Drottningin lýsti stefnuskrá Boris Johnson Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2019 15:44 Karl Bretaprins aðstoðar móður sína Elísabetu drottningu að fá sér sæti í þingsal í morgun. Vísir/EPA Nýr samningur við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands bar helst í stefnuskrá ríkisstjórnar Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sem Elísabet drottning lýsti við þingsetningu í morgun. Stefnan er enn sett á að Bretland gangi úr sambandinu í lok þessa mánaðar. Hefð er fyrir því að handhafi konungsvalds flytji nokkurs konar stefnuræðu forsætisráðherra við pomp og prakt við upphaf nýs þings. Elísabet drottning las þannig upp helstu stefnumál ríkisstjórnar Johnson þar sem farið var yfir fleiri en tuttugu þingmál, þar á meðal varðandi útgönguna úr Evrópusambandinu, í dag. „Forgangsmál ríkisstjórnar minnar hefur alltaf verið að tryggja útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 31. október,“ las drottningin upp úr ræðu sem ríkisstjórnin skrifaði fyrir hana. Ríkisstjórnin ætli að gera nýjan samning við Evrópusambandið sem byggi á „fríverslun og vinsamlegri samvinnu“. Verkamannaflokkurinn gagnrýndi stefnuskrána og fullyrti að drottningin hefði verið notuð til að koma á framfæri kosningaloforðum Íhaldsflokks Johnson, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Gert er ráð fyrir að kosið verði til þings fyrr en síðar á Bretlandi. „Það hefur aldrei verið eins mikill farsi og ríkisstjórn með meirihluta mínus 45 sæti og 100% taphrinu í neðri deildinni sem leggur fram þingmálaskrá sem hún veit að þetta þing getur ekki afgreitt,“ sagði Corbyn. Hann væri til í að samþykkja kosningar þegar búið væri að útiloka að Johnson drægi Bretland úr ESB án samnings. Johnson fer fyrir minnihlutastjórn og tapaði öllum atkvæðagreiðslum í þinginu frá því að hann tók við embætti forsætisráðherra í júlí. Bretland Brexit Tengdar fréttir Skotar munu krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu að nýju Forsætisráðherra Skotlands og formaður skoska þjóðarflokksins, SNP, Nicola Sturgeon segir að Skotar muni sækjast eftir því á næstu vikum að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu að nýju um framtíð Skotlands innan Bretlands. 13. október 2019 16:23 Brexit-viðræður ganga hægt Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist sjá fram á að samningar takist um Brexit fyrir lok mánaðarins þegar Bretar eiga að ganga úr ESB. Hann viðurkennir þó að mikil vinna sé enn óunnin. 14. október 2019 06:30 ESB gefur grænt ljós á „kraftmeiri“ Brexit-viðræður Tilkynningin kemur eftir fund Breska Brexitmálaráðherrans Steve Barclay og Michel Barnier, aðalsamningamanns ESB, sem báðir lýstu sem "uppbyggilegum“. 11. október 2019 12:40 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Erlent Fleiri fréttir Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Sjá meira
Nýr samningur við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands bar helst í stefnuskrá ríkisstjórnar Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sem Elísabet drottning lýsti við þingsetningu í morgun. Stefnan er enn sett á að Bretland gangi úr sambandinu í lok þessa mánaðar. Hefð er fyrir því að handhafi konungsvalds flytji nokkurs konar stefnuræðu forsætisráðherra við pomp og prakt við upphaf nýs þings. Elísabet drottning las þannig upp helstu stefnumál ríkisstjórnar Johnson þar sem farið var yfir fleiri en tuttugu þingmál, þar á meðal varðandi útgönguna úr Evrópusambandinu, í dag. „Forgangsmál ríkisstjórnar minnar hefur alltaf verið að tryggja útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 31. október,“ las drottningin upp úr ræðu sem ríkisstjórnin skrifaði fyrir hana. Ríkisstjórnin ætli að gera nýjan samning við Evrópusambandið sem byggi á „fríverslun og vinsamlegri samvinnu“. Verkamannaflokkurinn gagnrýndi stefnuskrána og fullyrti að drottningin hefði verið notuð til að koma á framfæri kosningaloforðum Íhaldsflokks Johnson, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Gert er ráð fyrir að kosið verði til þings fyrr en síðar á Bretlandi. „Það hefur aldrei verið eins mikill farsi og ríkisstjórn með meirihluta mínus 45 sæti og 100% taphrinu í neðri deildinni sem leggur fram þingmálaskrá sem hún veit að þetta þing getur ekki afgreitt,“ sagði Corbyn. Hann væri til í að samþykkja kosningar þegar búið væri að útiloka að Johnson drægi Bretland úr ESB án samnings. Johnson fer fyrir minnihlutastjórn og tapaði öllum atkvæðagreiðslum í þinginu frá því að hann tók við embætti forsætisráðherra í júlí.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Skotar munu krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu að nýju Forsætisráðherra Skotlands og formaður skoska þjóðarflokksins, SNP, Nicola Sturgeon segir að Skotar muni sækjast eftir því á næstu vikum að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu að nýju um framtíð Skotlands innan Bretlands. 13. október 2019 16:23 Brexit-viðræður ganga hægt Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist sjá fram á að samningar takist um Brexit fyrir lok mánaðarins þegar Bretar eiga að ganga úr ESB. Hann viðurkennir þó að mikil vinna sé enn óunnin. 14. október 2019 06:30 ESB gefur grænt ljós á „kraftmeiri“ Brexit-viðræður Tilkynningin kemur eftir fund Breska Brexitmálaráðherrans Steve Barclay og Michel Barnier, aðalsamningamanns ESB, sem báðir lýstu sem "uppbyggilegum“. 11. október 2019 12:40 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Erlent Fleiri fréttir Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Sjá meira
Skotar munu krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu að nýju Forsætisráðherra Skotlands og formaður skoska þjóðarflokksins, SNP, Nicola Sturgeon segir að Skotar muni sækjast eftir því á næstu vikum að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu að nýju um framtíð Skotlands innan Bretlands. 13. október 2019 16:23
Brexit-viðræður ganga hægt Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist sjá fram á að samningar takist um Brexit fyrir lok mánaðarins þegar Bretar eiga að ganga úr ESB. Hann viðurkennir þó að mikil vinna sé enn óunnin. 14. október 2019 06:30
ESB gefur grænt ljós á „kraftmeiri“ Brexit-viðræður Tilkynningin kemur eftir fund Breska Brexitmálaráðherrans Steve Barclay og Michel Barnier, aðalsamningamanns ESB, sem báðir lýstu sem "uppbyggilegum“. 11. október 2019 12:40