Þykir „sárt og óþolandi“ að vera bendlaður við Panama-skjölin í nýrri Netflix-mynd Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. október 2019 12:26 Sigurði Inga Jóhannssyni bregður fyrir í Netflix-mynd um Panama-skjölin. vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að sér þyki „sárt og óþolandi“ að vera bendlaður Panama-skjölin í nýrri mynd Netflix sem heitir The Laundromat. Myndin, sem kom út um helgina, skartar Meryl Streep í aðalhlutverki en hún leikur konu sem flækist inn í vafasama starfsemi lögmannsstofunnar Mossack Fonsack. Fjallar myndin um það sem gerist í kjölfar Panama-lekans en eins og mörgum er eflaust í fersku minni var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, í skjölunum. Í myndinni birtist skjáskot af frétt Time þar sem sagt er frá því að Sigmundur Davíð hafi sagt af sér sem forsætisráðherra og að Sigurður Ingi hafi tekið við af honum. Fyrirsögn fréttarinnar vísar í það að Sigurður Ingi hafi tekið við og mynd af honum birtist því með fréttinni. Engin mynd er hins vegar af Sigmundi Davíð. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Sigurður Ingi að undanfarna daga hafi rignt yfir hann skeytum og símtölum með ábendingum um myndina The Laundromat. „Í henni er fjallað um Panama-skjölin og lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Svo illa vill til að í henni birtist mynd af mér þegar fjallað er um spillta þjóðarleiðtoga. Eins og fólki er eflaust í fersku minni þá var atburðarásin á þann veg að þegar upp komst um eignir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra, í skattaskjólum Mossack Fonseca var hann knúinn til að segja af sér. Þetta voru erfiðir tímar í íslenskum stjórnmálum og Íslendingar fullir af réttlátri reiði og því mikil áskorun að setjast í stól forsætisráðherra. Síðan hef ég litið á það sem eitt helsta verkefni mitt og annarra stjórnmálamanna að efla traust í íslensku samfélagi og er sú ríkisstjórn sem nú situr við völd stórt skref í að skapa stöðugleika og mynda sátt í samfélaginu,“ segir Sigurður Ingi. Þá þakkar hann þeim sem hafa haft samband við hann fyrir þann hlýhug og það traust sem hann hafi fundið auk þess sem hann segir frá því að einhverjir hafi að eigin frumkvæði skrifað Netflix og „kvartað undan rangri framsetningu.“ Sigurður Ingi gerir svo falsfréttir að umtalsefni í tengslum við myndina þótt í frétt Time sem birtist á skjánum sé greint rétt frá staðreyndum: „Eins og mér þykir það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál í The Laundromat þá verður myndinni vart breytt úr þessu. Falsfréttir eru og verða vandamál á tækni- og upplýsingaöld. Það er áskorun fyrir fjölmiðlaheiminn og framleiðendur efnis að hafa sannleikann ávallt að leiðarljósi.“ Bíó og sjónvarp Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Panama-skjölin Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að sér þyki „sárt og óþolandi“ að vera bendlaður Panama-skjölin í nýrri mynd Netflix sem heitir The Laundromat. Myndin, sem kom út um helgina, skartar Meryl Streep í aðalhlutverki en hún leikur konu sem flækist inn í vafasama starfsemi lögmannsstofunnar Mossack Fonsack. Fjallar myndin um það sem gerist í kjölfar Panama-lekans en eins og mörgum er eflaust í fersku minni var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, í skjölunum. Í myndinni birtist skjáskot af frétt Time þar sem sagt er frá því að Sigmundur Davíð hafi sagt af sér sem forsætisráðherra og að Sigurður Ingi hafi tekið við af honum. Fyrirsögn fréttarinnar vísar í það að Sigurður Ingi hafi tekið við og mynd af honum birtist því með fréttinni. Engin mynd er hins vegar af Sigmundi Davíð. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Sigurður Ingi að undanfarna daga hafi rignt yfir hann skeytum og símtölum með ábendingum um myndina The Laundromat. „Í henni er fjallað um Panama-skjölin og lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Svo illa vill til að í henni birtist mynd af mér þegar fjallað er um spillta þjóðarleiðtoga. Eins og fólki er eflaust í fersku minni þá var atburðarásin á þann veg að þegar upp komst um eignir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra, í skattaskjólum Mossack Fonseca var hann knúinn til að segja af sér. Þetta voru erfiðir tímar í íslenskum stjórnmálum og Íslendingar fullir af réttlátri reiði og því mikil áskorun að setjast í stól forsætisráðherra. Síðan hef ég litið á það sem eitt helsta verkefni mitt og annarra stjórnmálamanna að efla traust í íslensku samfélagi og er sú ríkisstjórn sem nú situr við völd stórt skref í að skapa stöðugleika og mynda sátt í samfélaginu,“ segir Sigurður Ingi. Þá þakkar hann þeim sem hafa haft samband við hann fyrir þann hlýhug og það traust sem hann hafi fundið auk þess sem hann segir frá því að einhverjir hafi að eigin frumkvæði skrifað Netflix og „kvartað undan rangri framsetningu.“ Sigurður Ingi gerir svo falsfréttir að umtalsefni í tengslum við myndina þótt í frétt Time sem birtist á skjánum sé greint rétt frá staðreyndum: „Eins og mér þykir það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál í The Laundromat þá verður myndinni vart breytt úr þessu. Falsfréttir eru og verða vandamál á tækni- og upplýsingaöld. Það er áskorun fyrir fjölmiðlaheiminn og framleiðendur efnis að hafa sannleikann ávallt að leiðarljósi.“
Bíó og sjónvarp Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Panama-skjölin Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira