Konur verði að fá að taka þátt í samningaviðræðum um frið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. október 2019 13:48 Pia Hansson, forstöðukona Höfða friðarseturs, segir að það sé lykilatriði að einnig verði horft til sjónarmiða kvenna í friðarumleitunum. Ráðstefnan Konur í þágu friðar fer fram í Veröld, húsi Vigdísar í dag. Á ráðstefnunni er lögð áhersla á mikilvægt hlutverk kvenna í friðarumleitunum og friðaruppbyggingu. Um árlega ráðstefnu Höfða friðarseturs er að ræða. Pia Hanson er forstöðukona Höfða friðarseturs. „Hugmyndin hefur verið að vekja athygli á alls kyns málum sem tengjast friðarumleitunum og friðaruppbyggingu í heiminum; að reyna að búa til vettvang fyrir okkur hér á Íslandi að taka þátt í þessu líka. Að átta okkur á því að við höfum líka hlutverk,“ segir Pia. Í ár er hlutverk kvenna í brennidepli. „Eins og við höfum séð í gegnum tíðina hefur vantað upp á þátttöku kvenna í friðarsamningaviðræðum og friðarumleitunum og í rauninni í friðaruppbyggingu. Rannsóknir undanfarin ár sýna að það skilar ekki árangri, og auðvitað ekki, við erum að tala um helming mannkyns. Sjónarmið kvenna þurfa að heyrast, bæði þegar verið er að búa til einhverja samninga sem eiga að halda til einhvers tíma og líka til þess að geta séð fyrir okkur hvers konar samfélag við viljum skapa.“ Pia segir að leiðin að jafnrétti sé ekki sú að konur taki líka þátt í hernaði. „Við verðum að passa að konur séu með í ráðum og að þær séu með í að semja friðarsamningana og að taka þátt í uppbyggingunni á eftir og að það sé hlustað á þessi sjónarmið, sem eru kannski öðruvísi á einhvern hátt. Það er ekki beint jafnréttissjónarmið að eina leiðin sé að konur séu líka að taka þátt í hernaði,“ segir Pia og bætir við. „Við þurfum að passa okkur á því að það er kannski ekki það sem við ætlum að berjast fyrir, heldur hitt, að enginn sé að taka þátt í hernaði.“ Framkvæmdastjóri alþjóðasambands kvenna fyrir friði og frelsi, Madeleine Rees, hélt fyrirlestur í morgun en hún er ein af fjölmörgum fyrirlesurum ráðstefnunnar í ár.„Hún er þekkt fyrir að hafa á sínum tíma þegar hún byrjaði sinn starfsferil og var að vinna fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Bosníu, þá var hún ein af þeim sem bar vitni gegn í rauninni sínum samstarfsfélögum og friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna sem höfðu verið að ástunda kynferðislegt ofbeldi og að nýta sér vændi, meira að segja á meðan þeir voru friðargæsluliðar í Bosníu. Hún er fyrirmyndin af bíómyndinni Whistleblower, hún er afskaplega merkileg kona sem hefur helgað sitt líf þessari baráttu,“ segir Pia Hansson en ráðstefnan stendur yfir til klukkan fimm í dag. Bosnía og Hersegóvína Jafnréttismál Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Eftirför lögreglu yfir Hellisheiðina Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Sjá meira
Ráðstefnan Konur í þágu friðar fer fram í Veröld, húsi Vigdísar í dag. Á ráðstefnunni er lögð áhersla á mikilvægt hlutverk kvenna í friðarumleitunum og friðaruppbyggingu. Um árlega ráðstefnu Höfða friðarseturs er að ræða. Pia Hanson er forstöðukona Höfða friðarseturs. „Hugmyndin hefur verið að vekja athygli á alls kyns málum sem tengjast friðarumleitunum og friðaruppbyggingu í heiminum; að reyna að búa til vettvang fyrir okkur hér á Íslandi að taka þátt í þessu líka. Að átta okkur á því að við höfum líka hlutverk,“ segir Pia. Í ár er hlutverk kvenna í brennidepli. „Eins og við höfum séð í gegnum tíðina hefur vantað upp á þátttöku kvenna í friðarsamningaviðræðum og friðarumleitunum og í rauninni í friðaruppbyggingu. Rannsóknir undanfarin ár sýna að það skilar ekki árangri, og auðvitað ekki, við erum að tala um helming mannkyns. Sjónarmið kvenna þurfa að heyrast, bæði þegar verið er að búa til einhverja samninga sem eiga að halda til einhvers tíma og líka til þess að geta séð fyrir okkur hvers konar samfélag við viljum skapa.“ Pia segir að leiðin að jafnrétti sé ekki sú að konur taki líka þátt í hernaði. „Við verðum að passa að konur séu með í ráðum og að þær séu með í að semja friðarsamningana og að taka þátt í uppbyggingunni á eftir og að það sé hlustað á þessi sjónarmið, sem eru kannski öðruvísi á einhvern hátt. Það er ekki beint jafnréttissjónarmið að eina leiðin sé að konur séu líka að taka þátt í hernaði,“ segir Pia og bætir við. „Við þurfum að passa okkur á því að það er kannski ekki það sem við ætlum að berjast fyrir, heldur hitt, að enginn sé að taka þátt í hernaði.“ Framkvæmdastjóri alþjóðasambands kvenna fyrir friði og frelsi, Madeleine Rees, hélt fyrirlestur í morgun en hún er ein af fjölmörgum fyrirlesurum ráðstefnunnar í ár.„Hún er þekkt fyrir að hafa á sínum tíma þegar hún byrjaði sinn starfsferil og var að vinna fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Bosníu, þá var hún ein af þeim sem bar vitni gegn í rauninni sínum samstarfsfélögum og friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna sem höfðu verið að ástunda kynferðislegt ofbeldi og að nýta sér vændi, meira að segja á meðan þeir voru friðargæsluliðar í Bosníu. Hún er fyrirmyndin af bíómyndinni Whistleblower, hún er afskaplega merkileg kona sem hefur helgað sitt líf þessari baráttu,“ segir Pia Hansson en ráðstefnan stendur yfir til klukkan fimm í dag.
Bosnía og Hersegóvína Jafnréttismál Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Eftirför lögreglu yfir Hellisheiðina Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Sjá meira