Uppfylla upprunalega kröfu mótmælenda Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. október 2019 19:15 Eftir fjögurra mánaða óróa, mótmæli og átök hafa stjórnvöld í kínverska sjálfsstjórnarhéraðinu Hong Kong ákveðið að draga að fullu til baka hið svokallaða framsalsfrumvarp. Þetta frumvarp var dropinn sem fyllti mælinn hjá mótmælendum á sínum tíma. Það hefði heimilað framsal frá Hong Kong til meginlands Kína, Taívans og Macau. „Vegna skiptra skoðana um frumvarpið hafa verið átök. Eftir að hafa rannsakað málið hafa stjórnvöld ákveðið að draga frumvarpið alfarið til baka,“ sagði John Lee, öryggismálastjóri Hong Kong, á þinginu í dag. Frumvarpið var lagt fram vegna máls Chan Tong-kai, sem yfirvöld í Taívan saka um að hafa myrt kærustu sína. Hann var leystur úr haldi í Hong Kong í dag og sagðist ætla að gefa sig fram við taívönsk yfirvöld. Fjórum kröfum mótmælenda er enn ósvarað. Þeir vilja að dregin séu til baka ummæli þar sem mótmælin eru kölluð óeirðir, að handteknir mótmælendur verði leystir úr haldi og ekki ákærðir, að óháð rannsókn fari fram á aðgerðum lögreglu og að íbúar borgarinnar fái fullan rétt til þess að velja sér þing og leiðtoga. Financial Times hafði eftir heimildarmönnum í gær að að miðstjórn Kommúnistaflokksins ætlaði að reka Carrie Lam, æðsta Hong Kong, úr embætti. Þessu hafnaði upplýsingafulltrúi kínverska utanríkisráðuneytisins. „Þetta eru pólitískir orðrómar, settir fram í annarlegum tilgangi. Miðstjórnin mun halda áfram að styðja Carrie Lam og stjórnvöld,“ sagði Hua Chunying upplýsingafulltrúi. Hong Kong Kína Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Eftir fjögurra mánaða óróa, mótmæli og átök hafa stjórnvöld í kínverska sjálfsstjórnarhéraðinu Hong Kong ákveðið að draga að fullu til baka hið svokallaða framsalsfrumvarp. Þetta frumvarp var dropinn sem fyllti mælinn hjá mótmælendum á sínum tíma. Það hefði heimilað framsal frá Hong Kong til meginlands Kína, Taívans og Macau. „Vegna skiptra skoðana um frumvarpið hafa verið átök. Eftir að hafa rannsakað málið hafa stjórnvöld ákveðið að draga frumvarpið alfarið til baka,“ sagði John Lee, öryggismálastjóri Hong Kong, á þinginu í dag. Frumvarpið var lagt fram vegna máls Chan Tong-kai, sem yfirvöld í Taívan saka um að hafa myrt kærustu sína. Hann var leystur úr haldi í Hong Kong í dag og sagðist ætla að gefa sig fram við taívönsk yfirvöld. Fjórum kröfum mótmælenda er enn ósvarað. Þeir vilja að dregin séu til baka ummæli þar sem mótmælin eru kölluð óeirðir, að handteknir mótmælendur verði leystir úr haldi og ekki ákærðir, að óháð rannsókn fari fram á aðgerðum lögreglu og að íbúar borgarinnar fái fullan rétt til þess að velja sér þing og leiðtoga. Financial Times hafði eftir heimildarmönnum í gær að að miðstjórn Kommúnistaflokksins ætlaði að reka Carrie Lam, æðsta Hong Kong, úr embætti. Þessu hafnaði upplýsingafulltrúi kínverska utanríkisráðuneytisins. „Þetta eru pólitískir orðrómar, settir fram í annarlegum tilgangi. Miðstjórnin mun halda áfram að styðja Carrie Lam og stjórnvöld,“ sagði Hua Chunying upplýsingafulltrúi.
Hong Kong Kína Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira