Afi sýknaður af ákæru um ítrekuð kynferðisbrot Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. október 2019 11:15 Framburður stúlkunnar var þó talinn trúverðugri en framburður afans. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest sýknudóm yfir karlmanni sem ákærður var fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn barnabarni sínu. Framburður stúlkunnar er þó talinn trúverðugri en framburður afans en dómurinn sýknar hann vegna skorts á sönnunargögnum. Afinn var ákærður fyrir að hafa ítrekað brotið á stúlkunni frá því hún var fimm ára gömul til tólf eða þrettán ára, á tímabilinu 2007 til 2015. Hann er ákærður fyrir að hafa snert ber kynfæri hennar, látið hana snerta kynfæri sín og fróa honum. Hann hafi nýtt sér yfirburði sína gagnvart stúlknni, traust hennar og trúnað til hans sem afi hennar. Héraðsdómur sýknaði manninn í sumar. Meirihluti dómsins taldi ákæruvaldið ekki hafa sannað sekt mannins. Allir dómararnir töldu framburð stúlkunnar trúverðugan en framburð afans ótrúverðugan. Þrátt fyrir það var hann sýknaður þar sem framburður hennar fékk ekki stoð í gögnum málsins. Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem staðfesti dóminn í gær. Í skýrslu sem tekin var af stúlkunni í janúar 2017 greindi hún frá því að afi hennar hefði brotið á henni frá því hún var fimm ára. Brotin hafi átt sér stað á heimili hans, að nóttu til í hjónarúmi afa hennar og ömmu, þegar hún og systkini hennar gistu þar. Þá hafi amma hennar verið í rúminu. Einnig hafi brotin átt sér stað á morgnanna þegar amma hennar fór út að hlaupa eða labba. Í gögnum málsins kemur fram að stúlkan hafði samband við hjálparsíma Rauða krossins árið 2016 áður en hún greindi fyrst frá, þar sem hún lýsti vanlíðan og að hún væri að skaða sig. Þá kemur einnig fram í dómnum að stúlkan hafi borið öll merki áfallastreituröskunar. Í dómi Landsréttar er meðal annars vísað til þess að framburður stúlkunnar sé á heildina litið trúverðugur og stöðugur og mun trúverðugri en framburður afans. Til stuðnings framburði hennar lægi hins vegar ekkert fyrir í málinu nema framburður hennar og afans og vottorð um andlega líðan hennar. Maðurinn var því sýknaður. Dómstólar Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Klofinn héraðsdómur taldi ekki sannað að afi hefði brotið gegn barnabarni Taldi meirihluti dómsins ákæruvaldið ekki hafa axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvíli við að sýna fram á sekt mannsins. 13. júlí 2018 14:50 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest sýknudóm yfir karlmanni sem ákærður var fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn barnabarni sínu. Framburður stúlkunnar er þó talinn trúverðugri en framburður afans en dómurinn sýknar hann vegna skorts á sönnunargögnum. Afinn var ákærður fyrir að hafa ítrekað brotið á stúlkunni frá því hún var fimm ára gömul til tólf eða þrettán ára, á tímabilinu 2007 til 2015. Hann er ákærður fyrir að hafa snert ber kynfæri hennar, látið hana snerta kynfæri sín og fróa honum. Hann hafi nýtt sér yfirburði sína gagnvart stúlknni, traust hennar og trúnað til hans sem afi hennar. Héraðsdómur sýknaði manninn í sumar. Meirihluti dómsins taldi ákæruvaldið ekki hafa sannað sekt mannins. Allir dómararnir töldu framburð stúlkunnar trúverðugan en framburð afans ótrúverðugan. Þrátt fyrir það var hann sýknaður þar sem framburður hennar fékk ekki stoð í gögnum málsins. Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem staðfesti dóminn í gær. Í skýrslu sem tekin var af stúlkunni í janúar 2017 greindi hún frá því að afi hennar hefði brotið á henni frá því hún var fimm ára. Brotin hafi átt sér stað á heimili hans, að nóttu til í hjónarúmi afa hennar og ömmu, þegar hún og systkini hennar gistu þar. Þá hafi amma hennar verið í rúminu. Einnig hafi brotin átt sér stað á morgnanna þegar amma hennar fór út að hlaupa eða labba. Í gögnum málsins kemur fram að stúlkan hafði samband við hjálparsíma Rauða krossins árið 2016 áður en hún greindi fyrst frá, þar sem hún lýsti vanlíðan og að hún væri að skaða sig. Þá kemur einnig fram í dómnum að stúlkan hafi borið öll merki áfallastreituröskunar. Í dómi Landsréttar er meðal annars vísað til þess að framburður stúlkunnar sé á heildina litið trúverðugur og stöðugur og mun trúverðugri en framburður afans. Til stuðnings framburði hennar lægi hins vegar ekkert fyrir í málinu nema framburður hennar og afans og vottorð um andlega líðan hennar. Maðurinn var því sýknaður.
Dómstólar Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Klofinn héraðsdómur taldi ekki sannað að afi hefði brotið gegn barnabarni Taldi meirihluti dómsins ákæruvaldið ekki hafa axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvíli við að sýna fram á sekt mannsins. 13. júlí 2018 14:50 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Klofinn héraðsdómur taldi ekki sannað að afi hefði brotið gegn barnabarni Taldi meirihluti dómsins ákæruvaldið ekki hafa axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvíli við að sýna fram á sekt mannsins. 13. júlí 2018 14:50