Sjö rifflar í ætt við árásarriffla eru í umferð hér á landi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. október 2019 19:31 Sjö rifflar í ætt við árásarriffla eru í umferð hér á landi og sé þeim breytt geta þeir verið stórhættulegir. Í máli sem kom upp á síðasta ári hafði slíkum riffli verið breytt og var þá orðinn sambærilegur þeim sem notaðir hafa verið í mannskæðum skotárásum í Bandaríkjunum. Lögreglufulltrúi segir að mikla þekkingu og réttan tækjabúnað þurfi til þess að útbúa slíkt skotvopn. Mannskæðar skotárásir í Bandaríkjunum hafa orðið til þess að hávær umræða er um að breyta þurfi byssulöggjöfinni þar í landi. Í flestum voðaverkunum þar hefur árásarmaðurinn eða -mennirnir notast við hálfsjálfvirkt eða jafnvel sjálfvirkt skotvopn. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru í umferð, hér á landi, svokallaðir DPMS rifflar sem allir hafa verið fluttir inn til landsins með löglegum hætti. Settir saman og skráðir með boltalás þannig að hlaða þarf hverja kúlu handvirkt í hlaup vopnsins. Sé þeim hins vegar breytt og pinni tekinn úr getur vopnið orðið hálfsjálfvirkt eða alsjálfvirkt. Pinninn stýrir virkni vopnsins. Jónas Hafsteinsson, lögreglufulltrúi, segir eitt mál þar sem riffli hafi verið breytt hafa komið upp í fyrra. „Eitt mál kom upp í fyrra og féll dómur í sumar í héraðsdómi.“ Í því máli barst lögreglu ábending um hugsanlega breytingu á DPMS einskota riffli í hálfsjálfvirkan. Riffillinn, sem er í ætt við AR-15 riffil, og aukabúnaður var haldlagður og tekinn til rannsóknar. Við skoðun kom í ljós að verulegar breytingar höfðu verið gerðar á rifflinum sem hafði veruleg áhrif á virkni hans. Prófun sýndi að riffillinn hlóð sjálfur næstu kúlu eftir hvert skot án þess að skotmaður þyrfti að hreyfa handvirkt bolta riffilsins. Það er riffillinn reyndist vera hálfsjálfvirkur. Eigandi skotvopnsins var ákærður vegna málsins og fyrir dómi kvaðst hann hafa keypt vopnið af byssusafnara. Sjálfur hefði hann ekki þekkingu eða kunnáttu til þess að gera breytingar á því og neitaði sök. Dómur féll í sumar þar sem ákærði var dæmdur fyrir að hafa breytt vopninu. Framburður hans hafi ekki þótt trúverðugur og skýringar hans ekki í samræmi við gögn málsins eða framburð vitna. Riffillinn og aukabúnaðurinn gerður upptækur. Málinu var áfrýjað til Landsréttar. Samkvæmt upplýsingum úr skotvopnaskrá eru fleiri rifflar sem þessi í umferð hér á landi. „Það eru sjö byssur skráðar, eins og þessi byssa sem var haldlögð. Það er svo sem hægt að breyta þeim með sama hætti og hinni en þarf til þess tæki og tól og kunnáttu,“ sagði Jónas. Hann sagðist ekki hafa munað eftir því að sambærilegt mál hafi komið upp. Lögreglumál Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Sjö rifflar í ætt við árásarriffla eru í umferð hér á landi og sé þeim breytt geta þeir verið stórhættulegir. Í máli sem kom upp á síðasta ári hafði slíkum riffli verið breytt og var þá orðinn sambærilegur þeim sem notaðir hafa verið í mannskæðum skotárásum í Bandaríkjunum. Lögreglufulltrúi segir að mikla þekkingu og réttan tækjabúnað þurfi til þess að útbúa slíkt skotvopn. Mannskæðar skotárásir í Bandaríkjunum hafa orðið til þess að hávær umræða er um að breyta þurfi byssulöggjöfinni þar í landi. Í flestum voðaverkunum þar hefur árásarmaðurinn eða -mennirnir notast við hálfsjálfvirkt eða jafnvel sjálfvirkt skotvopn. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru í umferð, hér á landi, svokallaðir DPMS rifflar sem allir hafa verið fluttir inn til landsins með löglegum hætti. Settir saman og skráðir með boltalás þannig að hlaða þarf hverja kúlu handvirkt í hlaup vopnsins. Sé þeim hins vegar breytt og pinni tekinn úr getur vopnið orðið hálfsjálfvirkt eða alsjálfvirkt. Pinninn stýrir virkni vopnsins. Jónas Hafsteinsson, lögreglufulltrúi, segir eitt mál þar sem riffli hafi verið breytt hafa komið upp í fyrra. „Eitt mál kom upp í fyrra og féll dómur í sumar í héraðsdómi.“ Í því máli barst lögreglu ábending um hugsanlega breytingu á DPMS einskota riffli í hálfsjálfvirkan. Riffillinn, sem er í ætt við AR-15 riffil, og aukabúnaður var haldlagður og tekinn til rannsóknar. Við skoðun kom í ljós að verulegar breytingar höfðu verið gerðar á rifflinum sem hafði veruleg áhrif á virkni hans. Prófun sýndi að riffillinn hlóð sjálfur næstu kúlu eftir hvert skot án þess að skotmaður þyrfti að hreyfa handvirkt bolta riffilsins. Það er riffillinn reyndist vera hálfsjálfvirkur. Eigandi skotvopnsins var ákærður vegna málsins og fyrir dómi kvaðst hann hafa keypt vopnið af byssusafnara. Sjálfur hefði hann ekki þekkingu eða kunnáttu til þess að gera breytingar á því og neitaði sök. Dómur féll í sumar þar sem ákærði var dæmdur fyrir að hafa breytt vopninu. Framburður hans hafi ekki þótt trúverðugur og skýringar hans ekki í samræmi við gögn málsins eða framburð vitna. Riffillinn og aukabúnaðurinn gerður upptækur. Málinu var áfrýjað til Landsréttar. Samkvæmt upplýsingum úr skotvopnaskrá eru fleiri rifflar sem þessi í umferð hér á landi. „Það eru sjö byssur skráðar, eins og þessi byssa sem var haldlögð. Það er svo sem hægt að breyta þeim með sama hætti og hinni en þarf til þess tæki og tól og kunnáttu,“ sagði Jónas. Hann sagðist ekki hafa munað eftir því að sambærilegt mál hafi komið upp.
Lögreglumál Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira