Vonast til að kosningarnar leysi úr pattstöðunni á Spáni Atli Ísleifsson skrifar 9. nóvember 2019 23:29 Pedro Sánchez er starfandi forsætisráðherra og leiðtogi Sósíalistaflokksins. Getty Þingkosningar fara fram á Spáni á morgun, sunnudag, og er vonast til að með þeim verði hægt að leysa þá pattstöðu sem uppi er í landsmálunum þar í landi. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu og framgangur hægri öfgaflokka hafa verið áberandi í kosningabaráttunni, en skoðanakannanir benda til að hægri öfgaflokkurinn Vox verði einn af sigurvegurum kosninganna. Þetta er í annað sinn á innan við hálfu ári sem spænskir kjósendur ganga að kjörborðinu þar sem reynt er að höggva á hnútinn og ná fram starfhæfri ríkisstjórn. Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra og leiðtogi sósíalista, boðaði til kosninganna í september í kjölfar þess að honum mistókst að fá fjárlagafrumvarp sitt samþykkt á þinginu. Áður hafði hann leitt viðræður um myndun stjórnar sem nyti stuðnings meirihluta þingmanna, en án árangurs. Var það því samdóma álit manna að það eina í stöðunni væri að boða til nýrra kosninga.Græða á Katalóníudeilunni Kosningabaráttan var stutt og snörp að þessu sinni og lauk í gær. Sánchez reyndi að sannfæra kjósendur á síðasta degi baráttunnar að með því að greiða atkvæði með Sósíalistaflokknum væri verið að greiða atkvæði með því að leysa úr pattstöðunni í spænskum stjórnmálum. Skoðanakannanir benda þó til að það er hægri öfgaflokkurinn Vox sem komi til með að græða einna mest á kosningunum. Afstaða Vox til sjálfstæðisbaráttu Katalóna er skýr. Flokkurinn er henni andsnúinn og hefur hann hagnast mikið hörðum mótmælum katalónskra aðskilnaðarsinna síðustu vikurnar. Málflutningur frambjóðenda Vox hefur þannig fallið í kramið hjá fjölda Spánverja sem búa utan Katalóníu.Santiago Abascal, leiðtogi Vox.GettyÞá hafa málefni flóttafólks einnig borið á góma, en fulltrúar Vox eru andsnúnir straumi flóttafólks til Spánar. Þykir mörgum að málflutningur þeirra minna um margt á málflutning Donald Trump Bandaríkjaforseta og Matteo Salvini, fyrrverandi innanríkisráðherra Ítalíu og formanni Bandalagsins. Vox fékk um 10 prósent atkvæða í kosningunum í apríl og 24 þingsæti. Var það í fyrsta sinn frá árinu 1982 sem hægri öfgaflokkur tók sæti á spænska þinginu. Skoðanakannanir nú skömmu fyrir kosningar benda til að Vox kunni að fá um 15 prósent atkvæða.Þörf á eldvegg Sánchez hefur sagt að þörf sé á „eldvegg“ til að koma í veg fyrir að Vox komist til áhrifa á Spáni. Hafa stjórnmálaskýrendur litið á það sem að Sánchez sé með orðum sínum að biðla til íhaldsflokksins Partido Popular og flokksins Ciudadanos um að ná samstöðu að koma fulltrúum Vox ekki áhrifastöðu. Möguleiki er á að pattstaðan haldi áfram eftir kosningar, en svo virðist sem að hvorki Sósíalistaflokkurinn né Partido Popular komi til með að fá hreinan meirihluta á þingi. Munu stærri flokkar því þurfa að leita til þeirra minni og semja um að þeir verji stjórn falli. Líklegt þykir að kosningaþreyta Spánverja kunni að hafa áhrif á þátttökuna í kosningunum. Alls kusu um 75 prósent atkvæðisbærra manna í apríl, en líklegt þykir að þátttakan nú verði umtalsvert minni. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Þingkosningar fara fram á Spáni á morgun, sunnudag, og er vonast til að með þeim verði hægt að leysa þá pattstöðu sem uppi er í landsmálunum þar í landi. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu og framgangur hægri öfgaflokka hafa verið áberandi í kosningabaráttunni, en skoðanakannanir benda til að hægri öfgaflokkurinn Vox verði einn af sigurvegurum kosninganna. Þetta er í annað sinn á innan við hálfu ári sem spænskir kjósendur ganga að kjörborðinu þar sem reynt er að höggva á hnútinn og ná fram starfhæfri ríkisstjórn. Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra og leiðtogi sósíalista, boðaði til kosninganna í september í kjölfar þess að honum mistókst að fá fjárlagafrumvarp sitt samþykkt á þinginu. Áður hafði hann leitt viðræður um myndun stjórnar sem nyti stuðnings meirihluta þingmanna, en án árangurs. Var það því samdóma álit manna að það eina í stöðunni væri að boða til nýrra kosninga.Græða á Katalóníudeilunni Kosningabaráttan var stutt og snörp að þessu sinni og lauk í gær. Sánchez reyndi að sannfæra kjósendur á síðasta degi baráttunnar að með því að greiða atkvæði með Sósíalistaflokknum væri verið að greiða atkvæði með því að leysa úr pattstöðunni í spænskum stjórnmálum. Skoðanakannanir benda þó til að það er hægri öfgaflokkurinn Vox sem komi til með að græða einna mest á kosningunum. Afstaða Vox til sjálfstæðisbaráttu Katalóna er skýr. Flokkurinn er henni andsnúinn og hefur hann hagnast mikið hörðum mótmælum katalónskra aðskilnaðarsinna síðustu vikurnar. Málflutningur frambjóðenda Vox hefur þannig fallið í kramið hjá fjölda Spánverja sem búa utan Katalóníu.Santiago Abascal, leiðtogi Vox.GettyÞá hafa málefni flóttafólks einnig borið á góma, en fulltrúar Vox eru andsnúnir straumi flóttafólks til Spánar. Þykir mörgum að málflutningur þeirra minna um margt á málflutning Donald Trump Bandaríkjaforseta og Matteo Salvini, fyrrverandi innanríkisráðherra Ítalíu og formanni Bandalagsins. Vox fékk um 10 prósent atkvæða í kosningunum í apríl og 24 þingsæti. Var það í fyrsta sinn frá árinu 1982 sem hægri öfgaflokkur tók sæti á spænska þinginu. Skoðanakannanir nú skömmu fyrir kosningar benda til að Vox kunni að fá um 15 prósent atkvæða.Þörf á eldvegg Sánchez hefur sagt að þörf sé á „eldvegg“ til að koma í veg fyrir að Vox komist til áhrifa á Spáni. Hafa stjórnmálaskýrendur litið á það sem að Sánchez sé með orðum sínum að biðla til íhaldsflokksins Partido Popular og flokksins Ciudadanos um að ná samstöðu að koma fulltrúum Vox ekki áhrifastöðu. Möguleiki er á að pattstaðan haldi áfram eftir kosningar, en svo virðist sem að hvorki Sósíalistaflokkurinn né Partido Popular komi til með að fá hreinan meirihluta á þingi. Munu stærri flokkar því þurfa að leita til þeirra minni og semja um að þeir verji stjórn falli. Líklegt þykir að kosningaþreyta Spánverja kunni að hafa áhrif á þátttökuna í kosningunum. Alls kusu um 75 prósent atkvæðisbærra manna í apríl, en líklegt þykir að þátttakan nú verði umtalsvert minni.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira