Árekstur menningarheima í boði Ólafs Jóhanns Þórarinn Þórarinsson skrifar 30. október 2019 07:30 Pétur Már Ólafsson, forleggjari Ólafs Jóhanns hjá Bjarti og Veröld, og rithöfundurinn höfðu ærna ástæðu til að fagna í gær Rithöfundurinn Ólafur Jóhann Ólafsson hefur alið manninn í Bandaríkjunum nánast allan sinn höfundarferil þar sem hann hefur dansað hárfínan línudans milli skáldskaparins og kaldhamraðs raunveruleika viðskiptalífsins. Íslandsheimsóknir hans teljast því jafnan til tíðinda, ekki síst þegar hann er með nýja skáldsögu í farteskinu, þannig að eðlilega var fjölmenni í útgáfuhófi hans í Ásmundarsal í gær þegar hann fylgdi sinni nýjustu bók, Innflytjandanum, úr hlaði. Ólafur Jóhann er vanur lofi og verðlaunum og hlaut einróma lof fyrir síðustu bók sína, Sakramentið, sem kom út 2017 og ef marka má forleggjara hans er fyrirsjáanlegt að hann endurtaki leikinn með Innflytjandanum þar sem hann „sýnir allar sínar bestu hliðar og í stórbrotinni sögu sem kemur á óvart“. Atburðarás Innflytjandans hefst þegar innflytjandi finnst látinn úti í Örfirisey á dimmum og köldum febrúardegi. Um sömu helgi verða landsmenn helteknir af hvarfi ungrar, íslenskrar stúlku sem gufar sporlaust upp í myrkrinu, snjónum og ófærðinni.Guðný Magnúsdóttir, Haraldur Sigurðsson, Valdimar Harðarson og Guðleif Helgadóttir gættu þess að missa ekki af Ólafi Jóhanni og Innflytjandanum. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Rithöfundurinn Ólafur Jóhann Ólafsson hefur alið manninn í Bandaríkjunum nánast allan sinn höfundarferil þar sem hann hefur dansað hárfínan línudans milli skáldskaparins og kaldhamraðs raunveruleika viðskiptalífsins. Íslandsheimsóknir hans teljast því jafnan til tíðinda, ekki síst þegar hann er með nýja skáldsögu í farteskinu, þannig að eðlilega var fjölmenni í útgáfuhófi hans í Ásmundarsal í gær þegar hann fylgdi sinni nýjustu bók, Innflytjandanum, úr hlaði. Ólafur Jóhann er vanur lofi og verðlaunum og hlaut einróma lof fyrir síðustu bók sína, Sakramentið, sem kom út 2017 og ef marka má forleggjara hans er fyrirsjáanlegt að hann endurtaki leikinn með Innflytjandanum þar sem hann „sýnir allar sínar bestu hliðar og í stórbrotinni sögu sem kemur á óvart“. Atburðarás Innflytjandans hefst þegar innflytjandi finnst látinn úti í Örfirisey á dimmum og köldum febrúardegi. Um sömu helgi verða landsmenn helteknir af hvarfi ungrar, íslenskrar stúlku sem gufar sporlaust upp í myrkrinu, snjónum og ófærðinni.Guðný Magnúsdóttir, Haraldur Sigurðsson, Valdimar Harðarson og Guðleif Helgadóttir gættu þess að missa ekki af Ólafi Jóhanni og Innflytjandanum.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira