Lífið

Skapari Nágranna látinn

Andri Eysteinsson skrifar
Neighbours eru vinsælasta sápuópera Ástralíu
Neighbours eru vinsælasta sápuópera Ástralíu Twitter/Neighbours
Höfundur áströlsku sápuóperunnar geysivinsælu, Nágrannar eða Neighbours, Reg Watson er látinn 93 ára að aldri. Greint var frá andláti Watson á samfélagsmiðlum Nágranna. Þar er haft eftir aðalframleiðanda þáttanna Jason Herbison að Watson hafi verið frumkvöðull í starfi og hafi verið yndislegt að vinna með honum.



Watson var fæddur í Brisbane í Ástralíu árið 1926 og hóf störf í áströlsku sjónvarpi eftir að hafa staðið sig vel í bresku sjónvarpsþáttunum Crossroads.

Neighbours þættina skapaði Watson á níunda áratug síðustu aldar ásamt félaga sínum Reg Grundy. Þættirnir gengu í upphafi illa og hætti sjónvarpsstöð Channel 7 sýningum á þeim. Það reyndist þó ekki stöðva sigurgöngu Neighbours sem nú hefur verið á dagskrá í um 35 ár og hefur hjálpað fjölmörgum áströlskum leikurum að komast áfram í bransanum.

Watson var hlédrægur maður og var lítið fyrir viðtöl og settist í helgan stein árið 1992.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×