Lágbrú gæti orðið rothögg fyrir starfsemi Sundahafnar Birgir Olgeirsson skrifar 12. október 2019 13:00 Stjórn Faxaflóahafna fjallaði í gær um minnisblað hafnarstjóra um Sundabraut. Skúli Helgason, stjórnarformaður Faxaflóahafna, segir stjórnina hafa tekið undir með hafnarstjóra að jarðgöng séu betri kostur. Lágbrú við lagningu Sundabrautar yrði rothögg fyrir starfsemi Sundahafnar. Þetta er mat stjórnar Faxaflóahafna sem telur jarðgöng hagkvæmari kost, þvert á það sem samgönguráðherra hefur lagt til. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hafði lýst því yfir lágbrú yfir Kleppsvík væri ódýrari kostur en jarðgöng og henti fyrir alla samgöngumáta. Stjórn Faxaflóahafna fjallaði í gær um minnisblað hafnarstjóra um Sundabraut. Skúli Helgason, stjórnarformaður Faxaflóahafna, segir stjórnina hafa tekið undir með hafnarstjóra að jarðgöng séu betri kostur. „Miðað við þau gögn sem fyrir liggja, þá þarf auðvitað að taka allan kostnað í reikninginn. Ekki bara framkvæmdakostnaðinn við að byggja þessi mannvirki, heldur er mjög verulegt rask sem myndi fylgja lágbrúnni og gríðarlega mikill afleiddur kostnaður af því að hún myndi vera í raun og veru hálfgert rothögg fyrir þá hafnarstarfsemi sem fer þar fram núna og er auðvitað megin höfn landsins varðandi innflutning og útflutning.“ Skúli segir að valkostirnir séu metnir út frá gömlum gögnum og nauðsynlegt að vinna nákvæmari greiningar.Málsgrein var bætt í drög að samkomulagi um höfuðborgarpakkann um tengingu við Sundabraut. Tveir valkostir eru einkum taldir koma til greina. Annars vegar jarðgöng í Gufunes sem miðast við núgildandi skipulag og hins vegar lágbrú yfir Kleppsvík yfir á Holtaveg sem kallar á breytt skipulag á hafnarstarfssemi.„Þarna er svolítið verið að uppreikninga gamlar rannsóknir og greiningar og það er algjörlega nauðsynlegt að okkar mati að vinna nákvæmari greiningar á báðum þessum valkostum, þar á meðal að láta vinna vandaða kostnaðar- og ábatagreiningu og taka sannarlega inn þau áhrif sem þessir tveir kostir myndu hafa á umhverfið.“ Afleiddur kostnaður yrði talsverður. „Minnisblaðið dregur fram ákveðna þætti í því og fram reiknar til dagsins í dag miðað við fast verðlag og það er alveg ljóst að við erum að tala um tugi milljarða í því sambandi.“ Skúli segir það ekki standa upp á stjórnina að taka ákvörðun í þessu máli. „Þetta er auðvitað eitthvað sem á endanum er á borði ríkisins að taka afstöðu til. En það er mikilvægt að okkar sjónarmið komi fram. En við leggjum líka þunga áherslu á það að það sé ekki boðlegt annað en að vinna nákvæmari greiningar á báðum þessum kostum. Og taka þá tillit til alls kostnaðar, bæði beins kostnaðar við framkvæmdirnar en líka þess mikla afleidda kostnaðar sem felst í því að þurfa að kaupa væntanlega upp mjög viðamikil mannvirki sem tengjast hafnarstarfseminni í dag.“ Reykjavík Samgöngur Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Lágbrú við lagningu Sundabrautar yrði rothögg fyrir starfsemi Sundahafnar. Þetta er mat stjórnar Faxaflóahafna sem telur jarðgöng hagkvæmari kost, þvert á það sem samgönguráðherra hefur lagt til. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hafði lýst því yfir lágbrú yfir Kleppsvík væri ódýrari kostur en jarðgöng og henti fyrir alla samgöngumáta. Stjórn Faxaflóahafna fjallaði í gær um minnisblað hafnarstjóra um Sundabraut. Skúli Helgason, stjórnarformaður Faxaflóahafna, segir stjórnina hafa tekið undir með hafnarstjóra að jarðgöng séu betri kostur. „Miðað við þau gögn sem fyrir liggja, þá þarf auðvitað að taka allan kostnað í reikninginn. Ekki bara framkvæmdakostnaðinn við að byggja þessi mannvirki, heldur er mjög verulegt rask sem myndi fylgja lágbrúnni og gríðarlega mikill afleiddur kostnaður af því að hún myndi vera í raun og veru hálfgert rothögg fyrir þá hafnarstarfsemi sem fer þar fram núna og er auðvitað megin höfn landsins varðandi innflutning og útflutning.“ Skúli segir að valkostirnir séu metnir út frá gömlum gögnum og nauðsynlegt að vinna nákvæmari greiningar.Málsgrein var bætt í drög að samkomulagi um höfuðborgarpakkann um tengingu við Sundabraut. Tveir valkostir eru einkum taldir koma til greina. Annars vegar jarðgöng í Gufunes sem miðast við núgildandi skipulag og hins vegar lágbrú yfir Kleppsvík yfir á Holtaveg sem kallar á breytt skipulag á hafnarstarfssemi.„Þarna er svolítið verið að uppreikninga gamlar rannsóknir og greiningar og það er algjörlega nauðsynlegt að okkar mati að vinna nákvæmari greiningar á báðum þessum valkostum, þar á meðal að láta vinna vandaða kostnaðar- og ábatagreiningu og taka sannarlega inn þau áhrif sem þessir tveir kostir myndu hafa á umhverfið.“ Afleiddur kostnaður yrði talsverður. „Minnisblaðið dregur fram ákveðna þætti í því og fram reiknar til dagsins í dag miðað við fast verðlag og það er alveg ljóst að við erum að tala um tugi milljarða í því sambandi.“ Skúli segir það ekki standa upp á stjórnina að taka ákvörðun í þessu máli. „Þetta er auðvitað eitthvað sem á endanum er á borði ríkisins að taka afstöðu til. En það er mikilvægt að okkar sjónarmið komi fram. En við leggjum líka þunga áherslu á það að það sé ekki boðlegt annað en að vinna nákvæmari greiningar á báðum þessum kostum. Og taka þá tillit til alls kostnaðar, bæði beins kostnaðar við framkvæmdirnar en líka þess mikla afleidda kostnaðar sem felst í því að þurfa að kaupa væntanlega upp mjög viðamikil mannvirki sem tengjast hafnarstarfseminni í dag.“
Reykjavík Samgöngur Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira