Innlent

Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en deiliskipulag liggur fyrir

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Búið er að aftengja fráveitu hjólhýsanna.
Búið er að aftengja fráveitu hjólhýsanna.
Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en búið er að deiliskipuleggja svæðið sem jörðin Leynir er á. Það getur tekið mánuði að sögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

Starfsmenn þess fóru í eftirlitsferð á staðinn í dag en þar hefur verið starfsemi síðan í sumar án starfsleyfis. Ágúst Óskar Sigurðsson heilbrigðisfulltrúi segir að ekkert hafi verið í gangi í dag og búið sé að aftengja fráveitu frá hjólhýsum sem var án leyfa.

Þetta mál sé afar óvenjulegt og greinilegt að eigendur fyrirtækisins hafi ekki áttað sig á íslensku lagaumhverfi. Áfram verði fylgst með málinu en sótt var um starfsleyfi þann 3. október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×