Það er yfirleitt mikið undir þegar þessi lið mætast og bæði mikil barátta inni á vellinum sem og utan hans.
Hjörtur spilaði allan leikinn í þriggja manna vörn Bröndby sem vann 3-1 sigur í leiknum eftir að hafa komist í 2-0.
Bröndby ákvað að skyggnast á bakvið tjöldin; fyrir leikinn, í hálfleik og eftir leikinn en afraksturinn má sjá í nítján mínútna myndbandi hér að neðan.
Afar skemmtilegt myndband hjá þeim gulklæddu í dönsku höfuðborginni.