Blóð, brellur og brandarar Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 24. október 2019 06:45 Þorsti er samstarfsverkefni Steinda og Leikhópsins X, myndin er frumsýnd á morgun. Fréttablaðið/Anton Brink Sýningar á kvikmyndinni Þorsta, sem hefur vakið mikla athygli undanfarið, hefjast nú á morgun. Mikil spenna hefur ríkt vegna myndarinnar, en ferlið á bak við gerð hennar er vægast sagt áhugavert. Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr, gerir myndina í samstarfi við Leikhópinn X, sem hefur gert það gott á alnetinu með skemmtilegum sketsamyndböndum. Meðlimir leikhópsins hafa margir leikið í íslensku efni, en þá fyrst og fremst sem aukaleikarar og segir Steindi tíma hafa verið kominn til að breyta því; þau séu öll svo sannarlega efni í aðalleikara.Myndin sýnd víða Myndin er afsprengi þáttanna Góðir landsmenn sem sýndir eru á Stöð tvö. Steindi segir myndina þá íslensku mynd sem hefur fengið mesta dreifingu á árinu. Hún verður sýnd út um allt land og í öllum kvikmyndahúsum Sambíóanna. „Að mér skilst hefur engin mynd opnað eins víða og Þorsti á árinu.“ En hvort kom fyrst, hænan eða eggið? Þættirnir eða Þorsti? „Ég byrjaði að gera viðtalsþættina Góðir landsmenn. Þar tek ég viðtal við hann Hjört sem er mikill aukaleikari. Svo í raun flækist ég bara inn í líf viðmælanda míns. Hans heitasti draumur var að leika aðalhlutverk í bíómynd. Hann tilheyrir Leikhópnum X sem hefur verið starfandi í meira en áratug.“ Sjálfstæð verk sem vinna saman Steinda fannst spennandi hugmynd að gera mynd með Hirti og ákvað að einbeita sér að því. „Þannig að ég hætti að gera viðtalsþætti og fór að gera bíómynd með Hirti. Þetta er búið að vera alveg brjálað ferðalag og alveg hreint ótrúlegt að myndin sé klár. Lokaþátturinn af Góðum landsmönnum er sýndur í kvöld og almennar sýningar á myndinni hefjast svo bara strax á morgun.“ Margir spyrja hvort nauðsynlegt sé að hafa séð þættina áður en mætt er á Þorsta, en hann segir svo ekki vera. „Þetta eru tvö sjálfstæð verk, en þau byggja hvort annað upp. Þetta eru sjálfstæð verk en það gerir upplifunina enn þá betri að hafa séð bæði.“ Fyrsta Halloween-myndin Steindi segir að margir hafi varað þá Hjört við og sagt að það væri ógerningur að gera kvikmynd á svona stuttum tíma fyrir svona lítinn pening. „Við höfðum bara sjö tökudaga. En við hugsuðum bara að fyrst guð gat skapað heiminn á sjö dögum gætum við alveg gert bíómynd á jafn mörgum, enda engu minni menn en hann.“ Hann segir að það áhugaverðasta við myndina sé það að nú fái fólk sem er alla jafna í aukahlutverkum tækifæri til að spreyta sig á því að vera í miðju sviðsljósinu. „Síðan eru þessir hefðbundnu aðalleikarar að leika aukahlutverkin, sem er skemmtileg tilbreyting. Það var bara kominn tími til að þetta fólk fengi tækifæri til að láta ljós sitt skína. Þau eru öll alveg geggjuð í myndinni og standa sig alveg frábærlega. Svo er þetta mynd sem fólk hefur ekki séð áður, gay vampírumynd með trúarlegu ívafi. Svo er þetta nýtt og ferskt, það er ekkert landslag í myndinni og hún gerist ekki í litlu sjávarplássi eins og flestar íslenskar myndir. Svo er þetta fyrsta halloween-mynd okkar Íslendinga.“ Stefna hátt Steindi segir að myndin fái eflaust fólk til að átta sig á mikilvægi aukaleikara. „Ímyndaðu þér bara hvernig bíómyndir væru án aukaleikara. Bakgrunnurinn alltaf tómur og það væri mjög slæm mæting í allar jarðarfarir í öllum íslenskum kvikmyndum. Það gengi ekkert upp þannig að mér finnst eins og bransinn skuldi þeim þessa mynd.“ Hann segir leikhópinn gjörsamlega hafa neglt niður hlutverkin. Þau hafi náð að vera ógnvekjandi, fyndin og dramatísk, allt sem góður aðalleikari þarf að geta gert. „Ég efast ekki um að þau verði öll tilnefnd til Eddunnar og myndin líka. Svo stefnum við á að hún verði framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna á næsta ári og þetta verði fyrsta íslenska myndin sem hlýtur þau. Aukaleikararnir í Leikhópnum X eru orðnir aðalleikarar.“ Myndin verður frumsýnd annað kvöld í kvikmyndahúsum Sambíóanna. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Góðir landsmenn Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira
Sýningar á kvikmyndinni Þorsta, sem hefur vakið mikla athygli undanfarið, hefjast nú á morgun. Mikil spenna hefur ríkt vegna myndarinnar, en ferlið á bak við gerð hennar er vægast sagt áhugavert. Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr, gerir myndina í samstarfi við Leikhópinn X, sem hefur gert það gott á alnetinu með skemmtilegum sketsamyndböndum. Meðlimir leikhópsins hafa margir leikið í íslensku efni, en þá fyrst og fremst sem aukaleikarar og segir Steindi tíma hafa verið kominn til að breyta því; þau séu öll svo sannarlega efni í aðalleikara.Myndin sýnd víða Myndin er afsprengi þáttanna Góðir landsmenn sem sýndir eru á Stöð tvö. Steindi segir myndina þá íslensku mynd sem hefur fengið mesta dreifingu á árinu. Hún verður sýnd út um allt land og í öllum kvikmyndahúsum Sambíóanna. „Að mér skilst hefur engin mynd opnað eins víða og Þorsti á árinu.“ En hvort kom fyrst, hænan eða eggið? Þættirnir eða Þorsti? „Ég byrjaði að gera viðtalsþættina Góðir landsmenn. Þar tek ég viðtal við hann Hjört sem er mikill aukaleikari. Svo í raun flækist ég bara inn í líf viðmælanda míns. Hans heitasti draumur var að leika aðalhlutverk í bíómynd. Hann tilheyrir Leikhópnum X sem hefur verið starfandi í meira en áratug.“ Sjálfstæð verk sem vinna saman Steinda fannst spennandi hugmynd að gera mynd með Hirti og ákvað að einbeita sér að því. „Þannig að ég hætti að gera viðtalsþætti og fór að gera bíómynd með Hirti. Þetta er búið að vera alveg brjálað ferðalag og alveg hreint ótrúlegt að myndin sé klár. Lokaþátturinn af Góðum landsmönnum er sýndur í kvöld og almennar sýningar á myndinni hefjast svo bara strax á morgun.“ Margir spyrja hvort nauðsynlegt sé að hafa séð þættina áður en mætt er á Þorsta, en hann segir svo ekki vera. „Þetta eru tvö sjálfstæð verk, en þau byggja hvort annað upp. Þetta eru sjálfstæð verk en það gerir upplifunina enn þá betri að hafa séð bæði.“ Fyrsta Halloween-myndin Steindi segir að margir hafi varað þá Hjört við og sagt að það væri ógerningur að gera kvikmynd á svona stuttum tíma fyrir svona lítinn pening. „Við höfðum bara sjö tökudaga. En við hugsuðum bara að fyrst guð gat skapað heiminn á sjö dögum gætum við alveg gert bíómynd á jafn mörgum, enda engu minni menn en hann.“ Hann segir að það áhugaverðasta við myndina sé það að nú fái fólk sem er alla jafna í aukahlutverkum tækifæri til að spreyta sig á því að vera í miðju sviðsljósinu. „Síðan eru þessir hefðbundnu aðalleikarar að leika aukahlutverkin, sem er skemmtileg tilbreyting. Það var bara kominn tími til að þetta fólk fengi tækifæri til að láta ljós sitt skína. Þau eru öll alveg geggjuð í myndinni og standa sig alveg frábærlega. Svo er þetta mynd sem fólk hefur ekki séð áður, gay vampírumynd með trúarlegu ívafi. Svo er þetta nýtt og ferskt, það er ekkert landslag í myndinni og hún gerist ekki í litlu sjávarplássi eins og flestar íslenskar myndir. Svo er þetta fyrsta halloween-mynd okkar Íslendinga.“ Stefna hátt Steindi segir að myndin fái eflaust fólk til að átta sig á mikilvægi aukaleikara. „Ímyndaðu þér bara hvernig bíómyndir væru án aukaleikara. Bakgrunnurinn alltaf tómur og það væri mjög slæm mæting í allar jarðarfarir í öllum íslenskum kvikmyndum. Það gengi ekkert upp þannig að mér finnst eins og bransinn skuldi þeim þessa mynd.“ Hann segir leikhópinn gjörsamlega hafa neglt niður hlutverkin. Þau hafi náð að vera ógnvekjandi, fyndin og dramatísk, allt sem góður aðalleikari þarf að geta gert. „Ég efast ekki um að þau verði öll tilnefnd til Eddunnar og myndin líka. Svo stefnum við á að hún verði framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna á næsta ári og þetta verði fyrsta íslenska myndin sem hlýtur þau. Aukaleikararnir í Leikhópnum X eru orðnir aðalleikarar.“ Myndin verður frumsýnd annað kvöld í kvikmyndahúsum Sambíóanna.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Góðir landsmenn Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira