Umspilshugmynd í Inkasso viðruð Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 24. október 2019 11:00 Fjölnir fór upp í Pepsi-deildina í ár. Keflavík endaði í fimmta sæti og hefði með nýja fyrirkomulaginu getað farið upp. Fréttablaðið/Sigtryggur ARi „KSÍ fór og heimsótti um 45 félög eða svo á rúmu ári og úr þeim heimsóknum komu margar góðar ábendingar og tillögur. Þessi pakki var tekinn og flokkaður niður á mismunandi nefndir innan veggja KSÍ. Það voru býsna mörg atriði sem sneru að mótamálum. Þetta er ein hugmynd sem kom upp í þessum heimsóknum,“ segir Valgeir Sigurðsson, formaður mótanefndar KSÍ. Á síðasta stjórnarfundi KSÍ var tekið til umræðu umspil í Inkasso karla. Í fundargerð stjórnarinnar segir að mótanefndin hafi skoðað þann möguleika og sett upp fjórar mögulegar útfærslur. Valgeir segir að þær snúist allar um sæti 2-5 í Inkasso-deildinni og ekki sé verið að blanda Pepsi-deildinni inn í þessa umræðu. „Það er leið sem er erfitt að láta ganga upp. Þar er annar tímarammi og fleira. Þessar fjórar leiðir snúast um sæti 2-5 í Inkasso-deildinni og leiðirnar sem eru mögulegar eru að spila bara einn leik, eða heima og heiman og endað á úrslitaleik, hvort leikdagar eigi að vera um helgar eða á virkum dögum o.s.frv. Það eru alls konar pælingar en við erum með útlínur og hugmyndir svo það sé hægt að upplýsa um þennan möguleika.“ Á stjórnarfundinum var einnig rætt um kostnað, umfang og fleiri þætti. „Umspil er framkvæmanlegt en félaganna að taka ákvörðun um hvort af því verði. Kynna þarf málið betur að mati nefndarinnar,“ segir í fundargerðinni. Valgeir segir að mótanefndin hafi fengið jákvæð viðbrögð við tillögunni. „Við erum að taka þessa hugmynd og meta hvort hún sé framkvæmanleg en svo á endanum er þetta ákvörðun félaganna, hvort þeim finnst þetta áhugaverður kostur. Við reynum að teikna þetta upp og meta. Þetta eru tiltölulega fáir leikir og gæti orðið skemmtileg viðbót. En við þurfum að ræða betur við félögin og fá þeirra sýn.“ Formannafundur er í nóvember þar sem Valgeir reiknar fastlega með að hugmyndin verði kynnt enn frekar. Fari málið lengra verður það svo tekið upp á næsta ársþingi KSÍ. Í júní kom Valgeir fyrir stjórn KSÍ og kynnti að mótanefndin hefði farið yfir um 100 ábendingar sem teknar hafa verið saman í tengslum við heimsóknir til aðildarfélaga. Hann segir að KSÍ hafi fengið um 200 ábendingar í kjölfar þessara heimsókna og helmingurinn hafi snúist um mótafyrirkomulagið. Sumar hugmyndir hefðu snúist um það sama, sumar hefðu verið óframkvæmanlegar en aðrar hefði verið hægt að vinna áfram. „Innan félaganna er mikil þekking og reynsla og það er hægt að prófa hlutina áfram. En það er margt sem rammar okkur inn eins og aðstaða og veður og aðrir hlutir sem útiloka því miður nokkrar góðar hugmyndir. Ég held við þurfum að þróa Íslandsmótin áfram og þeirri vinnu lýkur í sjálfu sér aldrei,“ segir Valgeir. Birtist í Fréttablaðinu Inkasso-deildin Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Sjá meira
„KSÍ fór og heimsótti um 45 félög eða svo á rúmu ári og úr þeim heimsóknum komu margar góðar ábendingar og tillögur. Þessi pakki var tekinn og flokkaður niður á mismunandi nefndir innan veggja KSÍ. Það voru býsna mörg atriði sem sneru að mótamálum. Þetta er ein hugmynd sem kom upp í þessum heimsóknum,“ segir Valgeir Sigurðsson, formaður mótanefndar KSÍ. Á síðasta stjórnarfundi KSÍ var tekið til umræðu umspil í Inkasso karla. Í fundargerð stjórnarinnar segir að mótanefndin hafi skoðað þann möguleika og sett upp fjórar mögulegar útfærslur. Valgeir segir að þær snúist allar um sæti 2-5 í Inkasso-deildinni og ekki sé verið að blanda Pepsi-deildinni inn í þessa umræðu. „Það er leið sem er erfitt að láta ganga upp. Þar er annar tímarammi og fleira. Þessar fjórar leiðir snúast um sæti 2-5 í Inkasso-deildinni og leiðirnar sem eru mögulegar eru að spila bara einn leik, eða heima og heiman og endað á úrslitaleik, hvort leikdagar eigi að vera um helgar eða á virkum dögum o.s.frv. Það eru alls konar pælingar en við erum með útlínur og hugmyndir svo það sé hægt að upplýsa um þennan möguleika.“ Á stjórnarfundinum var einnig rætt um kostnað, umfang og fleiri þætti. „Umspil er framkvæmanlegt en félaganna að taka ákvörðun um hvort af því verði. Kynna þarf málið betur að mati nefndarinnar,“ segir í fundargerðinni. Valgeir segir að mótanefndin hafi fengið jákvæð viðbrögð við tillögunni. „Við erum að taka þessa hugmynd og meta hvort hún sé framkvæmanleg en svo á endanum er þetta ákvörðun félaganna, hvort þeim finnst þetta áhugaverður kostur. Við reynum að teikna þetta upp og meta. Þetta eru tiltölulega fáir leikir og gæti orðið skemmtileg viðbót. En við þurfum að ræða betur við félögin og fá þeirra sýn.“ Formannafundur er í nóvember þar sem Valgeir reiknar fastlega með að hugmyndin verði kynnt enn frekar. Fari málið lengra verður það svo tekið upp á næsta ársþingi KSÍ. Í júní kom Valgeir fyrir stjórn KSÍ og kynnti að mótanefndin hefði farið yfir um 100 ábendingar sem teknar hafa verið saman í tengslum við heimsóknir til aðildarfélaga. Hann segir að KSÍ hafi fengið um 200 ábendingar í kjölfar þessara heimsókna og helmingurinn hafi snúist um mótafyrirkomulagið. Sumar hugmyndir hefðu snúist um það sama, sumar hefðu verið óframkvæmanlegar en aðrar hefði verið hægt að vinna áfram. „Innan félaganna er mikil þekking og reynsla og það er hægt að prófa hlutina áfram. En það er margt sem rammar okkur inn eins og aðstaða og veður og aðrir hlutir sem útiloka því miður nokkrar góðar hugmyndir. Ég held við þurfum að þróa Íslandsmótin áfram og þeirri vinnu lýkur í sjálfu sér aldrei,“ segir Valgeir.
Birtist í Fréttablaðinu Inkasso-deildin Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Sjá meira