Pólskri menningu fagnað í Reykjanesbæ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. nóvember 2019 20:30 Um það bil einn af hverjum sex íbúum í Reykjanesbæ eru af pólskum uppruna. Pólskir bræður sem eru fæddir og uppaldir á Íslandi segja eina muninn á þeim og íslenskum jafnöldrum sínum vera að þeir tali tvö tungumál. Pólak menningarhátíð fór fram í Reykjanesbæ í dag. „Pólsk menningarhátíð í Reykjanesbæ er haldin til þess að fagna þeim fjölbreytileika sem býr í Reykjanesbæ en við erum með mjög stórt og mikið fjölmenningarsamfélag hér,“ segir Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningar í Reykjanesbæ. Um 25% íbúa bæjarins eru af erlendum uppruna en 16% eru af pólskum uppruna. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin en þemað í ár voru sögur fólks af pólskum uppruna. Ein þeirra sem sagði sögu sína í dag var Ewa Wydra sem hefur verið öflug við að virkja börn til þátttöku í taekwondo. „Það er að blómstra hjá okkur núna. Ég er að reyna að þýða íslensku yfir á pólsku af því við vorum að búa til bækur sem eru á ensku, íslensku og pólsku um starfið í taekwondo, hjálpa aðeins foreldrum að lesa um hvernig taekwondo er og hvað það getur gert fyrir okkar líkama, sálina og skipulagið daglega,“ segir Ewa. Bræðurnir Alexander og Jakob Grybos eru miklir tónlistarmenn en þeir slóu botninn í hátíðina í dag með hljómsveit sinni DEMO. Þeir eru báðir fæddir á Íslandi og hafa alist upp við tvö tungumál. „Við lærðum fyrst pólsku heima og svo fórum við í leikskóla og þá lærðum við íslenskuna með,“ segir Alexander. Innflytjendamál Menning Pólland Reykjanesbær Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Sjá meira
Um það bil einn af hverjum sex íbúum í Reykjanesbæ eru af pólskum uppruna. Pólskir bræður sem eru fæddir og uppaldir á Íslandi segja eina muninn á þeim og íslenskum jafnöldrum sínum vera að þeir tali tvö tungumál. Pólak menningarhátíð fór fram í Reykjanesbæ í dag. „Pólsk menningarhátíð í Reykjanesbæ er haldin til þess að fagna þeim fjölbreytileika sem býr í Reykjanesbæ en við erum með mjög stórt og mikið fjölmenningarsamfélag hér,“ segir Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningar í Reykjanesbæ. Um 25% íbúa bæjarins eru af erlendum uppruna en 16% eru af pólskum uppruna. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin en þemað í ár voru sögur fólks af pólskum uppruna. Ein þeirra sem sagði sögu sína í dag var Ewa Wydra sem hefur verið öflug við að virkja börn til þátttöku í taekwondo. „Það er að blómstra hjá okkur núna. Ég er að reyna að þýða íslensku yfir á pólsku af því við vorum að búa til bækur sem eru á ensku, íslensku og pólsku um starfið í taekwondo, hjálpa aðeins foreldrum að lesa um hvernig taekwondo er og hvað það getur gert fyrir okkar líkama, sálina og skipulagið daglega,“ segir Ewa. Bræðurnir Alexander og Jakob Grybos eru miklir tónlistarmenn en þeir slóu botninn í hátíðina í dag með hljómsveit sinni DEMO. Þeir eru báðir fæddir á Íslandi og hafa alist upp við tvö tungumál. „Við lærðum fyrst pólsku heima og svo fórum við í leikskóla og þá lærðum við íslenskuna með,“ segir Alexander.
Innflytjendamál Menning Pólland Reykjanesbær Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Sjá meira