Afturkalla lög eftir óeirðir síðustu daga Atli Ísleifsson skrifar 14. október 2019 12:50 Mótmælendur fögnuðu í Quito í gærkvöldi eftir að frétir bárust að lög um að niðurgreiðslu á eldsneyti skuli hætt hafi verið afturkölluð. Getty Ríkisstjórn Ekvadors hefur afturkallað umdeild lög sem kveða á um að niðurgreiðsla ríkisins á eldsneyti skuli hætt. Lagasetningin leiddi til mikilla mótmæla í höfuðborginni Quito sem varð til þess að forseti landsins og ríkisstjórn flúðu borgina. Ófremdarástand hefur ríkt í Quito síðustu daga. Tilkynningin um að afturkalla lögin kom eftir að sáttaviðleitanir milli stjórnvalda og leiðtoga frumbyggja sem hafa verið áberandi í mótmælunum báru ávöxt í gærkvöldi. Sameinuðu þjóðirnar og kaþólska kirkjan höfðu milligöngu um viðræðurnar. Mótmælin stóðu í nærri tvær vikur og kom forseti landsins, Lenín Moreno, á útgöngubanni í landinu sem herinn sá um að framfylgja. Samkvæmt samkomulaginu skal mótmælum hætt og skulu teknar upp viðræður um nýja löggjöf sem ætlað er að tryggja að niðurgreiðslur vegna eldsneytis séu ekki misnotaðar af aðilum sem smygla eldsneytisbirgðum til landsins frá nágrannaríkjum. Lagasetningin um að niðurgreiðslu á eldsneyti skuli hætt var unnin í samráði við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn með það að markmiði að draga úr fjárlagahalla og skuldum ríkissjóðs. Var hún til þess að verð á dísilolíu hækkaði um 120 prósent í landinu og bensíni um 30 prósent. Alls hafa sjö manns látið lífið og nærri 2.100 særst frá því að mótmælin hófust fyrir um tveimur vikum. Talið er að um fjórðungur íbúa Ekvador séu af frumbyggjaættum og búa í Andesfjöllum og Amasón. Sóttu þúsundir þeirra til höfuðborgarinnar í síðustu viku til að taka þátt í mótmælaaðgerðunum. Ekvador Tengdar fréttir Ekvadorski herinn vaktar götur höfuðborgarinnar Mikil og hörð mótmæli hafa geisað í Suður-Ameríkuríkinu Ekvador undanfarna viku vegna hækkandi eldsneytisverðs. Ósáttir Ekvadorar hafa fyllt götur og stræti Quito og hafa ráðist að skrifstofum fjölmiðla og kveiktu í skrifstofu ríkisendurskoðanda Ekvador. 13. október 2019 13:51 Rýma forsetahöllina vegna eldsneytismótmæla Búið er að rýma forsetahöllina í Ekvador og hafa ráðherrar flúið höfuðborgina Quito. Búist er við að þúsundir muni halda til höfuðborgarinnar á morgun til að mótmæla ríkisstjórn landsins og hækkun eldsneytisverðs. 8. október 2019 10:59 Átta lögreglumenn teknir í gíslingu í Ekvador Víðtæk mótmæli standa enn yfir í Ekvador þar sem fólk krefst þess að niðurskurðaraðgerðum ríkisstjórnarinnar verði hætt og að forsetinn Lenin Moreno segi af sér. 11. október 2019 08:30 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Ríkisstjórn Ekvadors hefur afturkallað umdeild lög sem kveða á um að niðurgreiðsla ríkisins á eldsneyti skuli hætt. Lagasetningin leiddi til mikilla mótmæla í höfuðborginni Quito sem varð til þess að forseti landsins og ríkisstjórn flúðu borgina. Ófremdarástand hefur ríkt í Quito síðustu daga. Tilkynningin um að afturkalla lögin kom eftir að sáttaviðleitanir milli stjórnvalda og leiðtoga frumbyggja sem hafa verið áberandi í mótmælunum báru ávöxt í gærkvöldi. Sameinuðu þjóðirnar og kaþólska kirkjan höfðu milligöngu um viðræðurnar. Mótmælin stóðu í nærri tvær vikur og kom forseti landsins, Lenín Moreno, á útgöngubanni í landinu sem herinn sá um að framfylgja. Samkvæmt samkomulaginu skal mótmælum hætt og skulu teknar upp viðræður um nýja löggjöf sem ætlað er að tryggja að niðurgreiðslur vegna eldsneytis séu ekki misnotaðar af aðilum sem smygla eldsneytisbirgðum til landsins frá nágrannaríkjum. Lagasetningin um að niðurgreiðslu á eldsneyti skuli hætt var unnin í samráði við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn með það að markmiði að draga úr fjárlagahalla og skuldum ríkissjóðs. Var hún til þess að verð á dísilolíu hækkaði um 120 prósent í landinu og bensíni um 30 prósent. Alls hafa sjö manns látið lífið og nærri 2.100 særst frá því að mótmælin hófust fyrir um tveimur vikum. Talið er að um fjórðungur íbúa Ekvador séu af frumbyggjaættum og búa í Andesfjöllum og Amasón. Sóttu þúsundir þeirra til höfuðborgarinnar í síðustu viku til að taka þátt í mótmælaaðgerðunum.
Ekvador Tengdar fréttir Ekvadorski herinn vaktar götur höfuðborgarinnar Mikil og hörð mótmæli hafa geisað í Suður-Ameríkuríkinu Ekvador undanfarna viku vegna hækkandi eldsneytisverðs. Ósáttir Ekvadorar hafa fyllt götur og stræti Quito og hafa ráðist að skrifstofum fjölmiðla og kveiktu í skrifstofu ríkisendurskoðanda Ekvador. 13. október 2019 13:51 Rýma forsetahöllina vegna eldsneytismótmæla Búið er að rýma forsetahöllina í Ekvador og hafa ráðherrar flúið höfuðborgina Quito. Búist er við að þúsundir muni halda til höfuðborgarinnar á morgun til að mótmæla ríkisstjórn landsins og hækkun eldsneytisverðs. 8. október 2019 10:59 Átta lögreglumenn teknir í gíslingu í Ekvador Víðtæk mótmæli standa enn yfir í Ekvador þar sem fólk krefst þess að niðurskurðaraðgerðum ríkisstjórnarinnar verði hætt og að forsetinn Lenin Moreno segi af sér. 11. október 2019 08:30 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Ekvadorski herinn vaktar götur höfuðborgarinnar Mikil og hörð mótmæli hafa geisað í Suður-Ameríkuríkinu Ekvador undanfarna viku vegna hækkandi eldsneytisverðs. Ósáttir Ekvadorar hafa fyllt götur og stræti Quito og hafa ráðist að skrifstofum fjölmiðla og kveiktu í skrifstofu ríkisendurskoðanda Ekvador. 13. október 2019 13:51
Rýma forsetahöllina vegna eldsneytismótmæla Búið er að rýma forsetahöllina í Ekvador og hafa ráðherrar flúið höfuðborgina Quito. Búist er við að þúsundir muni halda til höfuðborgarinnar á morgun til að mótmæla ríkisstjórn landsins og hækkun eldsneytisverðs. 8. október 2019 10:59
Átta lögreglumenn teknir í gíslingu í Ekvador Víðtæk mótmæli standa enn yfir í Ekvador þar sem fólk krefst þess að niðurskurðaraðgerðum ríkisstjórnarinnar verði hætt og að forsetinn Lenin Moreno segi af sér. 11. október 2019 08:30