Enginn að biðja um bitlaust eftirlit Ásta S. Fjeldsted skrifar 28. október 2019 08:40 Ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar kynnti til sögunnar frumvarp í sl. viku sem felur í sér töluverða breytingu á samkeppnislögum landsins. Umræðan fór heldur geyst af stað og litast því miður af upphrópunum fremur en efnislegri og ígrundaðri nálgun. Breytingartillögurnar eru ekki úr lausu lofti gripnar en samkeppnislöggjöf líkt og önnur löggjöf landsins þarfnast reglulegrar yfirferðar og uppfærslu til að standast tímans tönn – og er ekki annað að ætla en að ráðherra hafi vandað til verka og fengið til liðs við sig helstu sérfræðinga landsins. Óhófleg tortryggni í garð viðskiptalífsins Þó svo að vissulega verði seint allir á eitt sáttir um ákvarðanir og úrskurði Samkeppniseftirlitsins er það ekki svo að atvinnurekendur á Íslandi óski þess að starfa án eftirlits eða utan ramma laga. Þvert á móti hafa forsvarsmenn atvinnurekenda ýtt á eftir því að regluverkið sé styrkt þannig að það feli í sér þann fyrirsjáanleika og réttarvissu sem almennt er talin mikilvægur hornsteinn í heilbrigðu viðskiptalífi. Því miður getur reynst erfitt að koma þessum sjónarmiðum á framfæri, eða eiga i uppbyggilegu samtali um úrbætur, ef viðhorfið í garð viðskiptalífsins einkennist af óhóflegri tortryggni. Atvinnulífið frumkvæði að því að gefa út leiðbeiningar um samkeppnislög Vert er að minnast þess að í apríl á síðasta ári stóðu Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Lögmannafélag Íslands að útgáfu um leiðbeiningar í samkeppnisrétti undir heitinu „Hollráð um heilbrigða samkeppni“. Voru leiðbeiningarnar unnar með sérfræðingum á sviði samkeppnisréttar og ritaði forstjóri Samkeppniseftirlitsins meðal annarra formála ritsins og hrósaði útgefendum fyrir frumkvæðið að slíkri útgáfu: „Með [útgáfunni] er stuðlað að því að draga úr samkeppnishindrunum og fækka brotum gegn ákvæðum samkeppnislaga“. Markmiðið með útgáfu leiðbeininganna var að auðvelda stjórnendum og starfsfólki fyrirtækja að glöggva sig á þeim reglum sem gilda um fyrirtæki og varða samkeppni – en regluverkið er flókið og matskennt oft á tíðum og því oftar en ekki þrautinni þyngra að átta sig almennilega á því. Samkeppnislög meira íþyngjandi hér en á Norðurlöndunum Ráðherra Þórdís Kolbrún sagði í samtali við Viðskiptablaðið í síðustu viku að „markmið [frumvarpsins væri] að endurmeta þær breytingar sem gerðar voru eftir hrun og stuðla að frekari skilvirkni innan Samkeppniseftirlitsins og létta á umfangi verkefna svo [það] geti betur einbeitt sér að þeim mikilvægu þáttum sem þarf að sinna.“ Í þessu samhengi má nefna að skv. árskýrslu Samkeppniseftirlitsins til OECD var 40% af tíma þess varið í samrunamál árið 2018. Séu samkeppnislög of íþyngjandi standa þau í vegi fyrir eðlilegri hagræðingu og framleiðni í atvinnulífinu og slíkt skilar sér óhjákvæmilega í hærra vöruverði til neytenda. Í ljósi þessa hefur Viðskiptaráð bent á fjögur atriði sem eru meira íþyngjandi hér en á Norðurlöndunum: Í fyrsta lagi má Samkeppniseftirlitið grípa inn í rekstur fyrirtækja óháð því hvort fyrirtækin hafi brotið samkeppnislög – en slíkt tíðkast ekki á NorðurlöndunumÍ öðru