Innlent

Fluttur á sjúkrahús eftir umferðarslys á Grindavíkurvegi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá Grindavíkurvegi. Mynd er úr safni.
Frá Grindavíkurvegi. Mynd er úr safni. Vísir/vilhelm
Ökumaður var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í morgun eftir að hafa misst bifreið sína út af Grindavíkurvegi í hálku, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu á Suðurnesjum. Ekki er vitað um meiðsl ökumanns að svo stöddu. Bíllinn var dreginn af vettvangi með dráttarbifreið.

Þá varð annað hálkuslys í umferðinni á Reykjanesbraut í morgun þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún snerist á akbrautinni og hafnaði á vegriði. Ökumaður slapp ómeiddur.

Allmörg umferðaróhöpp til viðbótar hafa orðið í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum. Má þar nefna að járnplata fauk á framrúðu bifreiðar sem ekið var um Helguvíkurveg. Ökumanni brá svo við það að hann kippti í stýrið og hafnaði bifreiðin utan vegar. Hún var óökufær en ökumaðurinn slapp ómeiddur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×