Kolbeinn er nú búinn að skora 26 mörk fyrir A-landslið karla líkt og Eiður gerði á sínum ferli.
Mark Kolbeins var afar smekklegt og hann lagði þess utan upp fyrra mark Íslands fyrir Arnór Sigurðsson sem var að skora sitt fyrsta mark fyrir A-landsliðið.
Öll helstu tilþrif leiksins má sjá hér að neðan.