lagi hefur Samkeppniseftirlitið að meginreglu heimild til að leggja hald á gögn við rannsókn - en slíkt tíðkast heldur ekki á NorðurlöndunumÍ þriðja lagi þurfa fyrirtæki hér á landi leyfi Samkeppniseftirlitsins til að hefja samstarf sem hagnast neytendum í stað þess að þurfa einungis að tilkynna um samstarfið líkt og tíðkast á NorðurlöndunumÍ fjórða lagi hefur Samkeppniseftirlitið heimild til að kæra úrskurð æðra stjórnvalds til dómstóla, ólíkt því sem tíðkast á NorðurlöndunumFrumvarpið byggir á því að breyta eigi þremur af ofangreindum atriðum. Breytingin snýst ekki um að draga tennurnar úr eftirlitinu, eins og umræða síðustu viku hefur snúist um - heldur, eins og Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti benti á í síðustu viku: „Ef frumvarpið nær fram að ganga verða samkeppnisreglur hér á landi mjög sambærilegar þeim sem gilda í nágrannaríkjum okkar og engin ástæða til að ætla annað en að þær muni virka sem skyldi.“ Allavega eru samkeppniseftirlitin þar ekki þekkt fyrir að vera bitlaus, þvert á móti. Lágmörkum takmarkandi áhrif smæðar hagkerfisins á vöxt fyrirtækjaSamkeppnislöggjöfin hérlendis þarf að lágmarka takmarkandi áhrif smæðar hagkerfisins á vöxt fyrirtækja. Séu samkeppnislög of íþyngjandi standa þau í vegi fyrir eðlilegri hagræðingu og framleiðni í atvinnulífinu og slíkt skilar sér óhjákvæmilega í hærra vöruverði til neytenda. Af hverju eiga íslenskir neytendur og íslensk fyrirtæki að búa við fyrirkomulag sem víðast hvar í Evrópu er löngu búið að breyta til að tryggja virkni markaða og hag neytenda? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta S. Fjeldsted Samkeppnismál Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar kynnti til sögunnar frumvarp í sl. viku sem felur í sér töluverða breytingu á samkeppnislögum landsins. Umræðan fór heldur geyst af stað og litast því miður af upphrópunum fremur en efnislegri og ígrundaðri nálgun. Breytingartillögurnar eru ekki úr lausu lofti gripnar en samkeppnislöggjöf líkt og önnur löggjöf landsins þarfnast reglulegrar yfirferðar og uppfærslu til að standast tímans tönn – og er ekki annað að ætla en að ráðherra hafi vandað til verka og fengið til liðs við sig helstu sérfræðinga landsins. Óhófleg tortryggni í garð viðskiptalífsins Þó svo að vissulega verði seint allir á eitt sáttir um ákvarðanir og úrskurði Samkeppniseftirlitsins er það ekki svo að atvinnurekendur á Íslandi óski þess að starfa án eftirlits eða utan ramma laga. Þvert á móti hafa forsvarsmenn atvinnurekenda ýtt á eftir því að regluverkið sé styrkt þannig að það feli í sér þann fyrirsjáanleika og réttarvissu sem almennt er talin mikilvægur hornsteinn í heilbrigðu viðskiptalífi. Því miður getur reynst erfitt að koma þessum sjónarmiðum á framfæri, eða eiga i uppbyggilegu samtali um úrbætur, ef viðhorfið í garð viðskiptalífsins einkennist af óhóflegri tortryggni. Atvinnulífið frumkvæði að því að gefa út leiðbeiningar um samkeppnislög Vert er að minnast þess að í apríl á síðasta ári stóðu Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Lögmannafélag Íslands að útgáfu um leiðbeiningar í samkeppnisrétti undir heitinu „Hollráð um heilbrigða samkeppni“. Voru