Hörmulegt að fólk sé dæmt fyrir pólitískar skoðanir sínar í evrópsku lýðræðisríki Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. október 2019 13:09 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis segir þunga dóma sem féllu í Hæsta rétti Spánar í morgun vera með ólíkindum. Vísir/Egill Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir að það sé hörmulegt að í evrópsku lýðræðisríki sé fólk dæmt fyrir pólitískar skoðanir sínar. Í morgun voru þungir fangelsisdómar kveðnir upp í Hæsta rétti Spánar yfir leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu vegna aðgerða í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. Leiðtogarnir níu voru sýknaðir af ákærulið um ofbeldisfulla uppreisn en fundnir sekir um ólöglegan uppreisnaráróður og misnotkun á opinberu fé. „Mér finnst í raun og veru með ólíkindum að verið sé að fangelsa og kveða upp svona langa fangelsisdóma yfir kjörnum fulltrúum sjálfsstjórnarhéraðs fyrir það eitt að vilja kjósa um sjálfstæði héraðsins. Að auki eru þarna tveir fulltrúar almannasamtaka sem hafa starfað og barist fyrir sjálfstæði Katalóníu sem eru líka dæmdir í fangelsi fyrir sína baráttu. Svo má ekki gleyma forseta katalónska þingsins sem er í raun og veru dæmd fyrir það eitt að hafa leyft umræður í þingsal um sjálfstæði Katalóníu. Ég held að þetta muni og hljóti að hafa afleiðingar, bæði náttúrulega heima fyrir og á Spáni og gera spænsk stjórnmál mun erfiðari. Við eigum eftir að sjá hvaða áhrif þetta hefur í Katalóníu sjálfri, þessir dómar. Svo hafa leiðtogar Katalóníu kallað eftir viðbrögðum frá alþjóðasamfélaginu við þessum dómum sem kveðnir voru upp núna í morgun.“ Mótmæli gegn fangelsisdómum yfir leiðtogum sjálfstæðissinna hófust í helstu borgum Katalóníu þegar í morgun. Rósa Björk segir að utanríkismálanefnd Alþingis hefði á fundi sínum í morgun óskað eftir minnisblaði um viðbrögð stjórnvalda við dómi Hæsta réttar. Sjá nánar: Dómum yfir sjálfsstæðissinnum mótmælt í KatalóníuHundruð mótmælenda lokuðu Via Laietana í miðborg Barcelona til að krefjast frelsis leiðtoga sjálfstæðissinna í morgun.Vísir/EPAVandræðagangur hjá alþjóðasamfélaginu vegna ótta um fordæmiEn hefur alþjóðasamfélagið brugðist Katalóníu? Hefur það tekið nógu sterka afstöðu?„Þetta mál er snúið, sérstaklega fyrir Evrópusambandið vegna hræðslu um fordæmi fyrir sjálfsstjórnarhéröð innan Evrópusambandsins en Katalónar hafa alltaf verið skýrir á því að þeir vilja vera í Evrópusambandinu sjálf og það hefur alltaf verið meginþráðurinn þeirra baráttu að þau vilji taka þátt í alþjóðasamstarfi og svo Evrópusambandinu þannig að það ætti ekki að valda mikilli úlfúð. Ég held að það hafi verið mikill vandræðagangur hjá alþjóðasamfélaginu um hvernig ætti að bregðast við sjálfstæðiskröfu Katalóníu.“ Áfall fyrir sjálfsstæðishreyfingu Katalóníu Rósa Björk hefur hitt nokkra af þeim þingmönnum sem hlutu dóma í morgun í eigin persónu.Hvernig líður þeim? Er þetta ekki frekar skrítið augnablik í sögunni?„Jú, þetta er í raun og veru áfall fyrir sjálfsstjórn Katalóníu sem sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar dómsins í morgun. Þau tala um hvaða áhrif þetta getur haft, bæði á alþjóðavettvangi og svo líka ekki síst innan Katalóníu og á Spáni. Þau hafa miklar áhyggjur af því,“ segir Rósa Björk. Hún óttast að staðan verði viðkvæmari eftir dómana. „Þá reynir á ríkisstjórn Spánar að stíga varlega niður fæti og reyna að leita friðsamlegra lausna.“ Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Leiðtogar Katalóna fá þunga fangelsisdóma Hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun níu af leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu í fangelsi fyrir aðgerðir sínar í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. 14. október 2019 08:03 Dómum yfir sjálfstæðissinnum mótmælt í Katalóníu Starfandi forsætisráðherra Spánar segir ríkisstjórnin virða dóm hæstaréttar yfir leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna. 14. október 2019 10:44 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir að það sé hörmulegt að í evrópsku lýðræðisríki sé fólk dæmt fyrir pólitískar skoðanir sínar. Í morgun voru þungir fangelsisdómar kveðnir upp í Hæsta rétti Spánar yfir leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu vegna aðgerða í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. Leiðtogarnir níu voru sýknaðir af ákærulið um ofbeldisfulla uppreisn en fundnir sekir um ólöglegan uppreisnaráróður og misnotkun á opinberu fé. „Mér finnst í raun og veru með ólíkindum að verið sé að fangelsa og kveða upp svona langa fangelsisdóma yfir kjörnum fulltrúum sjálfsstjórnarhéraðs fyrir það eitt að vilja kjósa um sjálfstæði héraðsins. Að auki eru þarna tveir fulltrúar almannasamtaka sem hafa starfað og barist fyrir sjálfstæði Katalóníu sem eru líka dæmdir í fangelsi fyrir sína baráttu. Svo má ekki gleyma forseta katalónska þingsins sem er í raun og veru dæmd fyrir það eitt að hafa leyft umræður í þingsal um sjálfstæði Katalóníu. Ég held að þetta muni og hljóti að hafa afleiðingar, bæði náttúrulega heima fyrir og á Spáni og gera spænsk stjórnmál mun erfiðari. Við eigum eftir að sjá hvaða áhrif þetta hefur í Katalóníu sjálfri, þessir dómar. Svo hafa leiðtogar Katalóníu kallað eftir viðbrögðum frá alþjóðasamfélaginu við þessum dómum sem kveðnir voru upp núna í morgun.“ Mótmæli gegn fangelsisdómum yfir leiðtogum sjálfstæðissinna hófust í helstu borgum Katalóníu þegar í morgun. Rósa Björk segir að utanríkismálanefnd Alþingis hefði á fundi sínum í morgun óskað eftir minnisblaði um viðbrögð stjórnvalda við dómi Hæsta réttar. Sjá nánar: Dómum yfir sjálfsstæðissinnum mótmælt í KatalóníuHundruð mótmælenda lokuðu Via Laietana í miðborg Barcelona til að krefjast frelsis leiðtoga sjálfstæðissinna í morgun.Vísir/EPAVandræðagangur hjá alþjóðasamfélaginu vegna ótta um fordæmiEn hefur alþjóðasamfélagið brugðist Katalóníu? Hefur það tekið nógu sterka afstöðu?„Þetta mál er snúið, sérstaklega fyrir Evrópusambandið vegna hræðslu um fordæmi fyrir sjálfsstjórnarhéröð innan Evrópusambandsins en Katalónar hafa alltaf verið skýrir á því að þeir vilja vera í Evrópusambandinu sjálf og það hefur alltaf verið meginþráðurinn þeirra baráttu að þau vilji taka þátt í alþjóðasamstarfi og svo Evrópusambandinu þannig að það ætti ekki að valda mikilli úlfúð. Ég held að það hafi verið mikill vandræðagangur hjá alþjóðasamfélaginu um hvernig ætti að bregðast við sjálfstæðiskröfu Katalóníu.“ Áfall fyrir sjálfsstæðishreyfingu Katalóníu Rósa Björk hefur hitt nokkra af þeim þingmönnum sem hlutu dóma í morgun í eigin persónu.Hvernig líður þeim? Er þetta ekki frekar skrítið augnablik í sögunni?„Jú, þetta er í raun og veru áfall fyrir sjálfsstjórn Katalóníu sem sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar dómsins í morgun. Þau tala um hvaða áhrif þetta getur haft, bæði á alþjóðavettvangi og svo líka ekki síst innan Katalóníu og á Spáni. Þau hafa miklar áhyggjur af því,“ segir Rósa Björk. Hún óttast að staðan verði viðkvæmari eftir dómana. „Þá reynir á ríkisstjórn Spánar að stíga varlega niður fæti og reyna að leita friðsamlegra lausna.“
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Leiðtogar Katalóna fá þunga fangelsisdóma Hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun níu af leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu í fangelsi fyrir aðgerðir sínar í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. 14. október 2019 08:03 Dómum yfir sjálfstæðissinnum mótmælt í Katalóníu Starfandi forsætisráðherra Spánar segir ríkisstjórnin virða dóm hæstaréttar yfir leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna. 14. október 2019 10:44 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Leiðtogar Katalóna fá þunga fangelsisdóma Hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun níu af leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu í fangelsi fyrir aðgerðir sínar í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. 14. október 2019 08:03
Dómum yfir sjálfstæðissinnum mótmælt í Katalóníu Starfandi forsætisráðherra Spánar segir ríkisstjórnin virða dóm hæstaréttar yfir leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna. 14. október 2019 10:44