningu ákvörðunar þessarar. Neytendur Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Neytendastofa hefur gert Húsasmiðjunni að greiða 400 þúsund króna sekt fyrir að auglýsa svokallaðan „Tax Free-afslátt“ en tilgreina ekki prósentuhlutfall afsláttarins. Taldi Neytendastofa auglýsinguna villandi gagnvart neytendum, að því er fram kemur í úrskurði stofnunarinnar í málinu. Auglýsingin birtist í Fréttablaðinu þann 19. júní síðastliðinn. Neytendastofa benti á í erindi til Húsasmiðjunnar vegna málsins að í auglýsingunni væri ekki tilgreint prósentuhlutfall afsláttarins og þannig gætu lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, auk reglna um útsölur, komið til álita á málinu. Í svari Húsasmiðjunnar sagði að afslátturinn hafi komið fram í nær öllum auglýsingum félagsins en fyrir mistök hafi auglýsingar verið birtar þar sem prósentuhlutfalls afsláttarins var ekki getið. Í úrskurði Neytendastofu í málinu kemur fram að með reglum um útsölur sé lögð skýr skylda á seljendur til að tilgreina prósentuhlutfall afsláttar, auk fyrra verðs þegar veittur er prósentuafsláttur af verði vöru. Ekki sé nóg að segja aðeins frá því að afslátturinn samsvari afnámi viðrisaukaskatts, þ.e. „tax free“. „Þvert á móti telur stofnunin Tax Free tilvísun án tilgreiningu prósentuafsláttar villandi gagnvart neytendum enda bera ekki allar vörur og þjónusta sömu prósentu virðisaukaskatts. Þar að auki geta breytingar orðið á prósentuhlutföllum auk þess sem Neytendastofa telur ekki unnt að gera kröfu um að neytendur veiti sérstaka athygli hver afreikniprósenta virðisaukaskatts er á hverjum tíma fyrir hvert skattþrep,“ segir í úrskurði Neytendastofu. Þannig telji Neytendastofa rétt að leggja 400 þúsund króna stjórnvaldssekt á Húsasmiðjuna. Sektina skuli greiða í ríkissjóð eigi síðar en þremur mánuðum frá dagsetningu ákvörðunar þessarar.
Neytendur Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira