Keppir í einu fegurðarsamkeppninni sem leyfir mæður: „Við erum ekki minna fallegar þó við höfum átt barn“ Sylvía Hall skrifar 26. október 2019 15:00 Guðrún Sigurbjörnsdóttir keppir í fegurðarsamkeppninni Miss Global í janúar á næsta ári. @annamariairisar Guðrún Sigurbjörnsdóttir mun keppa í fegurðarsamkeppninni Miss Global fyrir hönd Íslands í Mexíkó í janúar næstkomandi. Keppnin er frábrugðin öðrum fegurðarsamkeppnum fyrir þær sakir að hún er sú eina sem leyfir konum sem hafa átt börn að taka þátt. Upphaflega var Guðrúnu boðið að koma í viðtal fyrir fegurðarsamkeppni hér heima fyrir en það var síðar ekki möguleiki þar sem hún varð ólétt. Í kjölfarið var henni bent á að taka þátt í Miss Global, þar sem það er eina keppnin sem hún gæti nú tekið þátt í. Hún segir það skref í rétta átt að keppnin leyfi konum sem hafa gengið með börn að taka þátt. „Konur sem hafa átt barn eiga að geta haft sömu valmöguleika og aðrar að gera það sem þær vilja, við erum ekki minna fallegar þó við höfum átt barn,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Hún segir mikilvægt að brjóta niður staðalímyndir um konur sem hafa gengið í gengum barnsburð. „Mér finnst mikilvægt að elska líkama sinn eins og hann er og ekki reyna breyta honum til að fylgja einhverjum staðalímyndum sem eru í samfélaginu.“Mæður missa af fleiri tækifærum en feður eftir barneignir Að sögn Guðrúnar er óskiljanlegt að fleiri keppnir leyfi ekki mæðrum að taka þátt. Þau rök sem hún hafi heyrt fyrir slíkum reglum séu þau að líkami kvenna sé ekki eins og „samfélagið samþykkir sem fallegt“. Þá hafi því einnig verið fleygt fram að reglurnar séu settar svo mæður séu ekki lengi frá börnum sínum. „Mér finnst það alveg út í hött þar sem ef um væri að ræða föður þá væri engin að spá í því. Þetta eru tvær vikur úti í undirbúning og mér finnst það alfarið upp á hvern og einn komið hvort hann vilji gera það eða ekki. Ánægð móðir, ánægt barn,“ segir Guðrún. View this post on InstagramA post shared by Guðrún Sigurbjörnsdóttir (@gudrunsigur) on Jul 24, 2019 at 10:03am PDT „Ef eitthvað finnst mér ég ekki vond móðir að eltast við að prófa eitthvað nýtt og fara út fyrir þægindarammann. Ég vil vera gott fordæmi fyrir dóttur mína og sýna henni að allt er hægt ef maður virkilega vill það.“Viðhorfið að breytast Hún segir augljóst að viðhorfið í þessum efnum er að breytast og keppnirnar farnar að stíga stærra skref inn í nútímann. Reglan sé til marks um gamaldags hugsunarhátt í garð mæðra en keppnir víða um heim séu farnar að leggja sig fram við að fagna fjölbreytileikanum. „Allar konur eru fallegar, þetta á ekki að snúast um útlitið heldur persónuleikann og útgeislunina sem kemur að innan. Ef maður horfir á þessa keppni með því viðhorfi tel ég að þetta sé jákvæð upplifun, einnig að kynnast nýju fólki frá ólíkum menningarheimum og nýta vettvanginn til góðs,“ segir Guðrún og nefnir í því samhengi góðgerðarstörf og það að geta verið öðrum góð fyrirmynd. Ljóst er að nú tekur við undirbúningsferli fram að keppni en að hennar sögn hefur Arna Ýr Jónsdóttir, fyrrum Ungfrú Ísland og Miss Universe Iceland, verið henni ómetanleg hjálp í ferlinu. Samhliða því er hún í þjálfun hjá Margréti Gnarr þar sem þær vinna að bæði andlegri og líkamlegri heilsu, án allra öfga. View this post on InstagramA post shared by Miss Global Organization (@missglobalofficial) on Oct 25, 2019 at 9:12am PDT Börn og uppeldi Ferðalög Mexíkó Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Skömminni skilað Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Guðrún Sigurbjörnsdóttir mun keppa í fegurðarsamkeppninni Miss Global fyrir hönd Íslands í Mexíkó í janúar næstkomandi. Keppnin er frábrugðin öðrum fegurðarsamkeppnum fyrir þær sakir að hún er sú eina sem leyfir konum sem hafa átt börn að taka þátt. Upphaflega var Guðrúnu boðið að koma í viðtal fyrir fegurðarsamkeppni hér heima fyrir en það var síðar ekki möguleiki þar sem hún varð ólétt. Í kjölfarið var henni bent á að taka þátt í Miss Global, þar sem það er eina keppnin sem hún gæti nú tekið þátt í. Hún segir það skref í rétta átt að keppnin leyfi konum sem hafa gengið með börn að taka þátt. „Konur sem hafa átt barn eiga að geta haft sömu valmöguleika og aðrar að gera það sem þær vilja, við erum ekki minna fallegar þó við höfum átt barn,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Hún segir mikilvægt að brjóta niður staðalímyndir um konur sem hafa gengið í gengum barnsburð. „Mér finnst mikilvægt að elska líkama sinn eins og hann er og ekki reyna breyta honum til að fylgja einhverjum staðalímyndum sem eru í samfélaginu.“Mæður missa af fleiri tækifærum en feður eftir barneignir Að sögn Guðrúnar er óskiljanlegt að fleiri keppnir leyfi ekki mæðrum að taka þátt. Þau rök sem hún hafi heyrt fyrir slíkum reglum séu þau að líkami kvenna sé ekki eins og „samfélagið samþykkir sem fallegt“. Þá hafi því einnig verið fleygt fram að reglurnar séu settar svo mæður séu ekki lengi frá börnum sínum. „Mér finnst það alveg út í hött þar sem ef um væri að ræða föður þá væri engin að spá í því. Þetta eru tvær vikur úti í undirbúning og mér finnst það alfarið upp á hvern og einn komið hvort hann vilji gera það eða ekki. Ánægð móðir, ánægt barn,“ segir Guðrún. View this post on InstagramA post shared by Guðrún Sigurbjörnsdóttir (@gudrunsigur) on Jul 24, 2019 at 10:03am PDT „Ef eitthvað finnst mér ég ekki vond móðir að eltast við að prófa eitthvað nýtt og fara út fyrir þægindarammann. Ég vil vera gott fordæmi fyrir dóttur mína og sýna henni að allt er hægt ef maður virkilega vill það.“Viðhorfið að breytast Hún segir augljóst að viðhorfið í þessum efnum er að breytast og keppnirnar farnar að stíga stærra skref inn í nútímann. Reglan sé til marks um gamaldags hugsunarhátt í garð mæðra en keppnir víða um heim séu farnar að leggja sig fram við að fagna fjölbreytileikanum. „Allar konur eru fallegar, þetta á ekki að snúast um útlitið heldur persónuleikann og útgeislunina sem kemur að innan. Ef maður horfir á þessa keppni með því viðhorfi tel ég að þetta sé jákvæð upplifun, einnig að kynnast nýju fólki frá ólíkum menningarheimum og nýta vettvanginn til góðs,“ segir Guðrún og nefnir í því samhengi góðgerðarstörf og það að geta verið öðrum góð fyrirmynd. Ljóst er að nú tekur við undirbúningsferli fram að keppni en að hennar sögn hefur Arna Ýr Jónsdóttir, fyrrum Ungfrú Ísland og Miss Universe Iceland, verið henni ómetanleg hjálp í ferlinu. Samhliða því er hún í þjálfun hjá Margréti Gnarr þar sem þær vinna að bæði andlegri og líkamlegri heilsu, án allra öfga. View this post on InstagramA post shared by Miss Global Organization (@missglobalofficial) on Oct 25, 2019 at 9:12am PDT
Börn og uppeldi Ferðalög Mexíkó Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Skömminni skilað Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira