Fótbolti

Þjálfaralausir Bæjarar burstuðu Dortmund

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Bæjarar burstuðu Dortmund
Bæjarar burstuðu Dortmund vísir/getty
Leik Bayern Munchen og Borussia Dortmund var beðið með mikilli eftirvæntingu enda um að ræða tvö stærstu íþróttafélög Þýskalands.

Bayern með bráðabirgðaþjálfara við stjórnvölin eftir að Niko Kovac var rekinn um síðustu helgi en þrátt fyrir það léku þeir sér að gestunum frá Dortmund.

Fyrrum sóknarmaður Dortmund, Robert Lewandowski, kom Bayern Munchen í 1-0 snemma leiks. Þannig stóðu leikar í leikhléi en í síðari hálfleik tóku heimamenn algjörlega yfir.

Serge Gnabry skoraði á 47.mínútu og á 76.mínútu var aftur komið að Lewandowski. Fyrrum leikmaður Bayern Munchen, Mats Hummels, lokaði svo leiknum á sjálfsmarki. Lokatölur 4-0 fyrir Bayern.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×