Rússneskir fjölmiðlar segja að atvikið hafi átt sér stað á herstöð í Gorníj í austurhluta landsins fyrr í dag.
Talsmaður hersins segir mögulegt að árásarmaðurinn hafi verið að glíma við andleg veikindi.
Maðurinn hefur ekki verið nafngreindur en er sagður hafa verið í þjálfun og haft það hlutverk að standa vörð á herstöðinni.
Sérstök nefnd hefur verið send á vettvang til að rannsaka málið, en aðstoðarvarnarmálaráðherrann Andrey Kartapolov fer fyrir nefndinni.