leiðbeiningarnar unnar með sérfræðingum á sviði samkeppnisréttar og ritaði forstjóri Samkeppniseftirlitsins meðal annarra formála ritsins og hrósaði útgefendum fyrir frumkvæðið að slíkri útgáfu: „Með [útgáfunni] er stuðlað að því að draga úr samkeppnishindrunum og fækka brotum gegn ákvæðum samkeppnislaga“. Markmiðið með útgáfu leiðbeininganna var að auðvelda stjórnendum og starfsfólki fyrirtækja að glöggva sig á þeim reglum sem gilda um fyrirtæki og varða samkeppni – en regluverkið er flókið og matskennt oft á tíðum og því oftar en ekki þrautinni þyngra að átta sig almennilega á því. Samkeppnislög meira íþyngjandi hér en á Norðurlöndunum Ráðherra Þórdís Kolbrún sagði í samtali við Viðskiptablaðið í síðustu viku að „markmið [frumvarpsins væri] að endurmeta þær breytingar sem gerðar voru eftir hrun og stuðla að frekari skilvirkni innan Samkeppniseftirlitsins og létta á umfangi verkefna svo [það] geti betur einbeitt sér að þeim mikilvægu þáttum sem þarf að sinna.“ Í þessu samhengi má nefna að skv. árskýrslu Samkeppniseftirlitsins til OECD var 40% af tíma þess varið í samrunamál árið 2018. Séu samkeppnislög of íþyngjandi standa þau í vegi fyrir eðlilegri hagræðingu og framleiðni í atvinnulífinu og slíkt skilar sér óhjákvæmilega í hærra vöruverði til neytenda. Í ljósi þessa hefur Viðskiptaráð bent á fjögur atriði sem eru meira íþyngjandi hér en á Norðurlöndunum: Í fyrsta lagi má Samkeppniseftirlitið grípa inn í rekstur fyrirtækja óháð því hvort fyrirtækin hafi brotið samkeppnislög – en slíkt tíðkast ekki á NorðurlöndunumÍ öðru lagi hefur Samkeppniseftirlitið að meginreglu heimild til að leggja hald á gögn við rannsókn - en slíkt tíðkast heldur ekki á NorðurlöndunumÍ þriðja lagi þurfa fyrirtæki hér á landi leyfi Samkeppniseftirlitsins til að hefja samstarf sem hagnast neytendum í stað þess að þurfa einungis að tilkynna um samstarfið líkt og tíðkast á NorðurlöndunumÍ fjórða lagi hefur Samkeppniseftirlitið heimild til að kæra úrskurð æðra stjórnvalds til dómstóla, ólíkt því sem tíðkast á NorðurlöndunumFrumvarpið byggir á því að breyta eigi þremur af ofangreindum atriðum. Breytingin snýst ekki um að draga tennurnar úr eftirlitinu, eins og umræða síðustu viku hefur snúist um - heldur, eins og Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti benti á í síðustu viku: „Ef frumvarpið nær fram að ganga verða samkeppnisreglur hér á landi mjög sambærilegar þeim sem gilda í nágrannaríkjum okkar og engin ástæða til að ætla annað en að þær muni virka sem skyldi.“ Allavega eru samkeppniseftirlitin þar ekki þekkt fyrir að vera bitlaus, þvert á móti. Lágmörkum takmarkandi áhrif smæðar hagkerfisins á vöxt fyrirtækjaSamkeppnislöggjöfin hérlendis þarf að lágmarka takmarkandi áhrif smæðar hagkerfisins á vöxt fyrirtækja. Séu samkeppnislög of íþyngjandi standa þau í vegi fyrir eðlilegri hagræðingu og framleiðni í atvinnulífinu og slíkt skilar sér óhjákvæmilega í hærra vöruverði til neytenda. Af hverju eiga íslenskir neytendur og íslensk fyrirtæki að búa við fyrirkomulag sem víðast hvar í Evrópu er löngu búið að breyta til að tryggja virkni markaða og hag neytenda?
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar