Auðvelt hjá Liverpool, Håland heldur áfram að raða inn mörkum og Barcelona marði sigur í Prag Anton Ingi Leifsson skrifar 23. október 2019 21:00 Chamberlain fagnar fyrra marki sínu í kvöld. visir/getty Liverpool er með sex stig í öðru sæti E-riðils í Meistaradeild Evrópu eftir að liðið vann öruggan 4-1 sigur á Genk frá Belgíu á útivelli í kvöld. Alex Oxlade-Chamberlain skoraði fyrsta markið strax á 2. mínútu með laglegu skoti. Hann skoraði einnig annað mark Liverpool með þrumufleyg á 57. mínútu. Sadio Mane bætti við þriðja markinu eftir laglega sendingu frá Mohamed Salah en Mane launaði Salah greiðann með því að leggja upp fjórða markið fyrir hann á 87. mínútu. Stephen Odey náði að klóra í bakkann fyrir Genk áður en yfir lauk en lokatölur 4-1 sigur Liverpool. Þeir eru með sex stig í öðru sætinu.Alex Oxlade-Chamberlain's game by numbers vs. Genk: 100% take-ons completed 79 touches 3 shots 2 shots on target 2 tackles made 2 goals A brilliant night's work. pic.twitter.com/Kghg7IEL3o — Squawka Football (@Squawka) October 23, 2019 Í sama riðli unnu Napoli 3-2 sigur á Red Bull Salzburg og eru því á toppi riðilsins með sjö stig en Salzburg er í 3. sætinu með þrjú stig. VAR dæmdi mark af Salzburg í upphafi leiks áður en Dries Mertens kom Napoli yfir. Erling Braut Håland jafnaði metin úr vítaspyrnu á 40. mínútu og 1-1 í hálfleik. Dries Mertens og Erling Braut Håland skoruðu svo sitt hvort markið áður en Lorenzo Insigne skoraði sigurmarkið stundarfjórðungi fyrir leikslok.Erling Haaland now has SIX goals in his first three Champions League games. No other player has ever done that. LIVE https://t.co/AhwZN60R7M#bbcfootball#UCLpic.twitter.com/36f3JZjtyG — BBC Sport (@BBCSport) October 23, 2019 Barcelona marði sigur á Slavia Prag í F-riðlinum en sigurmarkið skoraði Luis Suarez í síðari hálfleik. Í sama riðli unnu Inter 2-0 sigur á Dortmund með mörkum Lautaro Martinez og Antonio Candreva. Í F-riðlinum er Barcelona með sjö stig en Inter og Dortmund eru í öðru og þriðja sætinu með fjögur stig. Slavia Prag er í fjórða sætinu með eitt stig.| FULL-TIME Job done at San Siro as we secure our first @ChampionsLeague win this season FORZA INTER!!!! #InterBVB#UCLpic.twitter.com/sA2gXqjRhO — Inter (@Inter_en) October 23, 2019Öll úrslit dagsins:E-riðill: Genk - Liverpool 1-4 Salzburg - Napoli 2-3F-riðill: Inter - Dortmund 2-0 Slavia Prag - Barcelona 1-2G-riðill: Leipzig - Zenit 2-1 Benfica - Lyon 2-1H-riðill: Ajax - Chelsea 0-1 Lille - Valencia 1-1 Meistaradeild Evrópu
Liverpool er með sex stig í öðru sæti E-riðils í Meistaradeild Evrópu eftir að liðið vann öruggan 4-1 sigur á Genk frá Belgíu á útivelli í kvöld. Alex Oxlade-Chamberlain skoraði fyrsta markið strax á 2. mínútu með laglegu skoti. Hann skoraði einnig annað mark Liverpool með þrumufleyg á 57. mínútu. Sadio Mane bætti við þriðja markinu eftir laglega sendingu frá Mohamed Salah en Mane launaði Salah greiðann með því að leggja upp fjórða markið fyrir hann á 87. mínútu. Stephen Odey náði að klóra í bakkann fyrir Genk áður en yfir lauk en lokatölur 4-1 sigur Liverpool. Þeir eru með sex stig í öðru sætinu.Alex Oxlade-Chamberlain's game by numbers vs. Genk: 100% take-ons completed 79 touches 3 shots 2 shots on target 2 tackles made 2 goals A brilliant night's work. pic.twitter.com/Kghg7IEL3o — Squawka Football (@Squawka) October 23, 2019 Í sama riðli unnu Napoli 3-2 sigur á Red Bull Salzburg og eru því á toppi riðilsins með sjö stig en Salzburg er í 3. sætinu með þrjú stig. VAR dæmdi mark af Salzburg í upphafi leiks áður en Dries Mertens kom Napoli yfir. Erling Braut Håland jafnaði metin úr vítaspyrnu á 40. mínútu og 1-1 í hálfleik. Dries Mertens og Erling Braut Håland skoruðu svo sitt hvort markið áður en Lorenzo Insigne skoraði sigurmarkið stundarfjórðungi fyrir leikslok.Erling Haaland now has SIX goals in his first three Champions League games. No other player has ever done that. LIVE https://t.co/AhwZN60R7M#bbcfootball#UCLpic.twitter.com/36f3JZjtyG — BBC Sport (@BBCSport) October 23, 2019 Barcelona marði sigur á Slavia Prag í F-riðlinum en sigurmarkið skoraði Luis Suarez í síðari hálfleik. Í sama riðli unnu Inter 2-0 sigur á Dortmund með mörkum Lautaro Martinez og Antonio Candreva. Í F-riðlinum er Barcelona með sjö stig en Inter og Dortmund eru í öðru og þriðja sætinu með fjögur stig. Slavia Prag er í fjórða sætinu með eitt stig.| FULL-TIME Job done at San Siro as we secure our first @ChampionsLeague win this season FORZA INTER!!!! #InterBVB#UCLpic.twitter.com/sA2gXqjRhO — Inter (@Inter_en) October 23, 2019Öll úrslit dagsins:E-riðill: Genk - Liverpool 1-4 Salzburg - Napoli 2-3F-riðill: Inter - Dortmund 2-0 Slavia Prag - Barcelona 1-2G-riðill: Leipzig - Zenit 2-1 Benfica - Lyon 2-1H-riðill: Ajax - Chelsea 0-1 Lille - Valencia 1-1
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti