Guðlaugur Victor: Ennþá hlutir sem ég þarf að læra Smári Jökull Jónsson á Laugardalsvelli skrifar 14. október 2019 21:34 Guðlaugur Victor í baráttunni í kvöld. Vísir/Vilhelm „Í heildina traust frammistaða. Ég var allt í lagi ánægður með Frakkaleikinn. Eins og ég sagði eftir þann leik þá voru nokkrir hlutir sem hefðu mátt fara betur," sagði Guðlaugur Victor Pálsson í samtali við Vísi eftir 2-0 sigurinn á Andorra á Laugardalsvelli í kvöld. „Í dag var allt annar leikur þar sem við vissum að við myndum vera miklu meira með boltann og sækja meira. Mér fannst ég koma ágætlega út úr því. Við unnum leikinn og héldum núllinu svo það er jákvætt.“ Í ljósi jafntefli Frakka og Tyrkja í kvöld verður að teljast afar ólíklegt að Ísland nái öðru sætinu sem gefur beint sæti á Evrópumótið. „Það var það og ekkert fagnað neitt,“ sagði Guðlaugur aðspurður hvort stemmningin hefði verið þung í klefanum eftir að leikmenn fengu fréttirnar af úrslitum leiksins í Frakklandi. „Við þurfum bara að einbeita okkur að okkar leikjum og klára þá. Treysta svo á að Andorra stríði þeim í síðasta leik. Við þurfum bara að vona það besta,“ en miðað við frammistöðu Andorra í dag verða þeir ekki mikil fyrirstaða fyrir Tyrki í nóvember. „Mikilvægast er að halda haus og ekki láta þá pirra sig. Við létum þá pirra okkur aðeins og hefðum ekkert átt að gera það. Við erum mikið betra fótboltalið og hefðum átt að einblína á okkur sjálfa. Þetta gengur og gerist og við unnum leikinn. Áfram gakk.“ Guðlaugur Victor lék í hægri bakvarðastöðunni í leikjunum tveimur gegn Frökkum á föstudag og Andorra í kvöld. „Það eru enn hlutir sem ég þarf að læra en ég fékk tvö mjög ólíka leiki sem var gott uppá reynsluna að gera. Frakkaleikurinn var meira varnarsinnaður en í dag var þetta meira sóknarsinnað. Gott að fá smjörþefinn af hvoru tveggja og svo þarf ég að skoða einhverjar klippur til að læra betur á þetta. Ég er tiltölulega sáttur.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Andorra 2-0 | Súrsætt kvöld í Laugardalnum Strákarnir okkar unnu skyldusigur á Andorra í kvöld en líkur liðsins á því að komast á EM í gegnum riðlakeppnina eru nánast að engu orðnar þar sem Frakkar og Tyrkir gerðu jafntefli. 14. október 2019 21:30 Einkunnir eftir sigur gegn Andorra: Kolbeinn maður leiksins Kolbeinn Sigþórsson fékk hæstu einkunn íslensku landsliðsmannanna í kvöld. 14. október 2019 21:02 Twitter eftir sigurinn: „Hamrén sáði og Hamrén uppskar“ Twitter var vel á lífi yfir landsleiknum í kvöld. 14. október 2019 20:42 Arnór: Geggjuð tilfinning að skora fyrsta markið Arnór Sigurðsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Ísland í 2-0 sigri Íslands á Andorra í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2019 21:01 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Kamerúnsk og brasilísk tvenna þegar Sara Björk og félagar fóru í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Sjá meira
„Í heildina traust frammistaða. Ég var allt í lagi ánægður með Frakkaleikinn. Eins og ég sagði eftir þann leik þá voru nokkrir hlutir sem hefðu mátt fara betur," sagði Guðlaugur Victor Pálsson í samtali við Vísi eftir 2-0 sigurinn á Andorra á Laugardalsvelli í kvöld. „Í dag var allt annar leikur þar sem við vissum að við myndum vera miklu meira með boltann og sækja meira. Mér fannst ég koma ágætlega út úr því. Við unnum leikinn og héldum núllinu svo það er jákvætt.“ Í ljósi jafntefli Frakka og Tyrkja í kvöld verður að teljast afar ólíklegt að Ísland nái öðru sætinu sem gefur beint sæti á Evrópumótið. „Það var það og ekkert fagnað neitt,“ sagði Guðlaugur aðspurður hvort stemmningin hefði verið þung í klefanum eftir að leikmenn fengu fréttirnar af úrslitum leiksins í Frakklandi. „Við þurfum bara að einbeita okkur að okkar leikjum og klára þá. Treysta svo á að Andorra stríði þeim í síðasta leik. Við þurfum bara að vona það besta,“ en miðað við frammistöðu Andorra í dag verða þeir ekki mikil fyrirstaða fyrir Tyrki í nóvember. „Mikilvægast er að halda haus og ekki láta þá pirra sig. Við létum þá pirra okkur aðeins og hefðum ekkert átt að gera það. Við erum mikið betra fótboltalið og hefðum átt að einblína á okkur sjálfa. Þetta gengur og gerist og við unnum leikinn. Áfram gakk.“ Guðlaugur Victor lék í hægri bakvarðastöðunni í leikjunum tveimur gegn Frökkum á föstudag og Andorra í kvöld. „Það eru enn hlutir sem ég þarf að læra en ég fékk tvö mjög ólíka leiki sem var gott uppá reynsluna að gera. Frakkaleikurinn var meira varnarsinnaður en í dag var þetta meira sóknarsinnað. Gott að fá smjörþefinn af hvoru tveggja og svo þarf ég að skoða einhverjar klippur til að læra betur á þetta. Ég er tiltölulega sáttur.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Andorra 2-0 | Súrsætt kvöld í Laugardalnum Strákarnir okkar unnu skyldusigur á Andorra í kvöld en líkur liðsins á því að komast á EM í gegnum riðlakeppnina eru nánast að engu orðnar þar sem Frakkar og Tyrkir gerðu jafntefli. 14. október 2019 21:30 Einkunnir eftir sigur gegn Andorra: Kolbeinn maður leiksins Kolbeinn Sigþórsson fékk hæstu einkunn íslensku landsliðsmannanna í kvöld. 14. október 2019 21:02 Twitter eftir sigurinn: „Hamrén sáði og Hamrén uppskar“ Twitter var vel á lífi yfir landsleiknum í kvöld. 14. október 2019 20:42 Arnór: Geggjuð tilfinning að skora fyrsta markið Arnór Sigurðsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Ísland í 2-0 sigri Íslands á Andorra í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2019 21:01 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Kamerúnsk og brasilísk tvenna þegar Sara Björk og félagar fóru í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Andorra 2-0 | Súrsætt kvöld í Laugardalnum Strákarnir okkar unnu skyldusigur á Andorra í kvöld en líkur liðsins á því að komast á EM í gegnum riðlakeppnina eru nánast að engu orðnar þar sem Frakkar og Tyrkir gerðu jafntefli. 14. október 2019 21:30
Einkunnir eftir sigur gegn Andorra: Kolbeinn maður leiksins Kolbeinn Sigþórsson fékk hæstu einkunn íslensku landsliðsmannanna í kvöld. 14. október 2019 21:02
Twitter eftir sigurinn: „Hamrén sáði og Hamrén uppskar“ Twitter var vel á lífi yfir landsleiknum í kvöld. 14. október 2019 20:42
Arnór: Geggjuð tilfinning að skora fyrsta markið Arnór Sigurðsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Ísland í 2-0 sigri Íslands á Andorra í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2019 21:01