Sjálfgert barnaníðsefni kemur sífellt oftar á borð lögreglu hér á landi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. október 2019 19:00 Sjálfgert barnaníðsefni, þar sem íslensk börn senda óprúttnum aðilum kynferðislegt myndefni af sér, kemur sífellt oftar á borð lögreglu hér á landi. Í kjölfarið er börnum oft hótað birtingu sendi þau ekki grófara efni. Dæmi eru um sjálfsvíg barna í Evrópu af þessum sökum. Barnaníð á netinu er þar sérstaklega gert að umtalsefni í nýútkominni skýrslu Europol þar sem kastljósinu er beint að netglæpum. Varað er sérstaklega við sjálfgerðu barnaníðsefni. Daði Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður, segir að þetta eigi einnig við á Íslandi. „Við höfum verið að sjá í auknum mæli þetta sjálfgerða barnaníðsefni. Þar að segja að börn eru sjálf að taka af sér myndir og senda þá á einhvern félaga eða einhvern sem þeir halda að sé félagi en er fullorðinn einstaklingur og er þá að sækja sér þarna myndefni,“ segir Daði Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Brotamaðurinn þykist þannig vera einhver annar, jafnaldri barnsins, og kynnist því í gegn um samfélagsmiðla eða leiki á netinu. „Þeir fá traust hjá börnunum en svo reyna þeir að fá eitthvað annað frá þeim um leið og það er komið. Fara að ganga lengra og lengra og lengra og fá frekara efni. Byrjar kannski sem eitthvað saklaust efni en svo kemur hótunin, ef þú sendir mér ekki grófara efni þá birti ég þetta efni,“ segir Daði. Hótanirnar hafi oft alvarlegar afleiðingar fyrir brotaþola í för með sér. „Eins og kemur fram í skýrslunni þá hefur þetta jafnvel orðið þess valdandi að börn hafa verið að fremja sjálfsvíg.“ Daði hefur því miklar áhyggjur af þróuninni. „Þetta er mjög alvarleg þróun og þetta er eitthvað sem fólk þarf að ræða við börnin sín og börn þurfa að vera meðvituð um. Það byrjar oft um ellefu ára aldur sem þyrfi að fara ræða þessi mál,“ segir Daði. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Sjálfgert barnaníðsefni, þar sem íslensk börn senda óprúttnum aðilum kynferðislegt myndefni af sér, kemur sífellt oftar á borð lögreglu hér á landi. Í kjölfarið er börnum oft hótað birtingu sendi þau ekki grófara efni. Dæmi eru um sjálfsvíg barna í Evrópu af þessum sökum. Barnaníð á netinu er þar sérstaklega gert að umtalsefni í nýútkominni skýrslu Europol þar sem kastljósinu er beint að netglæpum. Varað er sérstaklega við sjálfgerðu barnaníðsefni. Daði Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður, segir að þetta eigi einnig við á Íslandi. „Við höfum verið að sjá í auknum mæli þetta sjálfgerða barnaníðsefni. Þar að segja að börn eru sjálf að taka af sér myndir og senda þá á einhvern félaga eða einhvern sem þeir halda að sé félagi en er fullorðinn einstaklingur og er þá að sækja sér þarna myndefni,“ segir Daði Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Brotamaðurinn þykist þannig vera einhver annar, jafnaldri barnsins, og kynnist því í gegn um samfélagsmiðla eða leiki á netinu. „Þeir fá traust hjá börnunum en svo reyna þeir að fá eitthvað annað frá þeim um leið og það er komið. Fara að ganga lengra og lengra og lengra og fá frekara efni. Byrjar kannski sem eitthvað saklaust efni en svo kemur hótunin, ef þú sendir mér ekki grófara efni þá birti ég þetta efni,“ segir Daði. Hótanirnar hafi oft alvarlegar afleiðingar fyrir brotaþola í för með sér. „Eins og kemur fram í skýrslunni þá hefur þetta jafnvel orðið þess valdandi að börn hafa verið að fremja sjálfsvíg.“ Daði hefur því miklar áhyggjur af þróuninni. „Þetta er mjög alvarleg þróun og þetta er eitthvað sem fólk þarf að ræða við börnin sín og börn þurfa að vera meðvituð um. Það byrjar oft um ellefu ára aldur sem þyrfi að fara ræða þessi mál,“ segir Daði.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira