Opinská viðtöl Harry og Meghan „algjört stórslys“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. október 2019 23:18 Meghan Markle og Harry Bretaprins, hertogahjónin af Sussex. Vísir/getty Ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, Meghan Markle og Harry Bretaprins, um að ræða opinskátt um harkalega útreið sína í bresku götublöðunum gæti dregið dilk á eftir sér. Þetta er mat sérfræðinga í almannatengslum sem breska dagblaðið Guardian ræddi við í dag. Hin opinskáu viðtöl voru sýnd í heimildarmyndinni Harry & Meghan: An African Journey sem sýnd var á bresku sjónvarpsstöðinni ITV í vikunni. Þar sést Meghan m.a. halda aftur af tárunum þegar hún ræðir umfjöllun um sig í breskum slúðurblöðum, einkum eftir að hún eignaðist soninn Archie. Þá virtist Harry staðfesta, a.m.k. að einhverju leyti, orðróma þess efnis að um þessar mundir andaði köldu á milli hans og bróður hans, Vilhjálms Bretaprins. Hann kvað þá bræður „hvor á sinni vegferðinni“ og sagði þá eiga bæði „góða og slæma daga“. Í kjölfarið var greint frá því að Vilhjálmur hefði áhyggjur af bróður sínum. Fóðrar bara fjölmiðlavélina Guardian ræðir þróun mála við almannatengilinn Mark Borowski. Hann segir að þátttaka hertogahjónanna í heimildarmyndinni hafi brotið óformlegar reglur konungsfjölskyldunnar um samskipti við fjölmiðla. Viðtölin sem hertogahjónin veittu í heimildarmyndinni hafi raunar verið „algjört stórslys“. „Hann [Harry] hefði átt að segja: „Þetta er ekki í boði.“ En hann bjó til frétt. […] Þjóðin er klofin. Ég held að yngra fólkið skilji þetta og sé meðtækilegra fyrir þessu. En flestir konungssinnarnir fara líklega enn út og kaupa Daily Express. Það er fólkið sem hann er ekki að sannfæra.“ Þá er einnig rætt við rithöfundinn Penny Junor en eftir hana liggja nokkrar bækur um bresku konungsfjölskylduna. Hún metur það svo að almennt sé það betra, fyrir fólk í stöðu hertogahjónanna, að beina kastljósi fjölmiðla frá andlegu ástandi sínu. „Þetta fóðrar bara fjölmiðlavélina, og það er það sem Harry hatar mest af öllu. Þessi heimildarmynd hefur flett ofan af honum. Það er andstætt við það sem hann hefur sagst óska sér og fjölskyldu sinni, nefnilega einkalífs.“ 'My British friend said to me 'I'm sure he's great but you shouldn't do it''The Duchess of Sussex reveals she was warned not to marry Prince Harry because 'British tabloids will destroy your life' #HarryAndMeghan https://t.co/GWs5KfuovM pic.twitter.com/SmUl3ofSnd— ITV News (@itvnews) October 20, 2019 Bretland Fjölmiðlar Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Vinur Meghan varaði hana við: „Bresku slúðurblöðin munu eyðileggja líf þitt“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, segir að hún hafi vöruð við því áður en hún giftist Harry Bretaprins að bresku slúðurblöðin myndu eyðileggja líf hennar. 21. október 2019 11:30 Sá Meghan lekann fyrir? Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, geymdi afrit af persónulegu bréfi sem hún sendi föður sínum, Thomas Markle, sem síðar var lekið í fjölmiðla. 18. október 2019 08:18 Vilhjálmur hefur áhyggjur af andlegri heilsu Harry Harry Bretaprins segir að hann og bróðir hans, Vilhjálmur, væru ekki jafn nánir og þeir voru áður. Þá séu þeir bræður á sinni hvorri vegferðinni. 21. október 2019 18:40 Meghan Markle opnar sig í einlægu viðtali Hertogaynjan heldur aftur tárunum þegar hún ræðir um síðustu mánuði. 19. október 2019 21:30 Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira
Ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, Meghan Markle og Harry Bretaprins, um að ræða opinskátt um harkalega útreið sína í bresku götublöðunum gæti dregið dilk á eftir sér. Þetta er mat sérfræðinga í almannatengslum sem breska dagblaðið Guardian ræddi við í dag. Hin opinskáu viðtöl voru sýnd í heimildarmyndinni Harry & Meghan: An African Journey sem sýnd var á bresku sjónvarpsstöðinni ITV í vikunni. Þar sést Meghan m.a. halda aftur af tárunum þegar hún ræðir umfjöllun um sig í breskum slúðurblöðum, einkum eftir að hún eignaðist soninn Archie. Þá virtist Harry staðfesta, a.m.k. að einhverju leyti, orðróma þess efnis að um þessar mundir andaði köldu á milli hans og bróður hans, Vilhjálms Bretaprins. Hann kvað þá bræður „hvor á sinni vegferðinni“ og sagði þá eiga bæði „góða og slæma daga“. Í kjölfarið var greint frá því að Vilhjálmur hefði áhyggjur af bróður sínum. Fóðrar bara fjölmiðlavélina Guardian ræðir þróun mála við almannatengilinn Mark Borowski. Hann segir að þátttaka hertogahjónanna í heimildarmyndinni hafi brotið óformlegar reglur konungsfjölskyldunnar um samskipti við fjölmiðla. Viðtölin sem hertogahjónin veittu í heimildarmyndinni hafi raunar verið „algjört stórslys“. „Hann [Harry] hefði átt að segja: „Þetta er ekki í boði.“ En hann bjó til frétt. […] Þjóðin er klofin. Ég held að yngra fólkið skilji þetta og sé meðtækilegra fyrir þessu. En flestir konungssinnarnir fara líklega enn út og kaupa Daily Express. Það er fólkið sem hann er ekki að sannfæra.“ Þá er einnig rætt við rithöfundinn Penny Junor en eftir hana liggja nokkrar bækur um bresku konungsfjölskylduna. Hún metur það svo að almennt sé það betra, fyrir fólk í stöðu hertogahjónanna, að beina kastljósi fjölmiðla frá andlegu ástandi sínu. „Þetta fóðrar bara fjölmiðlavélina, og það er það sem Harry hatar mest af öllu. Þessi heimildarmynd hefur flett ofan af honum. Það er andstætt við það sem hann hefur sagst óska sér og fjölskyldu sinni, nefnilega einkalífs.“ 'My British friend said to me 'I'm sure he's great but you shouldn't do it''The Duchess of Sussex reveals she was warned not to marry Prince Harry because 'British tabloids will destroy your life' #HarryAndMeghan https://t.co/GWs5KfuovM pic.twitter.com/SmUl3ofSnd— ITV News (@itvnews) October 20, 2019
Bretland Fjölmiðlar Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Vinur Meghan varaði hana við: „Bresku slúðurblöðin munu eyðileggja líf þitt“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, segir að hún hafi vöruð við því áður en hún giftist Harry Bretaprins að bresku slúðurblöðin myndu eyðileggja líf hennar. 21. október 2019 11:30 Sá Meghan lekann fyrir? Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, geymdi afrit af persónulegu bréfi sem hún sendi föður sínum, Thomas Markle, sem síðar var lekið í fjölmiðla. 18. október 2019 08:18 Vilhjálmur hefur áhyggjur af andlegri heilsu Harry Harry Bretaprins segir að hann og bróðir hans, Vilhjálmur, væru ekki jafn nánir og þeir voru áður. Þá séu þeir bræður á sinni hvorri vegferðinni. 21. október 2019 18:40 Meghan Markle opnar sig í einlægu viðtali Hertogaynjan heldur aftur tárunum þegar hún ræðir um síðustu mánuði. 19. október 2019 21:30 Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira
Vinur Meghan varaði hana við: „Bresku slúðurblöðin munu eyðileggja líf þitt“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, segir að hún hafi vöruð við því áður en hún giftist Harry Bretaprins að bresku slúðurblöðin myndu eyðileggja líf hennar. 21. október 2019 11:30
Sá Meghan lekann fyrir? Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, geymdi afrit af persónulegu bréfi sem hún sendi föður sínum, Thomas Markle, sem síðar var lekið í fjölmiðla. 18. október 2019 08:18
Vilhjálmur hefur áhyggjur af andlegri heilsu Harry Harry Bretaprins segir að hann og bróðir hans, Vilhjálmur, væru ekki jafn nánir og þeir voru áður. Þá séu þeir bræður á sinni hvorri vegferðinni. 21. október 2019 18:40
Meghan Markle opnar sig í einlægu viðtali Hertogaynjan heldur aftur tárunum þegar hún ræðir um síðustu mánuði. 19. október 2019 21:30