Þegar stjórnendur bregðast Hjálmar Jónsson skrifar 9. nóvember 2019 13:17 Ég hef verið mjög hugsi yfir fyrsta verkfalli blaðamanna í bráðum 42 ár og hversu illa tókst til með framkvæmdina þær fjórar klukkustundir sem það stóð yfir á þeim ágæta vinnustað Morgunblaðinu. Ég undanskil Ríkisútvarpið að svo komnu og trúi því, þar til annað kemur í ljós, að það hafi verið mistök sem rekja megi til ókunnugleika, að verktaki þar var látinn ganga í störf fastra starfsmanna meðan á verkfallinu stóð. Ég er sérstaklega hugsi yfir þeirri fyrirlitningu gagnvart aðgerðum undirmanna þeirra, sem byggja á þeim sjálfsögðu mannréttindum að geta farið í verkfall, sem skín í gegnum þær aðgerðir sem stjórnendur Árvakurs beittu sé fyrir til þess að brjóta niður löglega boðaða vinnustöðvun, og hversu óskiljanlegt það er að tefla samstarfsfólki gegn hvert öðru með þeim hætti sem gert var. Þar var sannarlega fórnað meiri hagsmunum fyrir minni og sannar endanlega, að mínu viti, að þeir stjórnendur sem stjórn og eigendur fyrirtækisins hafa valið til þessa ábyrgðarfulla starfs eru engan vegin starfi sínu vaxnir, því miður. Orðstýr fjölmiðlafyrirtækis er verðmætasta eign þess og í þann aldarfjórðung sem ég vann á Morgunblaðinu kom aldrei til greina að afsláttur væri gefinn í þeim efnum. Ég er afskaplega stoltur af þessum tíma mínum á Morgunblaðinu og tel að framlag þess til íslenskrar menningar, fréttaumfjöllunar og umræðuhefðar sé ómetanlegt, enda kom blaðið út í yfir 50 þúsund eintökum og var þar af leiðandi daglegur gestur á langflestum heimilum í landinu. Morgunblaðið er sem betur fer enn frábært blað og mbl.is frábær fréttavefur, enda sama fagfólkið sem vinnur þar, margt hvert, sem vann þar þegar ég var þar innan dyra. Yfirlýsing um 20 blaðamanna á mbl.is segir allt sem segja þarf um þessa ömurlegu uppákomu. Það er ekki skrýtið að venjulegu rétthugsandi fólki sé misboðið þegar gengið er í störf þess þegar það er í löglega boðaðri vinnustöðvun, sem samþykkt var með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að skilja það innræti sem liggur svona aðgerðum og framkomu í garð samstarfsmanna til grundvallar. Það er mér einfaldlega óskiljanlegt. Ekki síst í ljósi þess að ég hef að minnsta kosti í þrígang í aðdraganda verkfalls skrifað þessu fólki og óskað eftir að við færum yfir hugsanleg ágreiningsefni um framkvæmd verkfallsins, þannig að það gæti farið fram með sóma. Engin svör frá Árvakri og RÚV. Hjá Fréttablaðinu og Sýn var framkvæmdin til fyrirmyndar. Það hefur hins vegar augljóslega verið erfitt að horfa upp á mbl.is í loftinu vegna verkfallsbrota á sama tíma og visir.is og frettabladid.is voru það ekki. Ég hlýt að velta því fyrir mér hvort eigendur þessara ágætu fyrirtækja, sem virtu boðaða vinnustöðvun starfsmanna sinna, og Ríkisútvarpsins, sem er í eigu almennings, geti hugsað sér að vera í kompaníi með verkfallsbrjótum? Ef þessi fyrirtæki ætla að halda samstarfi sínu við Árvakur áfram, þurfa þau þá ekki að samræma afstöðu sína til framkvæmdar vinnustöðvana?! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Hjálmar Jónsson Kjaramál Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef verið mjög hugsi yfir fyrsta verkfalli blaðamanna í bráðum 42 ár og hversu illa tókst til með framkvæmdina þær fjórar klukkustundir sem það stóð yfir á þeim ágæta vinnustað Morgunblaðinu. Ég undanskil Ríkisútvarpið að svo komnu og trúi því, þar til annað kemur í ljós, að það hafi verið mistök sem rekja megi til ókunnugleika, að verktaki þar var látinn ganga í störf fastra starfsmanna meðan á verkfallinu stóð. Ég er sérstaklega hugsi yfir þeirri fyrirlitningu gagnvart aðgerðum undirmanna þeirra, sem byggja á þeim sjálfsögðu mannréttindum að geta farið í verkfall, sem skín í gegnum þær aðgerðir sem stjórnendur Árvakurs beittu sé fyrir til þess að brjóta niður löglega boðaða vinnustöðvun, og hversu óskiljanlegt það er að tefla samstarfsfólki gegn hvert öðru með þeim hætti sem gert var. Þar var sannarlega fórnað meiri hagsmunum fyrir minni og sannar endanlega, að mínu viti, að þeir stjórnendur sem stjórn og eigendur fyrirtækisins hafa valið til þessa ábyrgðarfulla starfs eru engan vegin starfi sínu vaxnir, því miður. Orðstýr fjölmiðlafyrirtækis er verðmætasta eign þess og í þann aldarfjórðung sem ég vann á Morgunblaðinu kom aldrei til greina að afsláttur væri gefinn í þeim efnum. Ég er afskaplega stoltur af þessum tíma mínum á Morgunblaðinu og tel að framlag þess til íslenskrar menningar, fréttaumfjöllunar og umræðuhefðar sé ómetanlegt, enda kom blaðið út í yfir 50 þúsund eintökum og var þar af leiðandi daglegur gestur á langflestum heimilum í landinu. Morgunblaðið er sem betur fer enn frábært blað og mbl.is frábær fréttavefur, enda sama fagfólkið sem vinnur þar, margt hvert, sem vann þar þegar ég var þar innan dyra. Yfirlýsing um 20 blaðamanna á mbl.is segir allt sem segja þarf um þessa ömurlegu uppákomu. Það er ekki skrýtið að venjulegu rétthugsandi fólki sé misboðið þegar gengið er í störf þess þegar það er í löglega boðaðri vinnustöðvun, sem samþykkt var með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að skilja það innræti sem liggur svona aðgerðum og framkomu í garð samstarfsmanna til grundvallar. Það er mér einfaldlega óskiljanlegt. Ekki síst í ljósi þess að ég hef að minnsta kosti í þrígang í aðdraganda verkfalls skrifað þessu fólki og óskað eftir að við færum yfir hugsanleg ágreiningsefni um framkvæmd verkfallsins, þannig að það gæti farið fram með sóma. Engin svör frá Árvakri og RÚV. Hjá Fréttablaðinu og Sýn var framkvæmdin til fyrirmyndar. Það hefur hins vegar augljóslega verið erfitt að horfa upp á mbl.is í loftinu vegna verkfallsbrota á sama tíma og visir.is og frettabladid.is voru það ekki. Ég hlýt að velta því fyrir mér hvort eigendur þessara ágætu fyrirtækja, sem virtu boðaða vinnustöðvun starfsmanna sinna, og Ríkisútvarpsins, sem er í eigu almennings, geti hugsað sér að vera í kompaníi með verkfallsbrjótum? Ef þessi fyrirtæki ætla að halda samstarfi sínu við Árvakur áfram, þurfa þau þá ekki að samræma afstöðu sína til framkvæmdar vinnustöðvana?!
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar