Flokkur Trudeaus með flest sæti en næstflest atkvæði Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. október 2019 18:45 Skipting þingsæta eftir kosningar gærdagsins. Vísir/Grafík Frjálslyndi flokkurinn tapaði meirihluta sínum í þingkosningum sem fram fóru í Kanada í gær. Flokkurinn verður þó enn stærstur á þingi. Justin Trudeau mun því halda kanadíska forsætisráðuneytinu og mun hann væntanlega leiða minnihlutastjórn flokks síns. „Við Kanadamenn vil ég segja að það hefur verið mér sannur heiður að þjóna ykkur undanfarin fjögur ár. Í dag hafið þið sent okkur aftur til starfa,“ sagði Trudeau við stuðningsmenn í nótt.Sjá má á niðurstöðunum að hlutfallið á milli atkvæða og þingsæta er verulega skakkt. Íhaldsflokkurinn fékk flest atkvæði en færri þingsæti en Frjálslyndi flokkurinn. Nýir demókratar fengu svo rúmlega tvöfalt fleiri atkvæða en flokkur aðskilnaðarsinna í Quebec en öllu færri sæti. Þetta er vegna þess að í Kanada eru einmenningskjördæmi og fær sá frambjóðandi með flest atkvæði þingsætið. Trudeau lofaði því í febrúar 2017 að þessu fyrirkomulagi yrði breytt en við það var ekki staðið. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu er meðallíftími minnihlutastjórna í Kanada ekki nema hálft annað ár. Trudeau mun því þurfa á traustum stuðningi að halda á kjörtímabilinu til þess að verjast vantrausti og að koma málum í gegnum þingið. Nýir demókratar eru taldir líklegasti samstarfsaðilinn og hafði Jagmeet Singh, leiðtogi flokksins, þetta að segja í nótt: „Við munum nýta þá orku sem hefur byggst upp í kosningabaráttunni til þess að leika uppbyggilegt hlutverk á nýju þingi Kanadamanna.“ Kanada Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira
Frjálslyndi flokkurinn tapaði meirihluta sínum í þingkosningum sem fram fóru í Kanada í gær. Flokkurinn verður þó enn stærstur á þingi. Justin Trudeau mun því halda kanadíska forsætisráðuneytinu og mun hann væntanlega leiða minnihlutastjórn flokks síns. „Við Kanadamenn vil ég segja að það hefur verið mér sannur heiður að þjóna ykkur undanfarin fjögur ár. Í dag hafið þið sent okkur aftur til starfa,“ sagði Trudeau við stuðningsmenn í nótt.Sjá má á niðurstöðunum að hlutfallið á milli atkvæða og þingsæta er verulega skakkt. Íhaldsflokkurinn fékk flest atkvæði en færri þingsæti en Frjálslyndi flokkurinn. Nýir demókratar fengu svo rúmlega tvöfalt fleiri atkvæða en flokkur aðskilnaðarsinna í Quebec en öllu færri sæti. Þetta er vegna þess að í Kanada eru einmenningskjördæmi og fær sá frambjóðandi með flest atkvæði þingsætið. Trudeau lofaði því í febrúar 2017 að þessu fyrirkomulagi yrði breytt en við það var ekki staðið. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu er meðallíftími minnihlutastjórna í Kanada ekki nema hálft annað ár. Trudeau mun því þurfa á traustum stuðningi að halda á kjörtímabilinu til þess að verjast vantrausti og að koma málum í gegnum þingið. Nýir demókratar eru taldir líklegasti samstarfsaðilinn og hafði Jagmeet Singh, leiðtogi flokksins, þetta að segja í nótt: „Við munum nýta þá orku sem hefur byggst upp í kosningabaráttunni til þess að leika uppbyggilegt hlutverk á nýju þingi Kanadamanna.“
Kanada Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira