Gengur gegn hagsmunum barns að fangelsa foreldri Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. október 2019 18:30 Það gengur beinlínis gegn hagsmunum barna að fangelsa foreldri fyrir tálmun á umgengni, líkt og frumvarp sem liggur fyrir Alþingi gerir ráð fyrir. Þetta segir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands sem mælir harðlega gegn því að frumvarpið verði samþykkt. Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa að nýju lagt fram frumvarp um refsingar við tálmun eða takmörkun á umgengni. Frumvarpið er farið í gegnum fyrstu atkvæðagreiðslu og komið til velferðarnefndar. Frumvarpið hefur áður verið lagt fram og vakið hörð viðbrögð. Samkvæmt því það varðað allt að fimm ára fangelsi að tálma umgengni foreldris eða þess sem hefur umgengisrétt við barn. Framkvæmdastjór Mannréttindaskrifstofu Íslands mælir eindregið gegn samþykkt. „Við teljum í fyrsta lagi að það geti varla verið barninu fyrir bestu ef annað foreldri er dæmt í allt að fimm ára fangelsi, fyrir ítrekuð brot þá, af því þá fengi barnið ekki að hitta það foreldri nema endrum og sinnum," segir Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands.Í tveimur tilvikum nam upphæð dagsekta einni milljón króna.Helsta úrræðið í tálmunarmálum í dag eru dagsektir. Á árunum 2014 til 2018 lögðu alls 292 einstaklingar fram 329 kröfur um dagsektir. Á sama tíma var sektum einungis beitt í fjórum málum. Í tveimur tilvikum nam upphæð sekta einni milljón króna. Margrét segir lágmark að hugtakið tálmun verði skilgreint áður en lengra sé haldið. Fólk leggi mjög misjafnan skilning í það. „Ég veit til þess að það hefur verið óskað dagsekta vegna tálmunar í tilviki þegar barn kaus að fara í skólaferðalag þá helgi þegar það átti að vera hjá hinu foreldrinu. Ég veit líka um annað tilvik þar sem óskað var dagsekta þegar barnið hitti foreldrið nánast daglega en vildi ekki gista á heimilinu," segir Margrét. Af sinni reynslu sé tálmun oftast síðasta úrræði foreldris. Undanþáguheimild þyrfti að vera til staðar. „Í þeim tilvikum sem við þekkjum til hefur foreldri tekið fyrir umgengni vegna ótta við að barnið verði fyrir ofbeldi eða þá að hitt foreldrð sé í vímuefnaneyslu eða eigi við andleg veikindi að stríða," segir Margrét. Alþingi Barnavernd Fangelsismál Fjölskyldumál Mannréttindi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Það gengur beinlínis gegn hagsmunum barna að fangelsa foreldri fyrir tálmun á umgengni, líkt og frumvarp sem liggur fyrir Alþingi gerir ráð fyrir. Þetta segir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands sem mælir harðlega gegn því að frumvarpið verði samþykkt. Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa að nýju lagt fram frumvarp um refsingar við tálmun eða takmörkun á umgengni. Frumvarpið er farið í gegnum fyrstu atkvæðagreiðslu og komið til velferðarnefndar. Frumvarpið hefur áður verið lagt fram og vakið hörð viðbrögð. Samkvæmt því það varðað allt að fimm ára fangelsi að tálma umgengni foreldris eða þess sem hefur umgengisrétt við barn. Framkvæmdastjór Mannréttindaskrifstofu Íslands mælir eindregið gegn samþykkt. „Við teljum í fyrsta lagi að það geti varla verið barninu fyrir bestu ef annað foreldri er dæmt í allt að fimm ára fangelsi, fyrir ítrekuð brot þá, af því þá fengi barnið ekki að hitta það foreldri nema endrum og sinnum," segir Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands.Í tveimur tilvikum nam upphæð dagsekta einni milljón króna.Helsta úrræðið í tálmunarmálum í dag eru dagsektir. Á árunum 2014 til 2018 lögðu alls 292 einstaklingar fram 329 kröfur um dagsektir. Á sama tíma var sektum einungis beitt í fjórum málum. Í tveimur tilvikum nam upphæð sekta einni milljón króna. Margrét segir lágmark að hugtakið tálmun verði skilgreint áður en lengra sé haldið. Fólk leggi mjög misjafnan skilning í það. „Ég veit til þess að það hefur verið óskað dagsekta vegna tálmunar í tilviki þegar barn kaus að fara í skólaferðalag þá helgi þegar það átti að vera hjá hinu foreldrinu. Ég veit líka um annað tilvik þar sem óskað var dagsekta þegar barnið hitti foreldrið nánast daglega en vildi ekki gista á heimilinu," segir Margrét. Af sinni reynslu sé tálmun oftast síðasta úrræði foreldris. Undanþáguheimild þyrfti að vera til staðar. „Í þeim tilvikum sem við þekkjum til hefur foreldri tekið fyrir umgengni vegna ótta við að barnið verði fyrir ofbeldi eða þá að hitt foreldrð sé í vímuefnaneyslu eða eigi við andleg veikindi að stríða," segir Margrét.
Alþingi Barnavernd Fangelsismál Fjölskyldumál Mannréttindi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira