Breyttar leikreglur í fimmta flokki: Vildu innspark í stað innkasts Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 22. október 2019 09:00 Fimmti flokkur mun spila með nýjum reglum á Faxaflóa- og Reykjavíkurmótinu þar sem fjórar nýjar reglur verða kynntar. Hér eru ungir guttar að spreyta sig á N1 mótinu. Fréttablaðið/Auðunn Það er ekki verið að mismuna einum né neinum – það er verið að búa til umhverfi sem er best fyrir hvern og einn einstakling,“ segir Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari hjá U-21 árs landsliði Íslands. Arnar fór mikið á völlinn í sumar, hvort sem var hjá konum eða körlum eða á leiki yngri flokka. Hann tók eftir því að eftir innkast í yngri flokkum lendir boltinn oftar en ekki í innkasti aftur. Hann tók líka eftir því að þjálfarar þjálfa börn aðeins fyrir leiki, í hálfleik og svo eftir leiki. Í Faxaflóa- og Reykjavíkurmótum fimmta flokks verður spilað eftir hugmyndum Arnars en fjórar breytingar eru þar á meðal. Sparkað verður inn í stað innkasts, fleiri hálfleikir verða, þjálfarar dæma leikina hjá þeim sem eru í D-liðum og þeir sem eru að byrja sinn fótboltaferil spila á minni velli. „Við erum búin að funda oft með yfirþjálfurum yngri flokka þar sem við höfum verið að ræða hluti sem geta stuðlað að því að við búum til aðeins betri leikmenn. Félögin vilja prófa þetta og þessi mót eru ekki á vegum KSÍ. Félögin og yfirþjálfararnir eru þarna að prófa sig áfram með nýja hluti og ég fagna því. Þetta var hugmynd sem kemur frá mér og rauði þráðurinn í mínu starfi er að vera í samstarfi við félögin þannig að hægt sé að efla íslenska knattspyrnu. Það er hollt og gott að ræða saman og tala um hlutina og prófa eitthvað nýtt,“ segir Arnar.Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ. Fréttablaðið/Ernir Leiðbeiningar við sitt hæfi Á barnamóti Víkinga var þetta fyrirkomulag prófað og gekk vel. Þá voru krakkarnir þó yngri en þeir sem eru í fimmta flokki. Faxaflóamótið hefst í byrjun nóvember og verða nýju reglurnar kynntar þá fyrir komandi kynslóð. „Þeir krakkar sem eru komnir styttra spila á aðeins minni velli og það verða ekki dómarar heldur sjá þjálfararnir um það. Það verður til þess að þeir geta verið inni á vellinum meðan á leik stendur og leiðbeint krökkunum meira. Það þurfa allir að fá leiðbeiningar við sitt hæfi. Það er ekki þannig að ég geti farið að læra á gítar og farið til Jóns Jónssonar frænda míns. Ég þarf að taka fyrsta skrefið.“ Hann segir að of mikið hafi verið horft á úrslit leikja, ekki aðeins á Íslandi heldur úti um alla Evrópu. Með þessum breytingum er verið að gera það auðveldara að þjálfa börnin áfram. „Við þurfum ekkert að vera hrædd við að búa til leikinn fyrir hvern og einn sem hentar viðkomandi.“Mikilvægt að hittast Arnar hefur víðtæka reynslu frá Evrópu og þekkir belgíska módelið mjög vel en Belgar tóku til í yngriflokkunum hjá sér um aldamótin og nú 20 árum síðar eru þeir með eitt besta landslið heims og sitja á toppi FIFA-listans. „Ég er ekki alvitur og ég legg þetta fram til þjálfaranna sem eru að snúast í þessu alla daga og vita þá hvort þetta er hægt. Vita hvort þetta er hægt þjálfunarlega, hvort leikmenn geta þetta og hvort þetta passar fyrir Ísland og svona mætti lengi telja. Þess vegna er mikilvægt fyrir mig að hitta þjálfarana og að við ræðum saman og þetta er eitthvað sem þeir hafa ákveðið. Þetta er eitthvað sem KSÍ er að vinna að með félögunum. Fótboltinn er að þróast svo allir geti stundað þessa frábæru íþrótt á sínu getustigi. Kannski virkar þetta og kannski ekki. Ef þetta virkar ekki þá skrúfum við til baka og prófum eitthvað nýtt.“Knattspyrnustúlka í Val fagnar góðu gengi.vísir/vilhelmReglubreytingarnar Arnar segir að mjög vel hafi verið tekið á móti tillögunum hjá félögunum og yfirþjálfurunum. „Ef við setjum saman í lið krakka sem er mjög góður og krakka sem er ekki jafn góður þá er það ekki gott fyrir neinn. Það er svo mikilvæg t að þeir sem eru komnir stutt séu að stunda íþróttina á þeim forsendum sem þeir ráða við. Sama gildir um þann sem er mjög góður í fótbolta. Hann fær alltaf boltann frá þeim sem eru ekki jafn góðir og lærir ekki að gefa boltann og hinir fá aldrei boltann. „Eitthvað hefur borið á því að foreldrar séu ekki spenntir fyrir breytingunum en Arnar segir það vera eðlileg t. „Ég held að það sé mannleg t eðli að kvíða fyrir breytingum. En hvað mig varðar þá sé ég þetta þannig að við verðum að þora að kíkja út fyrir kassann. Þó við höfum gert hlutina eins í mörg ár þá þýðir það ekki að það megi ekki breyta þeim. Það er þróun í fótbolta eins og víða annars staðar. Það er eðlilegt að foreldrar barns í D-liði skilji ekki af hverju það er verið að setja aðrar reglur fyrir þeirra barn en önnur. Finnst það jafnvel misrétti. Það er ein leiðin að sjá þetta en ég sé þetta ekki þannig og því er betra að prófa hlutina.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Gestirnir með sóp á lofti? Körfubolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Valur | Meistarar mætast Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjá meira
Það er ekki verið að mismuna einum né neinum – það er verið að búa til umhverfi sem er best fyrir hvern og einn einstakling,“ segir Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari hjá U-21 árs landsliði Íslands. Arnar fór mikið á völlinn í sumar, hvort sem var hjá konum eða körlum eða á leiki yngri flokka. Hann tók eftir því að eftir innkast í yngri flokkum lendir boltinn oftar en ekki í innkasti aftur. Hann tók líka eftir því að þjálfarar þjálfa börn aðeins fyrir leiki, í hálfleik og svo eftir leiki. Í Faxaflóa- og Reykjavíkurmótum fimmta flokks verður spilað eftir hugmyndum Arnars en fjórar breytingar eru þar á meðal. Sparkað verður inn í stað innkasts, fleiri hálfleikir verða, þjálfarar dæma leikina hjá þeim sem eru í D-liðum og þeir sem eru að byrja sinn fótboltaferil spila á minni velli. „Við erum búin að funda oft með yfirþjálfurum yngri flokka þar sem við höfum verið að ræða hluti sem geta stuðlað að því að við búum til aðeins betri leikmenn. Félögin vilja prófa þetta og þessi mót eru ekki á vegum KSÍ. Félögin og yfirþjálfararnir eru þarna að prófa sig áfram með nýja hluti og ég fagna því. Þetta var hugmynd sem kemur frá mér og rauði þráðurinn í mínu starfi er að vera í samstarfi við félögin þannig að hægt sé að efla íslenska knattspyrnu. Það er hollt og gott að ræða saman og tala um hlutina og prófa eitthvað nýtt,“ segir Arnar.Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ. Fréttablaðið/Ernir Leiðbeiningar við sitt hæfi Á barnamóti Víkinga var þetta fyrirkomulag prófað og gekk vel. Þá voru krakkarnir þó yngri en þeir sem eru í fimmta flokki. Faxaflóamótið hefst í byrjun nóvember og verða nýju reglurnar kynntar þá fyrir komandi kynslóð. „Þeir krakkar sem eru komnir styttra spila á aðeins minni velli og það verða ekki dómarar heldur sjá þjálfararnir um það. Það verður til þess að þeir geta verið inni á vellinum meðan á leik stendur og leiðbeint krökkunum meira. Það þurfa allir að fá leiðbeiningar við sitt hæfi. Það er ekki þannig að ég geti farið að læra á gítar og farið til Jóns Jónssonar frænda míns. Ég þarf að taka fyrsta skrefið.“ Hann segir að of mikið hafi verið horft á úrslit leikja, ekki aðeins á Íslandi heldur úti um alla Evrópu. Með þessum breytingum er verið að gera það auðveldara að þjálfa börnin áfram. „Við þurfum ekkert að vera hrædd við að búa til leikinn fyrir hvern og einn sem hentar viðkomandi.“Mikilvægt að hittast Arnar hefur víðtæka reynslu frá Evrópu og þekkir belgíska módelið mjög vel en Belgar tóku til í yngriflokkunum hjá sér um aldamótin og nú 20 árum síðar eru þeir með eitt besta landslið heims og sitja á toppi FIFA-listans. „Ég er ekki alvitur og ég legg þetta fram til þjálfaranna sem eru að snúast í þessu alla daga og vita þá hvort þetta er hægt. Vita hvort þetta er hægt þjálfunarlega, hvort leikmenn geta þetta og hvort þetta passar fyrir Ísland og svona mætti lengi telja. Þess vegna er mikilvægt fyrir mig að hitta þjálfarana og að við ræðum saman og þetta er eitthvað sem þeir hafa ákveðið. Þetta er eitthvað sem KSÍ er að vinna að með félögunum. Fótboltinn er að þróast svo allir geti stundað þessa frábæru íþrótt á sínu getustigi. Kannski virkar þetta og kannski ekki. Ef þetta virkar ekki þá skrúfum við til baka og prófum eitthvað nýtt.“Knattspyrnustúlka í Val fagnar góðu gengi.vísir/vilhelmReglubreytingarnar Arnar segir að mjög vel hafi verið tekið á móti tillögunum hjá félögunum og yfirþjálfurunum. „Ef við setjum saman í lið krakka sem er mjög góður og krakka sem er ekki jafn góður þá er það ekki gott fyrir neinn. Það er svo mikilvæg t að þeir sem eru komnir stutt séu að stunda íþróttina á þeim forsendum sem þeir ráða við. Sama gildir um þann sem er mjög góður í fótbolta. Hann fær alltaf boltann frá þeim sem eru ekki jafn góðir og lærir ekki að gefa boltann og hinir fá aldrei boltann. „Eitthvað hefur borið á því að foreldrar séu ekki spenntir fyrir breytingunum en Arnar segir það vera eðlileg t. „Ég held að það sé mannleg t eðli að kvíða fyrir breytingum. En hvað mig varðar þá sé ég þetta þannig að við verðum að þora að kíkja út fyrir kassann. Þó við höfum gert hlutina eins í mörg ár þá þýðir það ekki að það megi ekki breyta þeim. Það er þróun í fótbolta eins og víða annars staðar. Það er eðlilegt að foreldrar barns í D-liði skilji ekki af hverju það er verið að setja aðrar reglur fyrir þeirra barn en önnur. Finnst það jafnvel misrétti. Það er ein leiðin að sjá þetta en ég sé þetta ekki þannig og því er betra að prófa hlutina.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Gestirnir með sóp á lofti? Körfubolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Valur | Meistarar mætast Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjá meira